Danske bank ásakaður um peningaþvætti sem nemur 890 milljörðum

Meint peningaþvætti Danske bank er metið á um 890 milljarða íslenskra króna, en það er tvöfalt meira en áður var talið.

Húsnæði Danske bank hjá Holmens Kanal í Kaupmannahöfn.
Húsnæði Danske bank hjá Holmens Kanal í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Danske bank er ásakaður um að hafa stundað peningaþvætti fyrir u.þ.b. 890 milljarða íslenskra króna í gegnum útibúið sitt í Eistlandi. Þetta kom fram í frétt Berlingske í gær, en Bloomberg fjallar einnig um málið. 

Ásökunin, sem tengist hinu svokallaða Magnitskij-máli, snýr að starfsemi útibús Danske bank í Eistlandi. Útibúið átti að hafa tekið á móti stórum fjárhæðum frá erlendum viðskiptavinum, mörgum hverjum frá löndum sem hafa veikar varnir gegn peningaþvætti, líkt og Rússlandi, Moldóvu og Azerbaijan. 

Bankinn bauð upp á þjónustu til erlendra viðskiptavina allt til ársins 2015, en byrjaði að draga úr starfseminni tveimur árum fyrr eftir að grunsemdir vöknuðu í kjölfar skýrslu frá innanbúðarmönnum árið 2013. Stuttu seinna hóf bankinn eigin rannsókn á málinu. Eftir töluverða fjölmiðlaumfjöllun um málið jók bankinn umfang rannsóknarinnar síðastliðinn september og skoðaði færslur viðskiptavina frá árinu 2007. 

Auglýsing

Rannsókn, uppsögn og afsökunarbeiðni

Mánuði seinna hófst formleg rannsókn franskra yfirvalda á Danske bank, sem lauk síðastliðinn janúar. Í apríl sagði svo Lars Mørch, rekstrarstjóri alþjóðaviðskipta bankans frá 2012, af sér og mánuði seinna baðst framkvæmdastjórinn Thomas Borgen opinberlega afsökunar á starfseminni.

Á svipuðum tíma gerði fjármálaeftirlit Danmerkur einnig athugasemdir við svifaseinum aðgerðum Danske bank vegna óeðlilega mikils gróða frá erlendum viðskiptavinum, en eftirlitið gaf átta tilmæli sem bankinn átti að framfylgja. Þó sagði Jesper Berg, forstjóri  fjármálaeftirlitsins, að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til þess að hefja formlega rannsókn.   

Í gærkvöldi birti svo Berlingske frétt þar sem upphæð peningaþvættisins er sögð hafa numið um 53 milljarða danskra króna, sem jafngildir u.þ.b. 890 milljörðum íslenskra króna. Þetta er tvöföld upphæð frá því sem áður var talið. Fréttin virðist hafa veikt traust hluthafa í garð Danske bank, en hlutabréfaverð bankans féll í gær um 3% eftir birtingu hennar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent