Plastbann gæti haft öfug áhrif

Mögulegt bann á allri plastnotkun gæti leitt til aukinnar mengunnar og hærra neytendaverðs ef ekki er farið rétt að, samkvæmt nýrri umfjöllun BBC.

Plastpoki í sjó Mynd: MichaelisScientists (Wiki Commons)
Auglýsing

Blátt bann á plast­notkun gæti haft slæm umhverf­is­á­hrif og leitt til auk­ins kostn­aðar meðal neyt­enda, væn­legra sé að stuðla að nýsköpun í plast­fram­leiðslu og styðja við minna vist­spor almenn­ings. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun BBC um plast­notkun á heims­vísu, sem kom út síð­asta föstu­dag.

Í frétt­inni er talað um nið­ur­stöður nýrrar skýrslu umhverf­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna, en sam­kvæmt henni hafa meira en 60 lönd kynnt laga­frum­vörp sem miða að því að minnka plast­poka­notkun og aðrar einnota plast­vör­ur. Í þessum mán­uði varð Van­úatú fyrsta landið til að banna einnota plast­poka, rör og mat­ar­hylki úr frauð­plasti, en Kjarn­inn fjall­aði áður um nýlegt bann á einnota plast­pokum í Boston.

Auglýsing

Vill banna plast í versl­unum

Í lok mars fyrr á þessu ári sendi Guð­mundur Andri Thors­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar frá sér þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þar sem umhverf­is­ráð­herra var hvattur til að banna plast­poka­notkun í versl­unum og gera inn­flytj­endum og fram­leið­endum skylt að merkja vörur sem hafa í sér plast­agn­ir. 

­Leiði þings­á­lykt­un­ar­til­lagan til laga­breyt­ingu myndi Ísland meðal ann­ars  feta í fót­spor Bangla­dess, Kína, Ítal­íu, Frakk­lands, en öll löndin hafa á ein­hvern hátt bannað notkun einnota plast­poka. 

Sam­kvæmt nýlegri umfjöllun BBC er yfir þriðj­ungur alls matar sem seldur er í Evr­ópu­sam­band­inu í plast­um­búð­um. Árlegt fram­leitt plast­magn fyrir svæðið nær um 15,8 millj­ónum tonna, en það jafn­gildir um 31 kílói á hvern íbú­a. 

Ekki bara jákvæð áhrif

Í umfjöll­un­inni er hins vegar einnig vikið að því hugs­an­legum vanda­málum sem gætu fylgt plast­banni, sé því ekki fylgt eftir með öðrum hag­kvæmum leiðum til að pakka inn mat. Sam­kvæmt við­mæl­endum frétta­stof­unnar gæti bannið ann­ars vegar skilað sér í hærri verði til neyt­enda, þar sem fram­leið­endur mæta auknum kostn­aði vegna nýrrar umpökk­unar með verð­hækkun á vörum sín­um. Hins vegar er mögu­leiki á nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum vegna banns­ins, m.a. vegna meiri elds­neyt­is­þarfar fyrir flutn­inga á gler­flöskum og mat­ar­só­unar vegna verri geymslu­þols.

Nýj­ungar í plast­fram­leiðslu

Sam­kvæmt BBC væri blátt bann á plast­fram­leiðslu ef til vill ekki æski­leg, en mörg fyr­ir­tæki eru nú þegar að prófa sig áfram með fram­leiðslu á nið­ur­brjót­an­legum plast­um­búð­um. Meðal þeirra er breski húð­vöru­fram­leið­and­inn Bull­dog og gos­drykkja­fram­leið­and­inn Coca Cola. Einnig er end­ur­unnið plast nú orðið mun ódýr­ara en nýtt plast vegna hækk­andi heims­mark­aðs­verðs á olíu síð­ustu miss­er­a. 

Einnig bendir BBC á leiðir til að minnka vist­spor fólks, til dæmis með end­ur­notkun á gömlum drykkj­ar­flösk­um. Slíkar aðferðir eru nú þegar til staðar í Finn­landi, Þýska­landi, Dan­mörku og að hluta til í Ástr­al­íu. Sam­kvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum gætu nýjar leiðir í þessum efnum sparað allt að átta millj­örðum banda­ríkja­dala á ári hverju.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent