Tveir stjórnarmenn studdu ekki brottrekstur forstjóra HB Granda

Tveir stjórnarmenn í HB Granda studdu ekki að Vilhjálmi Vilhjálmssyni yrði vikið úr starfi forstjóra.

HB Grandi
HB Grandi
Auglýsing

Tveir stjórn­ar­menn í HB Granda studdu ekki að Vil­hjálmi Vil­hjálms­syni yrði vikið úr starfi for­stjóra á fimmtu­dag­inn. Um er að ræða þær Rann­veigu Rist, vara­for­mann stjórn­ar, og Önnu G. Sverr­is­dótt­ur. Þetta kemur fram í frétt Mark­að­ar­ins í morgun.

Hins vegar ríkti sam­staða í stjórn um að ráða stjórn­ar­for­mann­inn Guð­mund Krist­jáns­son, aðal­eig­anda Brims sem keypti nýverið 34,1 pró­senta hlut í útgerð­inni, sem for­stjóra HB Granda. Hann sagði starfi sínu lausu sem for­stjóri Brims eftir ráðn­ing­una. 

Rann­veig og Anna töldu, sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins, að rétt væri að bíða með að ráða nýjan for­stjóra að minnsta kosti þar til yfir­tökutil­boð Brims í HB Granda væri um garð geng­ið.

Fjár­festar hafa frest fram á föstu­dag til að taka afstöðu til þess. Guð­mundur taldi hins vegar æski­legt að það lægi fyrir hver yrði for­stjóri útgerð­ar­innar á meðan yfir­tökutil­boðið væri enn í gildi til þess að það kæmi fjár­festum ekki í opna skjöldu, segir í frétt­inn­i. 

Auglýsing

Meiri­hluti stjórn­­ar HB Granda valdi Guð­­mund sem for­­stjóra ­út­­­gerð­­ar­­fé­lags­ins þann 21. júní síð­ast­lið­inn. Í til­­kynn­ingu á vef Kaup­hall­ar­innar sagði að meiri­hluti stjórnar félags­­ins hefði tekið ákvörð­un­ina á fundi sam­hliða ákvörðun um gerð starfs­loka­­samn­ings fyrir Vil­hjálm Vil­hjálms­­son, frá­­far­andi for­­stjóra félags­­ins. Í kjöl­farið skipti stjórn með sér verkum á ný og var Magnús Gúst­afs­­son, ­fyrr­ver­andi for­stjóri Cold­wa­ter í Banda­ríkj­un­um, ­kjör­inn nýr stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur.

Guð­­mundur Krist­jáns­­son er fyrr­ver­andi for­­stjóri útgerð­­ar­­fé­lags­ins Brims, en eins og Kjarn­inn hefur greint frá keypti hann 34,1 pró­sent eign­­ar­hlut Krist­jáns Lofts­­sonar og Hall­­dórs Teits­­sonar í HB Granda. Kaupin námu tæp­­lega 21,7 millj­­örðum króna. Guð­­mundur bauð sig svo fram í stjórn félags­­ins en var val­inn stjórn­­­ar­­for­­maður á aðal­­fund­i HB Granda þann 4. maí síð­­ast­lið­inn.

Sam­kvæmt Mark­að­inum bar ráðn­ingu Guð­mundar í emb­ætti for­stjóra brátt að og á hún að hafa komið mörgum stórum hlut­höfum í HB Granda á óvart, ekki síst í ljósi þess að hann hafði aðeins tæp­lega tveimur mán­uðum áður verið kjör­inn í stjórn sem for­mað­ur.

„Guð­mundur á að hafa látið í það skína í sam­tölum við hlut­hafa að ekki stæði til á næst­unni að ráða nýjan for­stjóra í stað Vil­hjálms. Þeir hafi hins vegar margir hverjir engu að síður átt von á því að nýr for­stjóri yrði síðar feng­inn að félag­inu enda hafi Guð­mundur ekki farið leynt með þau áform sín að vilja ná fram breyt­ingum á rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Þeir hlut­hafar gerðu þó fæstir ráð fyrir því að Guð­mundur sjálfur myndi verða for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins,“ segir í Mark­að­in­um.

Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent