Plastbann gæti haft öfug áhrif

Mögulegt bann á allri plastnotkun gæti leitt til aukinnar mengunnar og hærra neytendaverðs ef ekki er farið rétt að, samkvæmt nýrri umfjöllun BBC.

Plastpoki í sjó Mynd: MichaelisScientists (Wiki Commons)
Auglýsing

Blátt bann á plast­notkun gæti haft slæm umhverf­is­á­hrif og leitt til auk­ins kostn­aðar meðal neyt­enda, væn­legra sé að stuðla að nýsköpun í plast­fram­leiðslu og styðja við minna vist­spor almenn­ings. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun BBC um plast­notkun á heims­vísu, sem kom út síð­asta föstu­dag.

Í frétt­inni er talað um nið­ur­stöður nýrrar skýrslu umhverf­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna, en sam­kvæmt henni hafa meira en 60 lönd kynnt laga­frum­vörp sem miða að því að minnka plast­poka­notkun og aðrar einnota plast­vör­ur. Í þessum mán­uði varð Van­úatú fyrsta landið til að banna einnota plast­poka, rör og mat­ar­hylki úr frauð­plasti, en Kjarn­inn fjall­aði áður um nýlegt bann á einnota plast­pokum í Boston.

Auglýsing

Vill banna plast í versl­unum

Í lok mars fyrr á þessu ári sendi Guð­mundur Andri Thors­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar frá sér þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þar sem umhverf­is­ráð­herra var hvattur til að banna plast­poka­notkun í versl­unum og gera inn­flytj­endum og fram­leið­endum skylt að merkja vörur sem hafa í sér plast­agn­ir. 

­Leiði þings­á­lykt­un­ar­til­lagan til laga­breyt­ingu myndi Ísland meðal ann­ars  feta í fót­spor Bangla­dess, Kína, Ítal­íu, Frakk­lands, en öll löndin hafa á ein­hvern hátt bannað notkun einnota plast­poka. 

Sam­kvæmt nýlegri umfjöllun BBC er yfir þriðj­ungur alls matar sem seldur er í Evr­ópu­sam­band­inu í plast­um­búð­um. Árlegt fram­leitt plast­magn fyrir svæðið nær um 15,8 millj­ónum tonna, en það jafn­gildir um 31 kílói á hvern íbú­a. 

Ekki bara jákvæð áhrif

Í umfjöll­un­inni er hins vegar einnig vikið að því hugs­an­legum vanda­málum sem gætu fylgt plast­banni, sé því ekki fylgt eftir með öðrum hag­kvæmum leiðum til að pakka inn mat. Sam­kvæmt við­mæl­endum frétta­stof­unnar gæti bannið ann­ars vegar skilað sér í hærri verði til neyt­enda, þar sem fram­leið­endur mæta auknum kostn­aði vegna nýrrar umpökk­unar með verð­hækkun á vörum sín­um. Hins vegar er mögu­leiki á nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum vegna banns­ins, m.a. vegna meiri elds­neyt­is­þarfar fyrir flutn­inga á gler­flöskum og mat­ar­só­unar vegna verri geymslu­þols.

Nýj­ungar í plast­fram­leiðslu

Sam­kvæmt BBC væri blátt bann á plast­fram­leiðslu ef til vill ekki æski­leg, en mörg fyr­ir­tæki eru nú þegar að prófa sig áfram með fram­leiðslu á nið­ur­brjót­an­legum plast­um­búð­um. Meðal þeirra er breski húð­vöru­fram­leið­and­inn Bull­dog og gos­drykkja­fram­leið­and­inn Coca Cola. Einnig er end­ur­unnið plast nú orðið mun ódýr­ara en nýtt plast vegna hækk­andi heims­mark­aðs­verðs á olíu síð­ustu miss­er­a. 

Einnig bendir BBC á leiðir til að minnka vist­spor fólks, til dæmis með end­ur­notkun á gömlum drykkj­ar­flösk­um. Slíkar aðferðir eru nú þegar til staðar í Finn­landi, Þýska­landi, Dan­mörku og að hluta til í Ástr­al­íu. Sam­kvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum gætu nýjar leiðir í þessum efnum sparað allt að átta millj­örðum banda­ríkja­dala á ári hverju.  

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
22. júlí
Kjarninn 22. júlí 2018
Birgir Hermannsson
Klúður Steingríms J. Sigfússonar
Kjarninn 22. júlí 2018
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
10 staðreyndir um Dansk Folkeparti
Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.
Kjarninn 22. júlí 2018
Sá mikli uppgangur sem á sér stað á Íslandi útheimtir mikið af nýju vinnuafli. Það vinnuafl þarf að sækja erlendis.
Erlendir ríkisborgarar orðnir 23 prósent íbúa í Reykjanesbæ
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga á Íslandi. Án komu þeirra myndi íbúum landsins fækka. Mjög mismunandi hvar þeir setjast að. Í Reykjanesbæ voru erlendir ríkisborgarar 8,6 prósent íbúa í lok árs 2011. Nú eru þeir 23 prósent þeirra.
Kjarninn 22. júlí 2018
Klámið í kjallarageymslunum
Í geymslum danska útvarpsins, DR, leynast margar útvarps- og sjónvarpsperlur. Danir þekkja margar þeirra en í geymslunum er einnig að finna efni sem fæstir hafa nokkurn tíma heyrt minnst á, hvað þá heyrt eða séð.
Kjarninn 22. júlí 2018
Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Verkfalli ljósmæðra aflýst
Ljósmæðrafélag Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni í ljósi þess að ríkissáttarsemjari hefur lagt fram miðlunartillögu.
Kjarninn 21. júlí 2018
Björn Leví Gunnarsson
Réttar skoðanir?
Kjarninn 21. júlí 2018
Guðmundur Andri Thorsson
Um kurteisi
Kjarninn 21. júlí 2018
Meira úr sama flokkiErlent