Stjórnarþingmaður vill auglýsingatekjur RÚV í sjóð

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um fjölmiðla á Íslandi á Facebook síðu sína þar sem hann segir stöðuna grafalvarlega.

Kolbeinn Proppé fjölmiðlar
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, skrifar um fjöl­miðla á Íslandi á Face­book síðu sína þar sem hann segir stöð­una grafal­var­lega.

Kol­beinn deilir grein af vef The Guar­dian þar sem segir að Google og Face­book séu að „kyrkja frjálsa fjöl­miðla til dauða“ og að „lýð­ræðið tapi“. Kol­beinn segir að við höfum séð þetta ger­ast hér á landi. Verið sé að und­ir­búa ein­hverjar aðgerð­ir.

„Ég tel ein­boðið að skattaum­hverfi fjöl­miðla verði end­ur­skoð­að. Fjöl­miðlar eru ekki eins og hvert annað fyr­ir­tæki, heldur mik­il­vægur hlekkur í gang­verki lýð­ræð­is. Það er því allt annað en sjálf­gefið að um þá eigi að gilda sömu reglur og aðra, til dæmis þegar kemur að virð­is­auka­skatt­i.“

Auglýsing

Kol­beinn segir umræða um rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla alltof lengi hafa snú­ist ann­ars vegar um áfeng­is­aug­lýs­ingar og hins vegar RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði. Hið fyrra sé ein­fald­lega lýð­heilsu­mál og eigi ekki að blanda inn í umræður um rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla.

„Hvað Rúv varð­ar, þá er ég ekki viss um að lausnin sé að það hverfi af aug­lýs­inga­mark­aði. Ég held að það sé mis­skiln­ingur að við það fær­ist tekj­urnar ein­fald­lega til ann­arra. Stór hluti tekn­anna verður til vegna stöðu Rúv og gæti ein­fald­lega horfið ef það hverfur af mark­aði. Mér finnst að við ættum að skoða það að þær aug­lýs­inga­tekjur sem Rúv aflar fari að ein­hverju leyti í sjóð sem standi svo öðrum fjöl­miðlum opinn. Þannig verði sér­staða rík­is­fjöl­mið­ils­ins í tekju­öflun nýtt öllum fjöl­miðlum til handa,“ skrifar Kol­beinn.

Hann segir hug­myndir sínar algjör­lega óút­færð­ar, hvaða áhrif þær hefðu á starf­semi RÚV og fram­lög frá rík­inu en seg­ist henda þessu fram til umræðu.

„Mér finnst kom­inn tími til að við finnum réttu aðgerð­irnar og fram­kvæmum þær.“

Kol­bein bætir við í lok­inn að honum finn­ist að auki ein­boðið að skoða hvernig hægt sé að styrkja fjöl­miðla beint, þar finnst honum í raun allt opið.

Þetta er grafal­var­leg staða, sem við sjáum m.a. hér á landi. Við höfum allt of lengi rætt um rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla,...

Posted by Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé on Thurs­day, July 26, 2018


Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent