Plastbann gæti haft öfug áhrif

Mögulegt bann á allri plastnotkun gæti leitt til aukinnar mengunnar og hærra neytendaverðs ef ekki er farið rétt að, samkvæmt nýrri umfjöllun BBC.

Plastpoki í sjó Mynd: MichaelisScientists (Wiki Commons)
Auglýsing

Blátt bann á plast­notkun gæti haft slæm umhverf­is­á­hrif og leitt til auk­ins kostn­aðar meðal neyt­enda, væn­legra sé að stuðla að nýsköpun í plast­fram­leiðslu og styðja við minna vist­spor almenn­ings. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun BBC um plast­notkun á heims­vísu, sem kom út síð­asta föstu­dag.

Í frétt­inni er talað um nið­ur­stöður nýrrar skýrslu umhverf­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna, en sam­kvæmt henni hafa meira en 60 lönd kynnt laga­frum­vörp sem miða að því að minnka plast­poka­notkun og aðrar einnota plast­vör­ur. Í þessum mán­uði varð Van­úatú fyrsta landið til að banna einnota plast­poka, rör og mat­ar­hylki úr frauð­plasti, en Kjarn­inn fjall­aði áður um nýlegt bann á einnota plast­pokum í Boston.

Auglýsing

Vill banna plast í versl­unum

Í lok mars fyrr á þessu ári sendi Guð­mundur Andri Thors­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar frá sér þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þar sem umhverf­is­ráð­herra var hvattur til að banna plast­poka­notkun í versl­unum og gera inn­flytj­endum og fram­leið­endum skylt að merkja vörur sem hafa í sér plast­agn­ir. 

­Leiði þings­á­lykt­un­ar­til­lagan til laga­breyt­ingu myndi Ísland meðal ann­ars  feta í fót­spor Bangla­dess, Kína, Ítal­íu, Frakk­lands, en öll löndin hafa á ein­hvern hátt bannað notkun einnota plast­poka. 

Sam­kvæmt nýlegri umfjöllun BBC er yfir þriðj­ungur alls matar sem seldur er í Evr­ópu­sam­band­inu í plast­um­búð­um. Árlegt fram­leitt plast­magn fyrir svæðið nær um 15,8 millj­ónum tonna, en það jafn­gildir um 31 kílói á hvern íbú­a. 

Ekki bara jákvæð áhrif

Í umfjöll­un­inni er hins vegar einnig vikið að því hugs­an­legum vanda­málum sem gætu fylgt plast­banni, sé því ekki fylgt eftir með öðrum hag­kvæmum leiðum til að pakka inn mat. Sam­kvæmt við­mæl­endum frétta­stof­unnar gæti bannið ann­ars vegar skilað sér í hærri verði til neyt­enda, þar sem fram­leið­endur mæta auknum kostn­aði vegna nýrrar umpökk­unar með verð­hækkun á vörum sín­um. Hins vegar er mögu­leiki á nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum vegna banns­ins, m.a. vegna meiri elds­neyt­is­þarfar fyrir flutn­inga á gler­flöskum og mat­ar­só­unar vegna verri geymslu­þols.

Nýj­ungar í plast­fram­leiðslu

Sam­kvæmt BBC væri blátt bann á plast­fram­leiðslu ef til vill ekki æski­leg, en mörg fyr­ir­tæki eru nú þegar að prófa sig áfram með fram­leiðslu á nið­ur­brjót­an­legum plast­um­búð­um. Meðal þeirra er breski húð­vöru­fram­leið­and­inn Bull­dog og gos­drykkja­fram­leið­and­inn Coca Cola. Einnig er end­ur­unnið plast nú orðið mun ódýr­ara en nýtt plast vegna hækk­andi heims­mark­aðs­verðs á olíu síð­ustu miss­er­a. 

Einnig bendir BBC á leiðir til að minnka vist­spor fólks, til dæmis með end­ur­notkun á gömlum drykkj­ar­flösk­um. Slíkar aðferðir eru nú þegar til staðar í Finn­landi, Þýska­landi, Dan­mörku og að hluta til í Ástr­al­íu. Sam­kvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum gætu nýjar leiðir í þessum efnum sparað allt að átta millj­örðum banda­ríkja­dala á ári hverju.  

Börkur Smári Kristinsson
Á ég að gera það?
Kjarninn 9. desember 2018
Karolina Fund: Ljótu kartöflurnar
Viðar Reynisson stofnaði ljótu kartöflurnar. Hann safnar nú fyrir pökkunarvél til að gera pakkað þeim í neytendavænni umbúðir.
Kjarninn 9. desember 2018
Bjarni Jónsson
Á að afhjúpa jólasveinana – eða gæta friðhelgi þeirra?
Leslistinn 9. desember 2018
„Þau sem stjórna þessu landi vilja taka sér langt og gott jólafrí“
Formaður Eflingar segir að tíminn til viðræðna um boðlega lausn á kjaradeilum hafi ekki verið vel nýttur undanfarin misseri. Hún telur íslenska verkalýðsbaráttu hafa verið staðnaða árum saman.
Kjarninn 9. desember 2018
Segir Sigmund Davíð vera á meðal þeirra sem þögðu
Þingmaður Miðflokksins segist gera greinarmun á þeim sem töluðu á Klaustursbarnum og þeim sem þögðu án þess að grípa inn í níðingstalið. Hann telur formann flokksins vera á meðal þeirra sem þögðu.
Kjarninn 9. desember 2018
Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir konur
Árið 2017 bárust lögreglunni á Íslandi 870 tilkynningar um heimilisofbeldi. Sama ár voru 50.000 konur myrtar í heiminum af maka sínum eða fjölskyldumeðlim. Á síðustu 15 árum var helmingur þeirra manndrápa sem framin voru á Íslandi tengd heimilisofbeldi.
Kjarninn 9. desember 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Vísindin efla alla dáð
Kjarninn 9. desember 2018
Frederik Skøt og Toke Suhr.
Morðtól í tómstundabúð
Þegar tveir ungir menn, Toke Suhr og Frederik Skøt, opnuðu verslun í Kaupmannahöfn, fyrir tveim árum, grunaði þá ekki að vörur sem þeir hefðu til sölu yrðu notaðar til árása og manndrápa í Írak.
Kjarninn 9. desember 2018
Meira úr sama flokkiErlent