90% 18-29 ára Íslendinga með Netflix

Mikill meirihluti ungra Íslendinga eru með aðgang að Netflix heima hjá sér. Notkun á streymisveitunni er mest meðal ungra, ríkra og námsmanna.

netflix
Auglýsing

Níu af hverjum tíu Íslend­ingum á ald­urs­bil­inu 18 til 29 ára eru með aðgang að streym­isveit­unni Net­flix á heim­ilum sín­um. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum nýrrar könn­unar MMR.

Könn­unin rann­sak­aði aðgengi lands­manna að streym­is­þjón­ust­unni, en hún var fram­kvæmd 16. Til 22. Maí síð­ast­lið­inn og heild­ar­fjöldi svar­enda var 929. Heilt yfir sögð­ust 67% hafa aðgang að Net­flix á heim­ili sínu, en það er um 8 pró­sentu­stiga aukn­ing frá því í fyrra. 

Aðgengi að Net­flix fór þó minnk­andi með auknum aldri, en 90% svar­enda á aldr­inum 18-29 ára sögð­ust hafa Net­flix á sínu heim­ili sam­an­borið við 24% þeirra sem voru 64 ára og eldri. 

Auglýsing

Stuðn­ings­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Mið­flokks­ins voru síst lík­legir til að vera með streym­is­þjón­ust­una á heim­ili sínu, en notkun hennar var hlut­falls­lega mest á meðal stuðn­ings­manna Við­reisnar og Pírata. 

Nokkur munur var á svari við­mæl­enda eftir tekj­um, en mun færri tekju­lágir kaupa þjón­ust­una heldur en þeir sem hafa miklar tekj­ur. 56% þeirra sem hafa 400 þús­und krónur eða minna í mán­að­ar­tekjur svör­uðu spurn­ing­unni ját­andi, til sam­an­burðar við 75% þeirra sem hafa milljón eða meira á mán­uði.

Hlut­fall not­enda var nokkuð jafnt milli stjórn­enda, sér­fræð­inga og ann­ars skrif­stofu­fólks, eða um 73%. Hins vegar var það mun lægra meðal starfs­manna í iðn­grein­um, en þar nam það um 60%. Náms­menn voru aftur á móti lang­lík­leg­astir til að vera með streym­is­þjón­ust­una, en 88% þeirra svör­uðu könn­un­inni ját­andi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent