VÍS sendir frá sér afkomuviðvörun vegna þróunar á markaði

VÍS skilar 1,1 milljarða króna lægri afkomu á öðrum ársfjórðungi en áður var spáð, en félagið segir ástæðuna vera brunatjón í Perlunni og Miðhrauni á tímabilinu auk óhagstæðrar þróunar á hlutabréfamarkaði.

Höfuðstöðvar VÍS
Höfuðstöðvar VÍS
Auglýsing

Vátrygg­inga­fé­lag Íslands gerði grein fyrir í dag að afkoma félags­ins á öðrum árs­fjórð­ungi sé um 1,1 millj­arði lægri en afkomu­spá hafði gert ráð fyr­ir. Þetta kom fram í til­kynn­ingu félags­ins sem birt­ist á vef Kaup­hall­ar­innar þann 20. júní auk ann­arar til­kynn­ing­ar­innar á vef Kaup­hall­ar­innar fyrr í dag.

Í  til­kynn­ingu VÍS þann 20. júní var reiknað með að hagn­aður félags­ins yrði 92 millj­ónir króna fyrir skatta á öðrum árs­fjórð­ungi, í stað 792 millj­óna króna sem áður var spáð. Ástæða lækk­un­ar­innar voru tvö bruna­tjón sem áttu sér stað á tíma­bil­inu, ann­ars vegar í Perlunni og hins vegar í Mið­hrauni.

Sam­kvæmt VÍS er afar óvenju­legt að tvö tjón af slíkri stærð­argráðu eigi sér stað á sama árs­fjórð­ungi. Bæði tjónin séu af umfangi sem ekki hefur sést hjá VÍS síðan í óveðr­inu í mars 2015 og brun­anum í Skeif­unni sum­arið 2014. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu Kaup­hall­ar­innar fyrr í dag var svo gert ráð fyrir frek­ari lækkun afkomu um aðrar 392 millj­ónir íslenskra króna, en sam­kvæmt félag­inu er aðal­á­stæða þeirrar lækk­unar óhag­stæð þróun á verð­bréfa­mörk­uðum síð­ustu daga í júní. Því skil­aði vátrygg­inga­fé­lagið 300 millj­óna tapi á öðrum árs­fjórð­ungi.

Afkomu­við­vörun VÍS kemur tveimur dögum eftir við­vörun ann­ars stórs félags í Kaup­höll­inni, en Kjarn­inn greindi frá lækkun afkomu­spár Icelandair um nær 30% á sunnu­dag­inn. Í kjöl­farið lækk­aði verð á hluta­bréfum flug­fé­lags­ins um fjórð­ung. 

Origo selur hlut í Tempo fyrir 4,3 milljarða
Söluhagnaður Origo er um þrír milljarðar og hækkar virði eftirstandandi hlutar félagsins í Tempo um tvo milljarða í bókum félagsins.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Bjarni Már Júlíusson
Bjarni Már: Uppsögn mín úr starfi framkvæmdastjóra óverðskulduð og meiðandi
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segist hafa fengið kaldar kveðjur eftir 6 ára farsæl störf í þágu OR og Orku náttúrunnar.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Uppsögn Áslaugar Thelmu talin réttmæt
Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns Orku Náttúrunnar, var réttmæt að mati innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Öll 12 mánaða gömul börn eiga að fá tryggt leikskólapláss fyrir lok 2023
Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í 5,2 milljarða króna fjárfestingu á næstu fimm árum til að fjölga leikskólaplássum um 700-750. Nýir leikskólar verða meðal annars byggðir. Framkvæmdirnar eiga að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Íslendingar henda fjórfalt meira rusli í klósettið en Svíar
Alþjóðlegi klósettdagurinn er í dag, 19. nóvember, og er þema ársins 2018 salernislausnir í anda náttúrunnar, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Ari Skúlason
Hvernig kostnaði við einkavæðingu er velt á bankagjaldkera
Kjarninn 19. nóvember 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Norræn félagsfræði
Kjarninn 19. nóvember 2018
Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA.
Kvika kaupir GAMMA - Kaupverðið lækkað umtalsvert frá því í júní
Kaupverð Kviku á GAMMA hefur lækkað mikið frá því að viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð í júní. Hluti kaupverðsins er greiddur með hlutdeildarskírteinum í sjóðum GAMMA.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent