ESB tilbúið að leggja frekari tolla á Bandaríkin

Evrópusambandið hefur sett saman lista yfir bandarískar vörur sem það hyggst leggja toll á fari svo að Bandaríkin leggi toll á bílainnflutning. Tollar Evrópusambandsins myndu nema um 20 milljörðum Bandaríkjadala.

Cecilia Malmström, viðskiptafulltrúi Evrópusambandsins
Cecilia Malmström, viðskiptafulltrúi Evrópusambandsins
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hyggst leggja á tolla á fleiri banda­rískar inn­flutn­ings­vörur að and­virði 20 millj­arða Banda­ríkja­dala, fari svo að Banda­ríkin tolla­leggi inn­flutta bíla. Þetta sagði við­skipta­full­trúi sam­bands­ins, Cecili­a Malm­ström í við­tali við sænska blað­ið Dag­ens Ny­heter í morg­un.

Ummæli Ceciliu koma rétt fyrir áætl­aðan fund Banda­ríkja­for­seta Don­ald Trump við hana og  for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, Jean-Claude J­uncker í Hvíta hús­inu seinna í dag. Sam­kvæmt henni er mark­mið fund­ar­ins að lægja öldur í við­skipta­stríði milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu, og þá helst að koma í veg fyrir að tollar verði settir á bíla­inn­flutn­ing Vest­han­hafs. Í við­tali sínu við Dag­ens Ny­het­er  segir Cecilia slíka tolla myndu verða mikið áfall fyrir sænskan efna­hag og allan heiminn.

Auglýsing

Fyrir rúmum mán­uði síðan hót­aði Don­ald Trump ­Evr­ópu­sam­band­inu að inn­leiða 20% toll á evr­ópska bíla sem fluttir eru inn til Banda­ríkj­anna. Í Twitt­er-­færslu sinni, sagð­ist Trump munu setja á toll­inn ef Evr­ópu­sam­bandið dregur ekki tolla­lagn­ingu sína til baka. Færsl­una má sjá hér að neð­an.

20 millj­arða dala tollar

Sam­kvæmt Ceciliu myndu slíkir tollar leggj­ast hart á sænska bíla­fram­leið­endur líkt og Vol­vo og Scania, en einnig hefðu þeir geig­væn­leg áhrif á banda­ríska bíla­iðn­að­inn. Jafn­framt segir hún að sam­bandið hafi nú þegar sett saman lista yfir banda­rískar vörur sem það hyggst leggja toll á, ef bíla­toll­arnir verða að veru­leika. Fyr­ir­hug­aðir tollar Evr­ópu­sam­bands­ins yrðu að and­virði 20 millj­arða Banda­ríkja­dala. 

Aðspurð um hvers konar vörur þetta eru, segir Cecilia þær fyrst og fremst vera land­bún­að­ar­af­urðir og ­véla­bún­að­ur­ auk ann­arra vara sem dreif­ist frekar jafnt á öll aðild­ar­ríki sam­bands­ins. 

Sam­mála um Kína

Cecilia sagð­ist þó ekki vera líta á Banda­ríkin sem and­stæð­ing: „Við þekkjum ekki aðra taktík en sam­ræð­ur. Við ætlum að útskýra að ESB er ekki and­stæð­ing­ur, heldur vinur og banda­mað­ur. Við og Banda­ríkin deilum þeirri sýn að Alþjóða­við­skipta­stofn­unin þurfi að nútíma­væð­ast.“ Sem dæmi nefnir að báðir aðilar séu sam­mála því að Kína raski  alheims­mark­aðnum á stáli með því að nið­ur­greiða óarð­bær rík­is­fyr­ir­tæki og farga umfram­fram­leiðslu.  

„En í stað­inn fyrir að beina sjónum sínum að Evr­ópu og segja að við séum ógn við þeirra innra öryggi, getum við tek­ist saman á þessi vanda­mál á heims­vís­u,“ segir hún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent