Stjórnarþingmaður vill auglýsingatekjur RÚV í sjóð

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um fjölmiðla á Íslandi á Facebook síðu sína þar sem hann segir stöðuna grafalvarlega.

Kolbeinn Proppé fjölmiðlar
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, skrifar um fjöl­miðla á Íslandi á Face­book síðu sína þar sem hann segir stöð­una grafal­var­lega.

Kol­beinn deilir grein af vef The Guar­dian þar sem segir að Google og Face­book séu að „kyrkja frjálsa fjöl­miðla til dauða“ og að „lýð­ræðið tapi“. Kol­beinn segir að við höfum séð þetta ger­ast hér á landi. Verið sé að und­ir­búa ein­hverjar aðgerð­ir.

„Ég tel ein­boðið að skattaum­hverfi fjöl­miðla verði end­ur­skoð­að. Fjöl­miðlar eru ekki eins og hvert annað fyr­ir­tæki, heldur mik­il­vægur hlekkur í gang­verki lýð­ræð­is. Það er því allt annað en sjálf­gefið að um þá eigi að gilda sömu reglur og aðra, til dæmis þegar kemur að virð­is­auka­skatt­i.“

Auglýsing

Kol­beinn segir umræða um rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla alltof lengi hafa snú­ist ann­ars vegar um áfeng­is­aug­lýs­ingar og hins vegar RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði. Hið fyrra sé ein­fald­lega lýð­heilsu­mál og eigi ekki að blanda inn í umræður um rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla.

„Hvað Rúv varð­ar, þá er ég ekki viss um að lausnin sé að það hverfi af aug­lýs­inga­mark­aði. Ég held að það sé mis­skiln­ingur að við það fær­ist tekj­urnar ein­fald­lega til ann­arra. Stór hluti tekn­anna verður til vegna stöðu Rúv og gæti ein­fald­lega horfið ef það hverfur af mark­aði. Mér finnst að við ættum að skoða það að þær aug­lýs­inga­tekjur sem Rúv aflar fari að ein­hverju leyti í sjóð sem standi svo öðrum fjöl­miðlum opinn. Þannig verði sér­staða rík­is­fjöl­mið­ils­ins í tekju­öflun nýtt öllum fjöl­miðlum til handa,“ skrifar Kol­beinn.

Hann segir hug­myndir sínar algjör­lega óút­færð­ar, hvaða áhrif þær hefðu á starf­semi RÚV og fram­lög frá rík­inu en seg­ist henda þessu fram til umræðu.

„Mér finnst kom­inn tími til að við finnum réttu aðgerð­irnar og fram­kvæmum þær.“

Kol­bein bætir við í lok­inn að honum finn­ist að auki ein­boðið að skoða hvernig hægt sé að styrkja fjöl­miðla beint, þar finnst honum í raun allt opið.

Þetta er grafal­var­leg staða, sem við sjáum m.a. hér á landi. Við höfum allt of lengi rætt um rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla,...

Posted by Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé on Thurs­day, July 26, 2018


Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent