Madsa ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna gruns um mengunar af bakteríunni Listeria monocytogenes. Þetta kemur fram í nýbirtri frétt frá Reykjavíkurborg.
Vörurnar sem um ræðir eru frá vörumerkinu Pinguin. Þær bera heitið Sweet Corn Kernels og Mexican Mixed Vegetables. Þeir aðilar sem eiga umræddar vörur eru beðnir um að neyta þær ekki.
Auglýsing
Kjarninn hefur áður fjallað um yfirstandandi listeríufaraldur í Evrópu, en hann hefur geisað um fimm Evrópusambandslönd frá árinu 2015. Samkvæmt frétt frá Matvælaeftirliti Evrópusambandsins í síðasta mánuði höfðu alls 47 manns sýkst og níu dáið vegna sjúkdómsins.
Sérfræðingar á vegum matvælaeftirlitsins leituðu upptaka bakteríunnar, en þeir telja hana koma frá ungverskum verksmiðjum fyrir smásölurisann Coop. Þarsíðasta föstudag innkallaði svo ungverska matvælastofnunin allar frosnar grænmetisvörur sem framleiddar voru í umræddum verksmiðjum.