Raab nýr ráðherra í Brexit-málum

Dominic Raab hefur tekið við sem svokallaður Brexit-ráðherra í ríkisstjórn Bretlands eftir afsögn forvera hans David Davis í gær.

Dominic Raab, nýr ráðherra Brexit-mála í bresku ríkisstjórninni
Dominic Raab, nýr ráðherra Brexit-mála í bresku ríkisstjórninni
Auglýsing

Dominic Raab hefur tekið við sem ráðherra Brexit-mála í ríkisstjórn Theresu May í Bretlandi. Ráðning Raab kemur í kjölfar afsagnar forvera hans David Davis í gærkvöldi. Frá þessu er greint á vef The Guardian.

Raab hefur verið yfirlýstur stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, en hann spilaði veigamikinn þátt í kosningabaráttu aðskilnaðarsinna í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Samkvæmt Guardian mætti líta á ráðningu Raab sem sniðgöngu ríkisstjórnarinnar á Michael Gove, sem væri augljós valkostur í stöðuna. 

Afsögn Davis kemur í kjölfar afsagnar annars ráðherra í ríkisstjórninni sem sá um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Steve Baker. Vegna þeirra þurfti Theresa May að velja í nýjar ráðherrastöður á sama tíma og hún þarf að sannfæra alla stjórnarþingmenn til að styðja áætlun hennar. 

Auglýsing

Takist May ekki að sannfæra alla þingmenn sína gæti staða hennar sem forsætisráðherra Bretlands verið í hættu, en ef 15 prósent samflokksmanna hennar á þingi samþykkja ekki nýju ríkisstjórnina geta þau lagt fram vantrauststillögu á hendur May.  Hins vegar er ólíklegt að mati Guardian að tillagan yrði samþykkt, nái hún í gegn. 

Davis hafði áður sagst ekki geta lengur unað við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stefna að „mjúkri“ útgöngu úr Evrópusambandinu, en sú stefna miðar að fríverslunarsvæði milli Bretlands og ESB þar sem bæði svæðin lúta sömu reglum. 

Í afsagnarbréfi sínu ítrekar Davis þessar áhyggjur og sagði stefnuna munu gefa Evrópusambandinu gríðarleg völd yfir breska hagkerfið og ekki gefa landinu sínu sjálfstjórn í neinum raunverulegum skilningi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent