Bréf umboðsmanns Alþingis birt of fljótt – Yfirfara verklag í kjölfarið

Bréf umboðsmanns Alþingis til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var aðgengilegt í svokallaðri fundagátt við móttöku þess en í bréfinu kom fram að umboðsmaður vildi ekki gera það opinbert fyrr en það hefði verið afhent og lagt fram á fundi nefndarinnar.

Alþingi - gluggi
Auglýsing

For­sætis­nefnd tók til umfjöll­unar á fundi sínum þann 5. mars ábend­ingu um ótíma­bæra birt­ingu á efni bréfs umboðs­manns Alþingis til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í til­efni af umfjöllun hennar um ákvarð­anir dóms­mála­ráð­herra og verk­lag við vinnslu til­lögu til Alþingis um skipan dóm­ara í Lands­rétt.

Í bréfi umboðs­manns frá því 2. mars síð­ast­lið­inn kom fram að hann mundi ekki gera bréfið opin­bert fyrr en það hefði verið afhent og lagt fram á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.

Bréfið var hins vegar aðgengi­legt í svo­kall­aðri funda­gátt við mót­töku þess. Fjallað var um efni þess í Frétta­blað­inu 5. mars 2018 áður en það var lagt fyrir nefnd­ina. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hefur af þessu til­efni ákveðið að gögn, sem ekki varða ein­stök þing­mál sem hún hefur til með­ferð­ar, verði ekki aðgengi­leg í funda­gátt nema sam­kvæmt ákvörðun henn­ar.

Þetta kemur fram í svari for­seta Alþingis við fyr­ir­spurn frá Óla Birni Kára­syni um með­ferð trún­að­ar­upp­lýs­inga og skyldur þing­manna sem birt­ist á fimmtu­dag­inn í síð­ustu viku.

Auglýsing

Ekki fengið kæru um „leka“

Óli Björn spurði hvort for­sætis­nefnd hefði fengið kvörtun, kæru eða ábend­ingu vegna „leka“ á trún­að­ar­upp­lýs­ingum sem þing­nefndir eða þing­menn hafa feng­ið. Hann spurði jafn­framt hvort for­sætis­nefnd hefði gripið til ein­hverra ráð­staf­ana eða kannað rétt­mæti slíkra kvart­ana.

Í svar­inu segir að frá og með 143. lög­gjaf­ar­þingi hafi for­sætis­nefnd ekki fengið til með­ferðar kæru um leka á trún­að­ar­upp­lýs­ingum sem þing­nefndir eða þing­menn hafa fengið til umfjöll­un­ar.

Forsætisnefnd Mynd: Bragi Þór Jósefsson

Í svar­inu segir þó að nefndin hafi tví­vegis fjallað um með­ferð trún­að­ar­upp­lýs­inga í þing­nefnd­um. Í fyrra sinn hafi það verið í til­efni af ósk for­manns stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar þar sem farið var fram á að for­sætis­nefnd tæki til umræðu með­ferð trún­að­ar­gagna í þing­nefndum og aðgengi að gögnum þing­nefnda á lok­uðu vef­svæði þeirra, eða svo­kall­aðri funda­gátt.

Ekki hafi verið vísað til ákveð­ins máls eða upp­lýs­inga. Á fundi for­sætis­nefndar þann 5. febr­úar síð­ast­lið­inn hafi málið verið rætt og sam­þykkt að for­seti mundi, í sam­ráði við skrif­stofu þings­ins og nefnda­svið þess, kanna hvernig best mætti haga aðgangi að fund­ar­gögnum fasta­nefnda, sér­stak­lega með til­liti til þess að hvaða gögnum yrði frjáls aðgang­ur, um hvaða gögn skyldi ríkja trún­aður sam­kvæmt reglum for­sætis­nefndar og hvaða gögn nefndir ósk­uðu eftir að væru trún­að­ar­gögn um tíma og yrði þá ekki dreift á fundi.

Í seinna skiptið hafi verið um að ræða bréf umboðs­manns Alþingis sem birt­ist á funda­gátt­inni og greint er frá hér að ofan. 

Yfir­fara allt verk­lag

Í svar­inu segir enn fremur að af til­efni fram­an­greindu og að frum­kvæði for­seta Alþingis hafi þessi mál verið til sér­stakrar athug­unar innan skrif­stof­unnar og á nefnda­sviði. Meg­in­á­herslan hafi verið á að fylgja skuli fyr­ir­mælum reglna for­sætis­nefndar um með­ferð trún­að­ar­upp­lýs­inga. Athug­unin hafi jafn­framt beinst að því að yfir­fara allt verk­lag, ekki síst eftir að þing­menn fasta­nefnda hófu að geta sótt fund­ar­gögn nefndar í funda­gátt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent