Íslendingar eru meðal skuldsettustu þjóða heimsins ef einungis er litið til skulda þegar litið er til heimila og fyrirtækja. Þær hafa þó lækkað töluvert frá hruni, en árið 2009 setti Ísland sögulegt heimsmet í skuldasöfnun heimila.
Samkvæmt nýbirtum tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins námu skuldir íslenskra einkaaðila, ásamt lánum og skuldabréfum, 259% af landsframleiðslu árið 2016. Þetta hlutfall er það sjöunda hæsta í heimi, en aðeins smáríki og skattaskjól eru ofar á listanum. Íslenska skuldahlutfallið er það þriðja hæsta í Evrópu, en það er einungis hærri í Lúxemborg og á Írlandi. Til samanburðar við Ísland eru skuldahlutfall einstaklinga í Þýskalandi um 105% af landsframleiðslu, eða tveir fimmtungar íslenska hlutfallsins.
Frábrugðið Norðurlöndum
Skuldsetning Íslendinga er hæst allra Norðurlanda og hefur verið það síðustu tvo áratugi en hefur þó lækkað umtalsvert frá hruni. Árið 2016 var hlutfallið á Íslandi svipað því norska, en sú staða hefur ekki komið upp síðan 1998.
Að meðaltali hefur hlutfall einstaklingsskulda í Skandinavíu haldist á bilinu 120-250% af landsframleiðslu frá aldamótum, en Ísland hefur á sama tíma skorið sig nokkuð úr þeirri þróun á sama tíma. Á uppgangstímanum fyrir hrun 2002-2008 tóku skuldir íslenskra heimila að aukast hratt, ólíkt hinum, og náði hámarki árið 2009 þegar skuldir heimila námu 640%, eins og sést á mynd hér að neðan.
Sögulegt heimsmet
Hlutfallið á Íslandi árið 2009 sker sig reyndar líka úr þegar litið er til annarra landa, en þetta er langhæstu tölur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um skuldsetningu heimila frá því mælingar sjóðsins hófust árið 1950. Mælingarnar eru tæplega 3600 talsins og ná til 158 landa, en efstu fimm mælingarnar eru allar frá Íslandi á tímabilinu 2008-2011.