Plastbann gæti haft öfug áhrif

Mögulegt bann á allri plastnotkun gæti leitt til aukinnar mengunnar og hærra neytendaverðs ef ekki er farið rétt að, samkvæmt nýrri umfjöllun BBC.

Plastpoki í sjó Mynd: MichaelisScientists (Wiki Commons)
Auglýsing

Blátt bann á plast­notkun gæti haft slæm umhverf­is­á­hrif og leitt til auk­ins kostn­aðar meðal neyt­enda, væn­legra sé að stuðla að nýsköpun í plast­fram­leiðslu og styðja við minna vist­spor almenn­ings. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun BBC um plast­notkun á heims­vísu, sem kom út síð­asta föstu­dag.

Í frétt­inni er talað um nið­ur­stöður nýrrar skýrslu umhverf­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna, en sam­kvæmt henni hafa meira en 60 lönd kynnt laga­frum­vörp sem miða að því að minnka plast­poka­notkun og aðrar einnota plast­vör­ur. Í þessum mán­uði varð Van­úatú fyrsta landið til að banna einnota plast­poka, rör og mat­ar­hylki úr frauð­plasti, en Kjarn­inn fjall­aði áður um nýlegt bann á einnota plast­pokum í Boston.

Auglýsing

Vill banna plast í versl­unum

Í lok mars fyrr á þessu ári sendi Guð­mundur Andri Thors­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar frá sér þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þar sem umhverf­is­ráð­herra var hvattur til að banna plast­poka­notkun í versl­unum og gera inn­flytj­endum og fram­leið­endum skylt að merkja vörur sem hafa í sér plast­agn­ir. 

­Leiði þings­á­lykt­un­ar­til­lagan til laga­breyt­ingu myndi Ísland meðal ann­ars  feta í fót­spor Bangla­dess, Kína, Ítal­íu, Frakk­lands, en öll löndin hafa á ein­hvern hátt bannað notkun einnota plast­poka. 

Sam­kvæmt nýlegri umfjöllun BBC er yfir þriðj­ungur alls matar sem seldur er í Evr­ópu­sam­band­inu í plast­um­búð­um. Árlegt fram­leitt plast­magn fyrir svæðið nær um 15,8 millj­ónum tonna, en það jafn­gildir um 31 kílói á hvern íbú­a. 

Ekki bara jákvæð áhrif

Í umfjöll­un­inni er hins vegar einnig vikið að því hugs­an­legum vanda­málum sem gætu fylgt plast­banni, sé því ekki fylgt eftir með öðrum hag­kvæmum leiðum til að pakka inn mat. Sam­kvæmt við­mæl­endum frétta­stof­unnar gæti bannið ann­ars vegar skilað sér í hærri verði til neyt­enda, þar sem fram­leið­endur mæta auknum kostn­aði vegna nýrrar umpökk­unar með verð­hækkun á vörum sín­um. Hins vegar er mögu­leiki á nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum vegna banns­ins, m.a. vegna meiri elds­neyt­is­þarfar fyrir flutn­inga á gler­flöskum og mat­ar­só­unar vegna verri geymslu­þols.

Nýj­ungar í plast­fram­leiðslu

Sam­kvæmt BBC væri blátt bann á plast­fram­leiðslu ef til vill ekki æski­leg, en mörg fyr­ir­tæki eru nú þegar að prófa sig áfram með fram­leiðslu á nið­ur­brjót­an­legum plast­um­búð­um. Meðal þeirra er breski húð­vöru­fram­leið­and­inn Bull­dog og gos­drykkja­fram­leið­and­inn Coca Cola. Einnig er end­ur­unnið plast nú orðið mun ódýr­ara en nýtt plast vegna hækk­andi heims­mark­aðs­verðs á olíu síð­ustu miss­er­a. 

Einnig bendir BBC á leiðir til að minnka vist­spor fólks, til dæmis með end­ur­notkun á gömlum drykkj­ar­flösk­um. Slíkar aðferðir eru nú þegar til staðar í Finn­landi, Þýska­landi, Dan­mörku og að hluta til í Ástr­al­íu. Sam­kvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum gætu nýjar leiðir í þessum efnum sparað allt að átta millj­örðum banda­ríkja­dala á ári hverju.  

Magnús Halldórsson
Skynsamleg veiðigjöld og framþróun í sjávarútvegi
Kjarninn 25. september 2018
Kvóti Ögurvíkur metinn á 14,5 milljarða króna
Hluthafafundur hefur verið boðaður hjá HB Granda 16. október til að ræða kaup félagsins á Ögurvík af Brimi, félagsins sem forstjóri HB Granda, Guðmundur Kristjánsson, á að stærstum hluta.
Kjarninn 25. september 2018
Kristján Þór Júlíusson kynnir nýtt frumvarp á blaðamannafundi í dag.
Álagningu veiðigjalda breytt - Afkomutengingin færð nær í tíma
Töluverðar breytingar verða gerðar á því hvernig veiðigjöld í sjávarútvegi verði innheimt, samkvæmt frumvarpi til laga þar um.
Kjarninn 25. september 2018
N1 mun heita Festi
Hluthafafundur N1 hf. samþykkti í dag nýtt nafn á félagið og starfskjarastefnu sem gerir ráð fyrir lægri kaupaukagreiðslum en áður höfðu verið fyrirhugaðar hjá stjórn félagsins. Björgólfur Jóhannsson kemur nýr inn í stjórn.
Kjarninn 25. september 2018
Hannes segir Breta skulda Íslendingum afsökunarbeiðni
Beiting hryðjuverkalaganna bresku gegn Íslandi var ruddaleg og óþörf aðgerð og bresk stjórnvöld skulda þeim íslensku afsökunarbeiðni vegna hennar. Þetta kemur fram í skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem hann skilaði til fjármálaráðherra í dag.
Kjarninn 25. september 2018
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXX – Miðgarðsormarnir
Kjarninn 25. september 2018
Spá lítilli fjölgun ferðamanna næstu árin
Arion banki segir flugfargjöld einfaldlega of ódýr og að horfur séu á að íslensku flugfélögin borgi með hverjum farþega á þessu ári. Fargjöldin hafi ekki fylgt eldsneytisverði eftir að það tók að hækka í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri ferðaþjónuskýrslu.
Kjarninn 25. september 2018
Alþingi
Leggja til að launatekjur undir 300 þúsund verði skattfrjálsar
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn leggja fram þingsályktunartillögu um 54 milljarða tilfærslu á skattbyrði, af láglaunafólki og yfir á annars vegar hærri launaða og eignafólk og hins vegar ríkið.
Kjarninn 25. september 2018
Meira úr sama flokkiErlent