Fundað 30 sinnum í úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Á þremur árum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fundað 30 sinnum. Meðalmálsmeðferðartíminn styttist milli ára, samkvæmt forsætisráðherra.

Alþingi
Alþingi
Auglýsing

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál fund­aði þrjá­tíu sinnum á árunum 2015 til 2017, eða átta sinnum árið 2015, tólf sinnum árið 2016 og tíu sinnum árið 2017. Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Birni Leví Gunn­ars­syni um upp­lýs­inga­mál sem birt­ist í gær.

Björn Leví spyr hvort skýr­ingar séu á því hvers vegna mál bíði allt að 392 daga frá kæru og þar til úrskurður er kveð­inn upp.

Í svari ráð­herra er bent á að með­al­máls­með­ferð­ar­tím­inn stytt­ist milli áranna 2017 og 2018 úr 391 degi að með­al­tali í 210 daga, eða um 46 pró­sent. Í fyrstu skýrslu for­sæt­is­ráð­herra, sem lögð var fram á Alþingi í maí 2016, segir að máls­með­ferð­ar­tím­inn hafi ekki styst eins og vonir hafi staðið til. Ástæð­una sé lík­lega fyrst og fremst að rekja til auk­ins fjölda erinda, þar með talið kæru­mála, til nefnd­ar­inn­ar. Þessi þróun hafi meðal ann­ars vera talin stafa af breyt­ingum á gild­is­sviði upp­lýs­inga­laga, af auk­inni umfjöllun um nefnd­ina í fjöl­miðlum og af vit­und­ar­vakn­ingu almenn­ings um kæru­leið til nefnd­ar­inn­ar.

Auglýsing

Umfang kæru­mála vaxið

Sam­hliða þess­ari þróun hefur umfang ein­stakra kæru­mála vax­ið, segir í svar­inu. Í kjöl­far hruns íslenska fjár­mála­kerf­is­ins árið 2008 hafi nefnd­inni til að mynda verið nauð­syn­legt að leysa úr rétti til aðgangs að umfangs­miklum gagna­söfnum í fórum stjórn­valda, til dæmis hjá Þjóð­skjala­safni og Fjár­mála­eft­ir­lit­in­u. Loks sé fyr­ir­hug­uðum aðgerðum til að stytta máls­með­ferð­ar­tíma nefnd­ar­innar lýst, það er að bjóða laga­nemum starfs­nám hjá nefnd­inni og ráða sum­ar­starfs­mann.

Í svar­inu er bent á að í annarri skýrslu for­sæt­is­ráð­herra frá því í maí 2017 komi fram að afrakstur þess­ara aðgerða hafi birst í auknum fjölda úrskurða. Ástæða sé til að ætla að máls­með­ferð­ar­tími nefnd­ar­innar hafi náð hámarki árið 2016, þar sem 391 dagur leið að með­al­tali frá kæru til úrskurð­ar. Þessi ályktun fái stoð í þriðju skýrslu for­sæt­is­ráð­herra frá því í maí 2018, þar sem fram kemur að sama tala fyrir árið 2017 hafi verið 210 dag­ar.

Ráð­herra segir að hvað ein­stök mál varði geti máls­með­ferðin taf­ist af ýmsum öðrum ástæðum en önnum í starfi úrskurð­ar­nefnd­ar­innar almennt, svo sem af örð­ug­leikum við að afla nauð­syn­legra gagna.

Mark­miðið að ­með­al­máls­með­ferð­ar­tími verði 90 dagar

Björn Leví spyr jafn­framt hvort ráð­herra telji að ásætt­an­legt sé að nefnd­ar­menn úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál starfi í hluta­starfi í ljósi þess hve langur með­al­af­greiðslu­tími mála er hjá nefnd­inni.

Ráð­herra segir að mark­mið for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins sé að með­al­máls­með­ferð­ar­tími kæru­mála sem lýkur með úrskurði verði 90 dag­ar. Starfs­hlut­fall nefnd­ar­manna sé eitt þeirra atriða sem munu koma til skoð­unar til að ná því mark­miði.

Enn fremur spyr Björn Leví hvaða sjón­ar­mið séu lögð til grund­vallar varð­andi for­gangs­röðun mála sem tekin eru til afgreiðslu hjá úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál. „Meg­in­reglan er sú að kærur fá afgreiðslu í þeirri röð sem þær ber­ast. Sú röð getur þó riðl­ast vegna tafa við gagna­öflun eða vegna umfangs og eðlis mála,“ segir í svar­inu. Við þetta megi bæta að reynt sé að hraða með­ferð kæru­mála fjöl­miðla eins og kostur er með hlið­sjón af hlut­verki þeirra í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent