Tveir stjórnarmenn studdu ekki brottrekstur forstjóra HB Granda

Tveir stjórnarmenn í HB Granda studdu ekki að Vilhjálmi Vilhjálmssyni yrði vikið úr starfi forstjóra.

HB Grandi
HB Grandi
Auglýsing

Tveir stjórn­ar­menn í HB Granda studdu ekki að Vil­hjálmi Vil­hjálms­syni yrði vikið úr starfi for­stjóra á fimmtu­dag­inn. Um er að ræða þær Rann­veigu Rist, vara­for­mann stjórn­ar, og Önnu G. Sverr­is­dótt­ur. Þetta kemur fram í frétt Mark­að­ar­ins í morgun.

Hins vegar ríkti sam­staða í stjórn um að ráða stjórn­ar­for­mann­inn Guð­mund Krist­jáns­son, aðal­eig­anda Brims sem keypti nýverið 34,1 pró­senta hlut í útgerð­inni, sem for­stjóra HB Granda. Hann sagði starfi sínu lausu sem for­stjóri Brims eftir ráðn­ing­una. 

Rann­veig og Anna töldu, sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins, að rétt væri að bíða með að ráða nýjan for­stjóra að minnsta kosti þar til yfir­tökutil­boð Brims í HB Granda væri um garð geng­ið.

Fjár­festar hafa frest fram á föstu­dag til að taka afstöðu til þess. Guð­mundur taldi hins vegar æski­legt að það lægi fyrir hver yrði for­stjóri útgerð­ar­innar á meðan yfir­tökutil­boðið væri enn í gildi til þess að það kæmi fjár­festum ekki í opna skjöldu, segir í frétt­inn­i. 

Auglýsing

Meiri­hluti stjórn­­ar HB Granda valdi Guð­­mund sem for­­stjóra ­út­­­gerð­­ar­­fé­lags­ins þann 21. júní síð­ast­lið­inn. Í til­­kynn­ingu á vef Kaup­hall­ar­innar sagði að meiri­hluti stjórnar félags­­ins hefði tekið ákvörð­un­ina á fundi sam­hliða ákvörðun um gerð starfs­loka­­samn­ings fyrir Vil­hjálm Vil­hjálms­­son, frá­­far­andi for­­stjóra félags­­ins. Í kjöl­farið skipti stjórn með sér verkum á ný og var Magnús Gúst­afs­­son, ­fyrr­ver­andi for­stjóri Cold­wa­ter í Banda­ríkj­un­um, ­kjör­inn nýr stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur.

Guð­­mundur Krist­jáns­­son er fyrr­ver­andi for­­stjóri útgerð­­ar­­fé­lags­ins Brims, en eins og Kjarn­inn hefur greint frá keypti hann 34,1 pró­sent eign­­ar­hlut Krist­jáns Lofts­­sonar og Hall­­dórs Teits­­sonar í HB Granda. Kaupin námu tæp­­lega 21,7 millj­­örðum króna. Guð­­mundur bauð sig svo fram í stjórn félags­­ins en var val­inn stjórn­­­ar­­for­­maður á aðal­­fund­i HB Granda þann 4. maí síð­­ast­lið­inn.

Sam­kvæmt Mark­að­inum bar ráðn­ingu Guð­mundar í emb­ætti for­stjóra brátt að og á hún að hafa komið mörgum stórum hlut­höfum í HB Granda á óvart, ekki síst í ljósi þess að hann hafði aðeins tæp­lega tveimur mán­uðum áður verið kjör­inn í stjórn sem for­mað­ur.

„Guð­mundur á að hafa látið í það skína í sam­tölum við hlut­hafa að ekki stæði til á næst­unni að ráða nýjan for­stjóra í stað Vil­hjálms. Þeir hafi hins vegar margir hverjir engu að síður átt von á því að nýr for­stjóri yrði síðar feng­inn að félag­inu enda hafi Guð­mundur ekki farið leynt með þau áform sín að vilja ná fram breyt­ingum á rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Þeir hlut­hafar gerðu þó fæstir ráð fyrir því að Guð­mundur sjálfur myndi verða for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins,“ segir í Mark­að­in­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent