Fleiri hlynntir en andvígir Borgarlínu

Öllu fleiri Íslendingar 18 ára og eldri eru hlynntir Borgarlínunni en andvígir. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Íbúar Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs hlynntir en í Garðabæ eru fleiri andvígir en hlynntir.

Lega Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu
Auglýsing

Öllu fleiri Íslendingar 18 ára og eldri eru hlynntir Borgarlínunni en andvígir. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Um 45 prósent eru hlynnt Borgarlínunni en hátt í 28 prósent andvíg. Þá eru tæplega 27 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni.

Ungt fólk er hlynntara en eldra. Svarendur á aldrinum 18-39 ára eru hlynntastir en þeir sem eru 50-59 ára eru andvígastir Borgarlínunni. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru jafnframt hlynntari Borgarlínu en aðrir Íslendingar. Milli 53 og 54 prósent Reykvíkinga eru hlynnt henni og naumlega 26 prósent andvíg.

Íbúar nágrannasveitafélaga Reykjavíkur eru ekki jafn hlynntir Borgarlínunni en þó segjast um 43 prósent þeirra hlynnt en rúmlega 28 prósent andvíg.

Auglýsing

Þeirsem hafa háskólapróf eru talsvert hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa grunnmenntun og framhaldsskóla- eða iðnmenntun. Um 56 prósent háskólamenntaðra eru hlynnt henni, en aðeins um 34 prósent grunnskólamenntaðra og 36 prósent framhalds- eða iðnmenntaðra.

Afstaða til Borgarlínunnar er afar breytileg eftir stjórnmálaskoðun. Um 8-17 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins eru hlynnt henni á móti um 69-81 prósent kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar.

Sama spurning var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu í janúar síðastliðinn. Nokkur breyting hefur orðið á viðhorfi Íslendinga á Borgarlínu síðan þá, en 53 prósent voru hlynnt henni í janúar, samanborið við 45 prósent nú í júní. Fleiri eru nú andvígir eða segjast í meðallagi hlynntir/andvígir Borgarlínunni en í janúar. Viðhorf kvenna hefur breyst töluvert, auk þess sem íbúar höfuðborgarsvæðisins eru ekki eins hlynntir Borgarlínunni og í janúar. Mesta breytingin varð þó á viðhorfi íbúa Vesturlands og Vestfjarða, auk Suðurlands og Reykjaness, þar sem færri eru nú hlynntir Borgarlínunni en í janúar.

Viðhorf nokkurra kjósendahópa hefur breyst mikið síðan síðasta mæling fór fram, en hlutfall andvígra meðal kjósenda Flokks fólksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur hækkað mikið og nú er meirihluti allra þessara kjósendahópa andvígur Borgarlínunni. Fleiri kjósendur Viðreisnar eru nú hlynntir Borgarlínunni en í janúar.

Af þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru íbúar miðborgarinnar, Vesturbæjar og Seltjarnarness ásamt þeim sem búa í Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og Bústöðum hlynntastir Borgarlínunni, eða yfir 58 prósent. Hafnfirðingar og Kópavogsbúar hafa svipað viðhorf til Borgarlínu en sveitarfélagið Garðabær sker sig úr hvað viðhorf til hennar varðar, því þar eru fleiri andvígir en hlynntir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent