VÍS sendir frá sér afkomuviðvörun vegna þróunar á markaði

VÍS skilar 1,1 milljarða króna lægri afkomu á öðrum ársfjórðungi en áður var spáð, en félagið segir ástæðuna vera brunatjón í Perlunni og Miðhrauni á tímabilinu auk óhagstæðrar þróunar á hlutabréfamarkaði.

Höfuðstöðvar VÍS
Höfuðstöðvar VÍS
Auglýsing

Vátrygg­inga­fé­lag Íslands gerði grein fyrir í dag að afkoma félags­ins á öðrum árs­fjórð­ungi sé um 1,1 millj­arði lægri en afkomu­spá hafði gert ráð fyr­ir. Þetta kom fram í til­kynn­ingu félags­ins sem birt­ist á vef Kaup­hall­ar­innar þann 20. júní auk ann­arar til­kynn­ing­ar­innar á vef Kaup­hall­ar­innar fyrr í dag.

Í  til­kynn­ingu VÍS þann 20. júní var reiknað með að hagn­aður félags­ins yrði 92 millj­ónir króna fyrir skatta á öðrum árs­fjórð­ungi, í stað 792 millj­óna króna sem áður var spáð. Ástæða lækk­un­ar­innar voru tvö bruna­tjón sem áttu sér stað á tíma­bil­inu, ann­ars vegar í Perlunni og hins vegar í Mið­hrauni.

Sam­kvæmt VÍS er afar óvenju­legt að tvö tjón af slíkri stærð­argráðu eigi sér stað á sama árs­fjórð­ungi. Bæði tjónin séu af umfangi sem ekki hefur sést hjá VÍS síðan í óveðr­inu í mars 2015 og brun­anum í Skeif­unni sum­arið 2014. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu Kaup­hall­ar­innar fyrr í dag var svo gert ráð fyrir frek­ari lækkun afkomu um aðrar 392 millj­ónir íslenskra króna, en sam­kvæmt félag­inu er aðal­á­stæða þeirrar lækk­unar óhag­stæð þróun á verð­bréfa­mörk­uðum síð­ustu daga í júní. Því skil­aði vátrygg­inga­fé­lagið 300 millj­óna tapi á öðrum árs­fjórð­ungi.

Afkomu­við­vörun VÍS kemur tveimur dögum eftir við­vörun ann­ars stórs félags í Kaup­höll­inni, en Kjarn­inn greindi frá lækkun afkomu­spár Icelandair um nær 30% á sunnu­dag­inn. Í kjöl­farið lækk­aði verð á hluta­bréfum flug­fé­lags­ins um fjórð­ung. 

Íbúðalánasjóður vill endurskilgreina viðmið um hvað sé hæfilegt leiguverð
Þau leigufélög sem eru með lán frá Íbúðalánasjóði eru að rukka leigu í samræmi við markaðsleigu eða aðeins undir henni. Íbúðalánasjóður segir markaðsleigu hins vegar ekki vera réttmætt viðmið og vill endurskilgreina hvað sé hæfilegt leiguverð.
Kjarninn 24. september 2018
ESB krefst rannsóknar á Danske Bank
Stærsti banki Danmerkur er nú í vondum málum vegna ásakana um peningaþvætti.
Kjarninn 24. september 2018
Niðurgreiðslur á póstsendingum milli landa að sliga Íslandspóst
Alþjóðasamningar um kostnaðarþátttöku í póstsendingum eru Íslandspósti og ríkisjóði dýrir.
Kjarninn 24. september 2018
Jákvæð áhrif staðla á norrænt efnahagslíf
Samkvæmt nýrri rannsókn hefur aukin notkun staðla jákvæð áhrif á efnahagslega þróun á Norðurlöndum.
Kjarninn 23. september 2018
Jáeindaskanni
Jáeindaskanninn stórt og tímafrekt verkefni
Forstjóri Landspítalans segir ákveðins misskilnings hafa gætt varðandi uppsetningu jáeindaskannans sem nú er kominn í notkun.
Kjarninn 23. september 2018
Ísland stendur sig ekki vel í meðhöndlun fráveitu
Ísland er í 2. sæti af 146 þjóðum þegar kemur að lífsgæðum og styrk félagslegra framfara samkvæmt nýjum lista Social Progress Imperative stofnunarinnar. Það sem dregur einkunn landsins niður er m.a. meðhöndlun fráveitu.
Kjarninn 23. september 2018
Úr mestu hækkun í heimi í snögga kólnun
Verulega hefur hægt á verðhækkunum á húsnæði að undanförnu. Verðlækkun mældist í ágúst. Þrátt fyrir það vantar ennþá þúsundir íbúa inn á markað til að mæta framboði, einkum litlar og meðalstórar íbúðir.
Kjarninn 23. september 2018
Af handaböndum og faðmlögum
Stundum er haft á orði að ekkert sé svo einfalt að ekki sé hægt að gera úr því stórmál. Fram til þessa hefur handaband og einfalt faðmlag ekki talist til stórmála en umræða um slíkt hefur nú ratað inn í sveitastjórnir í Danmörku, og danska þingið.
Kjarninn 23. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent