Tveir stjórnarmenn studdu ekki brottrekstur forstjóra HB Granda

Tveir stjórnarmenn í HB Granda studdu ekki að Vilhjálmi Vilhjálmssyni yrði vikið úr starfi forstjóra.

HB Grandi
HB Grandi
Auglýsing

Tveir stjórn­ar­menn í HB Granda studdu ekki að Vil­hjálmi Vil­hjálms­syni yrði vikið úr starfi for­stjóra á fimmtu­dag­inn. Um er að ræða þær Rann­veigu Rist, vara­for­mann stjórn­ar, og Önnu G. Sverr­is­dótt­ur. Þetta kemur fram í frétt Mark­að­ar­ins í morgun.

Hins vegar ríkti sam­staða í stjórn um að ráða stjórn­ar­for­mann­inn Guð­mund Krist­jáns­son, aðal­eig­anda Brims sem keypti nýverið 34,1 pró­senta hlut í útgerð­inni, sem for­stjóra HB Granda. Hann sagði starfi sínu lausu sem for­stjóri Brims eftir ráðn­ing­una. 

Rann­veig og Anna töldu, sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins, að rétt væri að bíða með að ráða nýjan for­stjóra að minnsta kosti þar til yfir­tökutil­boð Brims í HB Granda væri um garð geng­ið.

Fjár­festar hafa frest fram á föstu­dag til að taka afstöðu til þess. Guð­mundur taldi hins vegar æski­legt að það lægi fyrir hver yrði for­stjóri útgerð­ar­innar á meðan yfir­tökutil­boðið væri enn í gildi til þess að það kæmi fjár­festum ekki í opna skjöldu, segir í frétt­inn­i. 

Auglýsing

Meiri­hluti stjórn­­ar HB Granda valdi Guð­­mund sem for­­stjóra ­út­­­gerð­­ar­­fé­lags­ins þann 21. júní síð­ast­lið­inn. Í til­­kynn­ingu á vef Kaup­hall­ar­innar sagði að meiri­hluti stjórnar félags­­ins hefði tekið ákvörð­un­ina á fundi sam­hliða ákvörðun um gerð starfs­loka­­samn­ings fyrir Vil­hjálm Vil­hjálms­­son, frá­­far­andi for­­stjóra félags­­ins. Í kjöl­farið skipti stjórn með sér verkum á ný og var Magnús Gúst­afs­­son, ­fyrr­ver­andi for­stjóri Cold­wa­ter í Banda­ríkj­un­um, ­kjör­inn nýr stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur.

Guð­­mundur Krist­jáns­­son er fyrr­ver­andi for­­stjóri útgerð­­ar­­fé­lags­ins Brims, en eins og Kjarn­inn hefur greint frá keypti hann 34,1 pró­sent eign­­ar­hlut Krist­jáns Lofts­­sonar og Hall­­dórs Teits­­sonar í HB Granda. Kaupin námu tæp­­lega 21,7 millj­­örðum króna. Guð­­mundur bauð sig svo fram í stjórn félags­­ins en var val­inn stjórn­­­ar­­for­­maður á aðal­­fund­i HB Granda þann 4. maí síð­­ast­lið­inn.

Sam­kvæmt Mark­að­inum bar ráðn­ingu Guð­mundar í emb­ætti for­stjóra brátt að og á hún að hafa komið mörgum stórum hlut­höfum í HB Granda á óvart, ekki síst í ljósi þess að hann hafði aðeins tæp­lega tveimur mán­uðum áður verið kjör­inn í stjórn sem for­mað­ur.

„Guð­mundur á að hafa látið í það skína í sam­tölum við hlut­hafa að ekki stæði til á næst­unni að ráða nýjan for­stjóra í stað Vil­hjálms. Þeir hafi hins vegar margir hverjir engu að síður átt von á því að nýr for­stjóri yrði síðar feng­inn að félag­inu enda hafi Guð­mundur ekki farið leynt með þau áform sín að vilja ná fram breyt­ingum á rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Þeir hlut­hafar gerðu þó fæstir ráð fyrir því að Guð­mundur sjálfur myndi verða for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins,“ segir í Mark­að­in­um.

Skiptar skoðanir um uppátæki Hatara
Það vakti mikla athygli þegar meðlimir Hatara veifuðu fána Palestínu í beinni útsendingu frá úrslitum Eurovison í Tel Aviv í gær. Uppátækið hefur bæði verið lofað og gagnrýnt.
Kjarninn 19. maí 2019
Vala Yates
Karolina Fund: Vala Yates – Fyrsta plata
Vala Yates, söngkona og tónskáld, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Lög og texti eru samin af Völu, en platan mun innihalda fimm lög á íslensku og fimm á ensku.
Kjarninn 19. maí 2019
Björn Gunar Ólafsson
Innstæðutryggingar
Kjarninn 19. maí 2019
Enn sannfærðari en áður um að það hafi verið rétt að mynda ríkisstjórnina
Svandís Svavarsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé „fantagóð“ í því að stýra ríkisstjórn þeirra þriggja ólíku flokka sem nú sitja að völdum á Íslandi. Stundum þurfi að takast á við ríkisstjórnarborðið.
Kjarninn 19. maí 2019
Halfdan Rasmussen, eitt vinsælasta skáld Dana.
Hvað gera Kasper, Jesper og Jónatan nú
Danska forlagið Gyldendal ákvað að sleppa átta ljóðum úr safni ljóða eftir skáldið Halfdan Rasmussen, þau eiga það sameiginlegt að í þeim koma fyrir orðin negri og hottintotti. Sú ákvörðun forlagsins hefur vakið mikla athygli í Danmörku.
Kjarninn 19. maí 2019
Áhætta á fasteignamarkaði
Nýjasta spá Hagstofu Íslands um þróun mála í efnahagslífinu bendir til þess að fasteignamarkaðurinn gæti átt erfitt uppdráttar á næstu misserum.
Kjarninn 19. maí 2019
Hatari veifaði Palestínufánum
Liðsmenn Hatara héldu á fána Palestínu þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í Eurovison í kvöld. Hatari hafnaði í 10. sæti í keppninni.
Kjarninn 19. maí 2019
Fjárhagslegur ávinningur er af sameiginlegum lyfjainnkaupum
Svandís Svavarsdóttir segir að það bæði ríkissjóður og notendur lyfja muni njóta góðs af samstarfi við hin Danmörk og Noreg um innkaup á lyfjum. Innkaup verði hagstæðari og öryggi í afhendingu meira.
Kjarninn 18. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent