90% 18-29 ára Íslendinga með Netflix

Mikill meirihluti ungra Íslendinga eru með aðgang að Netflix heima hjá sér. Notkun á streymisveitunni er mest meðal ungra, ríkra og námsmanna.

netflix
Auglýsing

Níu af hverjum tíu Íslend­ingum á ald­urs­bil­inu 18 til 29 ára eru með aðgang að streym­isveit­unni Net­flix á heim­ilum sín­um. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum nýrrar könn­unar MMR.

Könn­unin rann­sak­aði aðgengi lands­manna að streym­is­þjón­ust­unni, en hún var fram­kvæmd 16. Til 22. Maí síð­ast­lið­inn og heild­ar­fjöldi svar­enda var 929. Heilt yfir sögð­ust 67% hafa aðgang að Net­flix á heim­ili sínu, en það er um 8 pró­sentu­stiga aukn­ing frá því í fyrra. 

Aðgengi að Net­flix fór þó minnk­andi með auknum aldri, en 90% svar­enda á aldr­inum 18-29 ára sögð­ust hafa Net­flix á sínu heim­ili sam­an­borið við 24% þeirra sem voru 64 ára og eldri. 

Auglýsing

Stuðn­ings­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Mið­flokks­ins voru síst lík­legir til að vera með streym­is­þjón­ust­una á heim­ili sínu, en notkun hennar var hlut­falls­lega mest á meðal stuðn­ings­manna Við­reisnar og Pírata. 

Nokkur munur var á svari við­mæl­enda eftir tekj­um, en mun færri tekju­lágir kaupa þjón­ust­una heldur en þeir sem hafa miklar tekj­ur. 56% þeirra sem hafa 400 þús­und krónur eða minna í mán­að­ar­tekjur svör­uðu spurn­ing­unni ját­andi, til sam­an­burðar við 75% þeirra sem hafa milljón eða meira á mán­uði.

Hlut­fall not­enda var nokkuð jafnt milli stjórn­enda, sér­fræð­inga og ann­ars skrif­stofu­fólks, eða um 73%. Hins vegar var það mun lægra meðal starfs­manna í iðn­grein­um, en þar nam það um 60%. Náms­menn voru aftur á móti lang­lík­leg­astir til að vera með streym­is­þjón­ust­una, en 88% þeirra svör­uðu könn­un­inni ját­andi.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent