Er tollastríðinu lokið?

Miklar vonir eru bundnar við sameiginlega yfirlýsingu Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um frestun á frekari tollum og samvinnu í átt að lægri tollamúrum. Sérfræðingar vara þó við að tollastríðinu sé ekki enn lokið, þrátt fyrir fögur fyrirheit.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins
Auglýsing

Sam­eig­in­leg yfir­lýs­ing Don­alds Trump ­Banda­ríkja­for­seta og Jean-Claude J­uncker ­for­seta fram­kvæmd­ar­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins um frestun á bíla­tollum og byrjun á samn­inga­við­ræðum kom mörgum í opna skjöldu í gær. Hluta­bréfa­verð í evr­ópskum fyr­ir­tækjum hækk­aði í kjöl­far yfir­lýs­ing­ar­inn­ar, en nokkrir sér­fræð­ingar telja þó ekki ástæðu til að fagna enda­lok­unum alveg strax. 

Bíla­tollum frestað

Eftir heim­sókn fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins til Hvíta húss­ins í Was­hington í gær birt­u Trump og J­uncker ­sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu með litlum fyr­ir­vara til fjöl­miðla um óvænt sam­starf milli ríkja­sam­band­anna. 

Sam­kvæmt ­yf­ir­lýs­ing­unni, sem New York Times greindi frá, mun Evr­ópu­sam­bandið lækka tolla sína gagn­vart Banda­ríkj­unum og kaupa soja­baunir og jarð­gas í stórum stíl, en Banda­ríkin myndu fresta fyr­ir­hug­aða tolla­lagn­ingu sína á inn­flutta bíla. Þar að auki höfðu báðir aðilar sett saman starfs­hóp með það að mark­miði að afleggja yfir­stand­andi tolla Banda­ríkj­anna á áli og stáli.

Auglýsing

Kjarn­inn greindi frá því í gær að við­skipta­full­trúi ESB, Cecilia Malm­ström, sagði sam­bandið vera til­búið að leggja enn frek­ari tolla á banda­rískar útflutn­ings­vör­ur, fari svo að tollar á bíla­inn­flutn­ingi verði hækk­aðir Vest­an­hafs. Evr­ópu­sam­bandið væri hins vegar frekar til í að lægja öldur í við­skipta­stríð­inu við Banda­ríkin og sagði Cecilia að með sam­vinnu gætu báðir aðilar til dæmis beint sjónum sínum að óásætt­an­legum við­skipta­háttum Kín­verja.

Yfir­lýs­ingin kom mörgum í opna skjöldu, en fyrir fund­inn sagð­ist J­uncker ekki búast við að heim­sókn sín myndi skila miklum árangri. Hún virð­ist samt hafa sann­fært marga alþjóða­fjár­festa, en sam­kvæmt frétta­stofu Reuters náði hluta­bréfa­verð evr­ópskra fyr­ir­tækja fjög­urra mán­aða hámarki í kjöl­far til­kynn­ing­ar­inn­ar, og þá sér­stak­lega þýskir bíla­fram­leið­end­ur. 

Stríð­inu ekki lok­ið 

Á hinn bóg­inn eru ekki allir sann­færðir um gildi yfir­lýs­ing­ar­inn­ar, en norskir sér­fræð­ingar segja óvissu í kringum tolla­stríðið vera vissu­lega enn til stað­ar­. Kjer­sti Haugland, yfir­hag­fræð­ing­ur DN­B ­Mar­kets, segirí við­tali við Dag­ens Nær­ingsliv mark­aðs­að­ila verða að vera við­búin nýju útspili öðrum hvorum megin við Atl­ants­hafið sem aftur gæti skekkt stöð­una. Joachim Bern­hardsen, hag­fræð­ingur í  Nor­dea, tekur í sama streng og segir Banda­ríkja­for­seta vera óút­reikn­an­leg­an. Hann vilji lík­lega lækka tollam­úra beggja ríkja­sam­band­anna, en sam­kvæmt Joachim er tolla­stríð­inu þó alls ekki lokið enn. „Þetta mun hafa bæði nei­kvæðar og jákvæðar afleið­ingar á mark­að­inn,“ segir hann.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent