Líkur á samdrætti aukast

Líklegt er að íslenska hagkerfið finni fyrir nokkrum samdrætti seinna á þessu ári samkvæmt tölfræðigreiningu ráðgjafafyrirtækisins Analytica.

Debetkortavelta og komur ferðamanna hafa farið minnkandi undanfarið.
Debetkortavelta og komur ferðamanna hafa farið minnkandi undanfarið.
Auglýsing

Leið­andi hag­vís­ir Ana­lyt­ica ­fyrir íslenska efna­hags­kerfið lækk­aði í síð­asta mán­uði og gefur til kynna að sam­dráttur gæti verið á næsta leiti. Þetta kemur fram í til­kynn­ing­u Ana­lyt­ica sem birt­ist fyrr í dag. 

Hag­vísir­inn, sem byggir á sex und­ir­þáttum efna­hags­lífs­ins, hefur verið birtur frá í apríl 2013 af ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­in­u Ana­lyt­ica. Sam­kvæmt Yngva Harð­ar­syni, fram­kvæmda­stjóra Ana­lyt­ica er hlut­verk vísi­töl­unnar að vara tím­an­lega við við­snún­ingi í efna­hags­málum með því að gefa vís­bend­ingu um stöðu hag­kerf­is­ins að sex mán­uðum liðn­um.  

Vísir­inn er reikn­aður á grund­velli sömu aðferð­ar­fræði og aðrar sam­bæri­legar leið­andi vísi­töl­ur, sér í lagi leið­andi vísi­tölu OECD. Hann byggir á sex und­ir­þáttum sem hver um sig leiðir almenn efna­hags­um­svif í tíma á afmörk­uðu sviði hag­kerf­is­ins. Þeir eru eft­ir­far­andi:

Auglýsing

  1. Vænt­inga­vísi­tala Gallup

  2. Vöru­inn­flutn­ingur

  3. Vísi­tala afla­verð­mæta

  4. Heims­vísi­tala hluta­bréfa

  5. Debet­korta­velta 

  6. Komur ferða­manna Íslands í gegnum Leifs­stöð

Allar vísi­tölur og fjár­hæðir eru á föstu verð­lagi auk þess sem þær eru leið­réttar með til­liti til­ árs­tíða­sveiflna.  

Sam­kvæmt til­kynn­ing­u Ana­lyt­ica ­lækk­uðu allir und­ir­þættir vísi­töl­unnar sem sneru að Íslandi milli júní og maí, en heims­vísi­tala hluta­bréfa var eini þátt­ur­inn sem hækk­aði. Stærstu áhættu­þættir í lík­an­inu eru vegna ytri aðstæðna, en til­kynn­ingin nefnir þar sér­stak­lega þró­un­ina í alþjóða­stjórn­mál­u­m. 

Vísi­talan hefur farið lækk­andi milli mán­aða nú fimmta mán­uð­inn í röð og er það stærsta sam­fellda lækkun vísi­töl­unnar frá fjár­mála­hrun­inu árið 2008. Miklu munar þó á sveifl­unum tveim­ur, en vísi­talan lækk­aði um 13% í hrun­inu, til sam­an­burðar við tveggja pró­sentu lækkun hennar í ár.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent