Tveir stjórnarmenn studdu ekki brottrekstur forstjóra HB Granda

Tveir stjórnarmenn í HB Granda studdu ekki að Vilhjálmi Vilhjálmssyni yrði vikið úr starfi forstjóra.

HB Grandi
HB Grandi
Auglýsing

Tveir stjórn­ar­menn í HB Granda studdu ekki að Vil­hjálmi Vil­hjálms­syni yrði vikið úr starfi for­stjóra á fimmtu­dag­inn. Um er að ræða þær Rann­veigu Rist, vara­for­mann stjórn­ar, og Önnu G. Sverr­is­dótt­ur. Þetta kemur fram í frétt Mark­að­ar­ins í morgun.

Hins vegar ríkti sam­staða í stjórn um að ráða stjórn­ar­for­mann­inn Guð­mund Krist­jáns­son, aðal­eig­anda Brims sem keypti nýverið 34,1 pró­senta hlut í útgerð­inni, sem for­stjóra HB Granda. Hann sagði starfi sínu lausu sem for­stjóri Brims eftir ráðn­ing­una. 

Rann­veig og Anna töldu, sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins, að rétt væri að bíða með að ráða nýjan for­stjóra að minnsta kosti þar til yfir­tökutil­boð Brims í HB Granda væri um garð geng­ið.

Fjár­festar hafa frest fram á föstu­dag til að taka afstöðu til þess. Guð­mundur taldi hins vegar æski­legt að það lægi fyrir hver yrði for­stjóri útgerð­ar­innar á meðan yfir­tökutil­boðið væri enn í gildi til þess að það kæmi fjár­festum ekki í opna skjöldu, segir í frétt­inn­i. 

Auglýsing

Meiri­hluti stjórn­­ar HB Granda valdi Guð­­mund sem for­­stjóra ­út­­­gerð­­ar­­fé­lags­ins þann 21. júní síð­ast­lið­inn. Í til­­kynn­ingu á vef Kaup­hall­ar­innar sagði að meiri­hluti stjórnar félags­­ins hefði tekið ákvörð­un­ina á fundi sam­hliða ákvörðun um gerð starfs­loka­­samn­ings fyrir Vil­hjálm Vil­hjálms­­son, frá­­far­andi for­­stjóra félags­­ins. Í kjöl­farið skipti stjórn með sér verkum á ný og var Magnús Gúst­afs­­son, ­fyrr­ver­andi for­stjóri Cold­wa­ter í Banda­ríkj­un­um, ­kjör­inn nýr stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur.

Guð­­mundur Krist­jáns­­son er fyrr­ver­andi for­­stjóri útgerð­­ar­­fé­lags­ins Brims, en eins og Kjarn­inn hefur greint frá keypti hann 34,1 pró­sent eign­­ar­hlut Krist­jáns Lofts­­sonar og Hall­­dórs Teits­­sonar í HB Granda. Kaupin námu tæp­­lega 21,7 millj­­örðum króna. Guð­­mundur bauð sig svo fram í stjórn félags­­ins en var val­inn stjórn­­­ar­­for­­maður á aðal­­fund­i HB Granda þann 4. maí síð­­ast­lið­inn.

Sam­kvæmt Mark­að­inum bar ráðn­ingu Guð­mundar í emb­ætti for­stjóra brátt að og á hún að hafa komið mörgum stórum hlut­höfum í HB Granda á óvart, ekki síst í ljósi þess að hann hafði aðeins tæp­lega tveimur mán­uðum áður verið kjör­inn í stjórn sem for­mað­ur.

„Guð­mundur á að hafa látið í það skína í sam­tölum við hlut­hafa að ekki stæði til á næst­unni að ráða nýjan for­stjóra í stað Vil­hjálms. Þeir hafi hins vegar margir hverjir engu að síður átt von á því að nýr for­stjóri yrði síðar feng­inn að félag­inu enda hafi Guð­mundur ekki farið leynt með þau áform sín að vilja ná fram breyt­ingum á rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Þeir hlut­hafar gerðu þó fæstir ráð fyrir því að Guð­mundur sjálfur myndi verða for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins,“ segir í Mark­að­in­um.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent