ESB tilbúið að leggja frekari tolla á Bandaríkin

Evrópusambandið hefur sett saman lista yfir bandarískar vörur sem það hyggst leggja toll á fari svo að Bandaríkin leggi toll á bílainnflutning. Tollar Evrópusambandsins myndu nema um 20 milljörðum Bandaríkjadala.

Cecilia Malmström, viðskiptafulltrúi Evrópusambandsins
Cecilia Malmström, viðskiptafulltrúi Evrópusambandsins
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hyggst leggja á tolla á fleiri banda­rískar inn­flutn­ings­vörur að and­virði 20 millj­arða Banda­ríkja­dala, fari svo að Banda­ríkin tolla­leggi inn­flutta bíla. Þetta sagði við­skipta­full­trúi sam­bands­ins, Cecili­a Malm­ström í við­tali við sænska blað­ið Dag­ens Ny­heter í morg­un.

Ummæli Ceciliu koma rétt fyrir áætl­aðan fund Banda­ríkja­for­seta Don­ald Trump við hana og  for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, Jean-Claude J­uncker í Hvíta hús­inu seinna í dag. Sam­kvæmt henni er mark­mið fund­ar­ins að lægja öldur í við­skipta­stríði milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu, og þá helst að koma í veg fyrir að tollar verði settir á bíla­inn­flutn­ing Vest­han­hafs. Í við­tali sínu við Dag­ens Ny­het­er  segir Cecilia slíka tolla myndu verða mikið áfall fyrir sænskan efna­hag og allan heiminn.

Auglýsing

Fyrir rúmum mán­uði síðan hót­aði Don­ald Trump ­Evr­ópu­sam­band­inu að inn­leiða 20% toll á evr­ópska bíla sem fluttir eru inn til Banda­ríkj­anna. Í Twitt­er-­færslu sinni, sagð­ist Trump munu setja á toll­inn ef Evr­ópu­sam­bandið dregur ekki tolla­lagn­ingu sína til baka. Færsl­una má sjá hér að neð­an.

20 millj­arða dala tollar

Sam­kvæmt Ceciliu myndu slíkir tollar leggj­ast hart á sænska bíla­fram­leið­endur líkt og Vol­vo og Scania, en einnig hefðu þeir geig­væn­leg áhrif á banda­ríska bíla­iðn­að­inn. Jafn­framt segir hún að sam­bandið hafi nú þegar sett saman lista yfir banda­rískar vörur sem það hyggst leggja toll á, ef bíla­toll­arnir verða að veru­leika. Fyr­ir­hug­aðir tollar Evr­ópu­sam­bands­ins yrðu að and­virði 20 millj­arða Banda­ríkja­dala. 

Aðspurð um hvers konar vörur þetta eru, segir Cecilia þær fyrst og fremst vera land­bún­að­ar­af­urðir og ­véla­bún­að­ur­ auk ann­arra vara sem dreif­ist frekar jafnt á öll aðild­ar­ríki sam­bands­ins. 

Sam­mála um Kína

Cecilia sagð­ist þó ekki vera líta á Banda­ríkin sem and­stæð­ing: „Við þekkjum ekki aðra taktík en sam­ræð­ur. Við ætlum að útskýra að ESB er ekki and­stæð­ing­ur, heldur vinur og banda­mað­ur. Við og Banda­ríkin deilum þeirri sýn að Alþjóða­við­skipta­stofn­unin þurfi að nútíma­væð­ast.“ Sem dæmi nefnir að báðir aðilar séu sam­mála því að Kína raski  alheims­mark­aðnum á stáli með því að nið­ur­greiða óarð­bær rík­is­fyr­ir­tæki og farga umfram­fram­leiðslu.  

„En í stað­inn fyrir að beina sjónum sínum að Evr­ópu og segja að við séum ógn við þeirra innra öryggi, getum við tek­ist saman á þessi vanda­mál á heims­vís­u,“ segir hún.

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiErlent