Fundað 30 sinnum í úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Á þremur árum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fundað 30 sinnum. Meðalmálsmeðferðartíminn styttist milli ára, samkvæmt forsætisráðherra.

Alþingi
Alþingi
Auglýsing

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál fund­aði þrjá­tíu sinnum á árunum 2015 til 2017, eða átta sinnum árið 2015, tólf sinnum árið 2016 og tíu sinnum árið 2017. Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Birni Leví Gunn­ars­syni um upp­lýs­inga­mál sem birt­ist í gær.

Björn Leví spyr hvort skýr­ingar séu á því hvers vegna mál bíði allt að 392 daga frá kæru og þar til úrskurður er kveð­inn upp.

Í svari ráð­herra er bent á að með­al­máls­með­ferð­ar­tím­inn stytt­ist milli áranna 2017 og 2018 úr 391 degi að með­al­tali í 210 daga, eða um 46 pró­sent. Í fyrstu skýrslu for­sæt­is­ráð­herra, sem lögð var fram á Alþingi í maí 2016, segir að máls­með­ferð­ar­tím­inn hafi ekki styst eins og vonir hafi staðið til. Ástæð­una sé lík­lega fyrst og fremst að rekja til auk­ins fjölda erinda, þar með talið kæru­mála, til nefnd­ar­inn­ar. Þessi þróun hafi meðal ann­ars vera talin stafa af breyt­ingum á gild­is­sviði upp­lýs­inga­laga, af auk­inni umfjöllun um nefnd­ina í fjöl­miðlum og af vit­und­ar­vakn­ingu almenn­ings um kæru­leið til nefnd­ar­inn­ar.

Auglýsing

Umfang kæru­mála vaxið

Sam­hliða þess­ari þróun hefur umfang ein­stakra kæru­mála vax­ið, segir í svar­inu. Í kjöl­far hruns íslenska fjár­mála­kerf­is­ins árið 2008 hafi nefnd­inni til að mynda verið nauð­syn­legt að leysa úr rétti til aðgangs að umfangs­miklum gagna­söfnum í fórum stjórn­valda, til dæmis hjá Þjóð­skjala­safni og Fjár­mála­eft­ir­lit­in­u. Loks sé fyr­ir­hug­uðum aðgerðum til að stytta máls­með­ferð­ar­tíma nefnd­ar­innar lýst, það er að bjóða laga­nemum starfs­nám hjá nefnd­inni og ráða sum­ar­starfs­mann.

Í svar­inu er bent á að í annarri skýrslu for­sæt­is­ráð­herra frá því í maí 2017 komi fram að afrakstur þess­ara aðgerða hafi birst í auknum fjölda úrskurða. Ástæða sé til að ætla að máls­með­ferð­ar­tími nefnd­ar­innar hafi náð hámarki árið 2016, þar sem 391 dagur leið að með­al­tali frá kæru til úrskurð­ar. Þessi ályktun fái stoð í þriðju skýrslu for­sæt­is­ráð­herra frá því í maí 2018, þar sem fram kemur að sama tala fyrir árið 2017 hafi verið 210 dag­ar.

Ráð­herra segir að hvað ein­stök mál varði geti máls­með­ferðin taf­ist af ýmsum öðrum ástæðum en önnum í starfi úrskurð­ar­nefnd­ar­innar almennt, svo sem af örð­ug­leikum við að afla nauð­syn­legra gagna.

Mark­miðið að ­með­al­máls­með­ferð­ar­tími verði 90 dagar

Björn Leví spyr jafn­framt hvort ráð­herra telji að ásætt­an­legt sé að nefnd­ar­menn úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál starfi í hluta­starfi í ljósi þess hve langur með­al­af­greiðslu­tími mála er hjá nefnd­inni.

Ráð­herra segir að mark­mið for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins sé að með­al­máls­með­ferð­ar­tími kæru­mála sem lýkur með úrskurði verði 90 dag­ar. Starfs­hlut­fall nefnd­ar­manna sé eitt þeirra atriða sem munu koma til skoð­unar til að ná því mark­miði.

Enn fremur spyr Björn Leví hvaða sjón­ar­mið séu lögð til grund­vallar varð­andi for­gangs­röðun mála sem tekin eru til afgreiðslu hjá úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál. „Meg­in­reglan er sú að kærur fá afgreiðslu í þeirri röð sem þær ber­ast. Sú röð getur þó riðl­ast vegna tafa við gagna­öflun eða vegna umfangs og eðlis mála,“ segir í svar­inu. Við þetta megi bæta að reynt sé að hraða með­ferð kæru­mála fjöl­miðla eins og kostur er með hlið­sjón af hlut­verki þeirra í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent