90% 18-29 ára Íslendinga með Netflix

Mikill meirihluti ungra Íslendinga eru með aðgang að Netflix heima hjá sér. Notkun á streymisveitunni er mest meðal ungra, ríkra og námsmanna.

netflix
Auglýsing

Níu af hverjum tíu Íslend­ingum á ald­urs­bil­inu 18 til 29 ára eru með aðgang að streym­isveit­unni Net­flix á heim­ilum sín­um. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum nýrrar könn­unar MMR.

Könn­unin rann­sak­aði aðgengi lands­manna að streym­is­þjón­ust­unni, en hún var fram­kvæmd 16. Til 22. Maí síð­ast­lið­inn og heild­ar­fjöldi svar­enda var 929. Heilt yfir sögð­ust 67% hafa aðgang að Net­flix á heim­ili sínu, en það er um 8 pró­sentu­stiga aukn­ing frá því í fyrra. 

Aðgengi að Net­flix fór þó minnk­andi með auknum aldri, en 90% svar­enda á aldr­inum 18-29 ára sögð­ust hafa Net­flix á sínu heim­ili sam­an­borið við 24% þeirra sem voru 64 ára og eldri. 

Auglýsing

Stuðn­ings­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Mið­flokks­ins voru síst lík­legir til að vera með streym­is­þjón­ust­una á heim­ili sínu, en notkun hennar var hlut­falls­lega mest á meðal stuðn­ings­manna Við­reisnar og Pírata. 

Nokkur munur var á svari við­mæl­enda eftir tekj­um, en mun færri tekju­lágir kaupa þjón­ust­una heldur en þeir sem hafa miklar tekj­ur. 56% þeirra sem hafa 400 þús­und krónur eða minna í mán­að­ar­tekjur svör­uðu spurn­ing­unni ját­andi, til sam­an­burðar við 75% þeirra sem hafa milljón eða meira á mán­uði.

Hlut­fall not­enda var nokkuð jafnt milli stjórn­enda, sér­fræð­inga og ann­ars skrif­stofu­fólks, eða um 73%. Hins vegar var það mun lægra meðal starfs­manna í iðn­grein­um, en þar nam það um 60%. Náms­menn voru aftur á móti lang­lík­leg­astir til að vera með streym­is­þjón­ust­una, en 88% þeirra svör­uðu könn­un­inni ját­andi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent