Trump feðgar gætu verið í vondum málum

Ef það reynist vera þannig, að Donald Trump og sonur hans hafi ekki veitt réttar upplýsingar um fund með Rússum.

TrumpPutin
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og sonur hans, Don­ald Trump Jr., gætu verið í vondum málum ef það reyn­ist vera þannig, að þeir hafi ekki veitt yfir­völdum réttar upp­lýs­ingar um fund með rúss­neskum erind­rekum í Trump turn­inum í New York, í júní 2016. 

Í umfjöllun Bloomberg segir að fyrr­ver­andi sak­sókn­ar­ar, sem Bloomberg ræðir við, telji að það gæti reynst þeim dýr­keypt að hafa haldið til baka upp­lýs­ing­um, eða sagt rang­lega frá, atburða­rásinni í kringum fyrr­nefndan fund. Á honum var meðal ann­ars rætt um að grafa upp óþægi­legar upp­lýs­ingar um Hill­ary Clinton og að Rússar gætu verið þar í lyk­il­hlut­verki. 

Mich­ael Cohen, fyrr­ver­andi lög­maður Trump, hefur sagt að Don­ald Trump hafi vitað af fund­inum sem sonur hans áttu með full­trúum Rússa. Þessu neitar Trump sjálfur og hefur þegar tjáð sig um það á Twitt­er. 

AuglýsingRobert Mueller sak­sókn­ari, er sagður vera langt kom­inn með rann­sókn sína á hendur Trump og fram­boði hans, og þá hvort Rússar hafi skipt sér af fram­gangi kosn­ing­anna í Banda­ríkj­unum í nóv­em­ber 2016, þar sem Trump var kos­inn for­set­i. 

Renato Mori­etti, fyrr­ver­andi sak­sókn­ari og núver­andi sjálf­stætt starf­andi lög­mað­ur, segir í sam­tali við Bloomberg að það geti haft alvar­legar afleið­ingar fyrir Trump og son hans, ef það reyn­ist vera þannig, að þeir hafi ekki veitt réttar upp­lýs­ing­ar. Það geti leitt til ákæru, eins og dæmin sýn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent