Líkur á samdrætti aukast

Líklegt er að íslenska hagkerfið finni fyrir nokkrum samdrætti seinna á þessu ári samkvæmt tölfræðigreiningu ráðgjafafyrirtækisins Analytica.

Debetkortavelta og komur ferðamanna hafa farið minnkandi undanfarið.
Debetkortavelta og komur ferðamanna hafa farið minnkandi undanfarið.
Auglýsing

Leið­andi hag­vís­ir Ana­lyt­ica ­fyrir íslenska efna­hags­kerfið lækk­aði í síð­asta mán­uði og gefur til kynna að sam­dráttur gæti verið á næsta leiti. Þetta kemur fram í til­kynn­ing­u Ana­lyt­ica sem birt­ist fyrr í dag. 

Hag­vísir­inn, sem byggir á sex und­ir­þáttum efna­hags­lífs­ins, hefur verið birtur frá í apríl 2013 af ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­in­u Ana­lyt­ica. Sam­kvæmt Yngva Harð­ar­syni, fram­kvæmda­stjóra Ana­lyt­ica er hlut­verk vísi­töl­unnar að vara tím­an­lega við við­snún­ingi í efna­hags­málum með því að gefa vís­bend­ingu um stöðu hag­kerf­is­ins að sex mán­uðum liðn­um.  

Vísir­inn er reikn­aður á grund­velli sömu aðferð­ar­fræði og aðrar sam­bæri­legar leið­andi vísi­töl­ur, sér í lagi leið­andi vísi­tölu OECD. Hann byggir á sex und­ir­þáttum sem hver um sig leiðir almenn efna­hags­um­svif í tíma á afmörk­uðu sviði hag­kerf­is­ins. Þeir eru eft­ir­far­andi:

Auglýsing

  1. Vænt­inga­vísi­tala Gallup

  2. Vöru­inn­flutn­ingur

  3. Vísi­tala afla­verð­mæta

  4. Heims­vísi­tala hluta­bréfa

  5. Debet­korta­velta 

  6. Komur ferða­manna Íslands í gegnum Leifs­stöð

Allar vísi­tölur og fjár­hæðir eru á föstu verð­lagi auk þess sem þær eru leið­réttar með til­liti til­ árs­tíða­sveiflna.  

Sam­kvæmt til­kynn­ing­u Ana­lyt­ica ­lækk­uðu allir und­ir­þættir vísi­töl­unnar sem sneru að Íslandi milli júní og maí, en heims­vísi­tala hluta­bréfa var eini þátt­ur­inn sem hækk­aði. Stærstu áhættu­þættir í lík­an­inu eru vegna ytri aðstæðna, en til­kynn­ingin nefnir þar sér­stak­lega þró­un­ina í alþjóða­stjórn­mál­u­m. 

Vísi­talan hefur farið lækk­andi milli mán­aða nú fimmta mán­uð­inn í röð og er það stærsta sam­fellda lækkun vísi­töl­unnar frá fjár­mála­hrun­inu árið 2008. Miklu munar þó á sveifl­unum tveim­ur, en vísi­talan lækk­aði um 13% í hrun­inu, til sam­an­burðar við tveggja pró­sentu lækkun hennar í ár.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent