Líkur á samdrætti aukast

Líklegt er að íslenska hagkerfið finni fyrir nokkrum samdrætti seinna á þessu ári samkvæmt tölfræðigreiningu ráðgjafafyrirtækisins Analytica.

Debetkortavelta og komur ferðamanna hafa farið minnkandi undanfarið.
Debetkortavelta og komur ferðamanna hafa farið minnkandi undanfarið.
Auglýsing

Leið­andi hag­vís­ir Ana­lyt­ica ­fyrir íslenska efna­hags­kerfið lækk­aði í síð­asta mán­uði og gefur til kynna að sam­dráttur gæti verið á næsta leiti. Þetta kemur fram í til­kynn­ing­u Ana­lyt­ica sem birt­ist fyrr í dag. 

Hag­vísir­inn, sem byggir á sex und­ir­þáttum efna­hags­lífs­ins, hefur verið birtur frá í apríl 2013 af ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­in­u Ana­lyt­ica. Sam­kvæmt Yngva Harð­ar­syni, fram­kvæmda­stjóra Ana­lyt­ica er hlut­verk vísi­töl­unnar að vara tím­an­lega við við­snún­ingi í efna­hags­málum með því að gefa vís­bend­ingu um stöðu hag­kerf­is­ins að sex mán­uðum liðn­um.  

Vísir­inn er reikn­aður á grund­velli sömu aðferð­ar­fræði og aðrar sam­bæri­legar leið­andi vísi­töl­ur, sér í lagi leið­andi vísi­tölu OECD. Hann byggir á sex und­ir­þáttum sem hver um sig leiðir almenn efna­hags­um­svif í tíma á afmörk­uðu sviði hag­kerf­is­ins. Þeir eru eft­ir­far­andi:

Auglýsing

  1. Vænt­inga­vísi­tala Gallup

  2. Vöru­inn­flutn­ingur

  3. Vísi­tala afla­verð­mæta

  4. Heims­vísi­tala hluta­bréfa

  5. Debet­korta­velta 

  6. Komur ferða­manna Íslands í gegnum Leifs­stöð

Allar vísi­tölur og fjár­hæðir eru á föstu verð­lagi auk þess sem þær eru leið­réttar með til­liti til­ árs­tíða­sveiflna.  

Sam­kvæmt til­kynn­ing­u Ana­lyt­ica ­lækk­uðu allir und­ir­þættir vísi­töl­unnar sem sneru að Íslandi milli júní og maí, en heims­vísi­tala hluta­bréfa var eini þátt­ur­inn sem hækk­aði. Stærstu áhættu­þættir í lík­an­inu eru vegna ytri aðstæðna, en til­kynn­ingin nefnir þar sér­stak­lega þró­un­ina í alþjóða­stjórn­mál­u­m. 

Vísi­talan hefur farið lækk­andi milli mán­aða nú fimmta mán­uð­inn í röð og er það stærsta sam­fellda lækkun vísi­töl­unnar frá fjár­mála­hrun­inu árið 2008. Miklu munar þó á sveifl­unum tveim­ur, en vísi­talan lækk­aði um 13% í hrun­inu, til sam­an­burðar við tveggja pró­sentu lækkun hennar í ár.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent