Pia segir pistil Guðmundar í Kjarnanum lykta af minnimáttarkennd

Forseti þjóðþings Danmerkur, Pia Kjærsgaard, gagnrýnir skrif Guðmundar Andra í Kjarnanum um hlutverk hennar á fullveldishátíð Íslendinga. Guðmundur svarar gagnrýni Piu og segir hana byggja á sýn stórdanans á Íslendingana.

Pia Kjærsgaard, forseti þjóðþings Dana.
Pia Kjærsgaard, forseti þjóðþings Dana.
Auglýsing

Forseti danska þjóðþingsins, Pia Kjærsgaard, segir skrif Guðmundar Andra Thorssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í Kjarnanum lykta af hræsni, móðursýki og „íslenskri minnimáttarkennd.“ Guðmundur svaraði gagnrýninni og segir hana byggjast á sýn stórdanans á Íslendinga. Þetta kemur fram í pistli Piu á vefsvæðinu Information.dk í dag og á Facebook-síðu Guðmundar Andra.

Guðmundur skrifaði pistilinn „Um kurteisi,“ sem birtist fyrst á vefsvæði Kjarnans fyrir rúmri viku síðan. Í þeim pistli fjallar hann um heimsókn Piu til Alþingis á aldarafmæli fullveldisins þann 18. Júlí síðastliðinn og ræðuhöldum hennar á Þingvöllum í tilefni þess. Dönsk þýðing pistilsins var svo birt á Information.dk fyrir þremur dögum síðan, ásamt skýringu á orðinu „Stórdani,“ sem á að lýsa hrokafullu viðmóti Dana í garð Íslendinga.

 Handfylli anarkista og einn sósíaldemókrati

Í pistli sínum sem birtist fyrr í dag segir Pia hins vegar að umræðan um heimsókn hennar á Alþingi hafi tekið óvænta beygju með skrifum  Guðmundar. Málið hafi hins vegar í upphafi snúist „handfylli anarkískra meðlima Pírata“ ásamt einum sósíaldemókrata sem yfirgáfu hátíðarhöldin við Þingvelli meðan á ræðu hennar stóð vegna hennar persónu. Þar hefur Pia átt við þingflokk Pírata sem sniðgekk hátíðarfundinn á Þingvöllinn vegna komu hennar og Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, sem gekk út af fundinum undir ræðuhöldum Piu.

Auglýsing

Með innleggi Guðmundar í umræðuna sé heimsóknin hennar hins vegar sett í sögulegt samhengi um sambandið milli Íslands og Danmerkur í gegnum fleiri árhundruð, þar sem Danmörku sé stillt upp sem eins konar náðarlausum nýlenduherra. Á sama tíma sé henni einnig stillt upp sem Stórdana, eða með öðrum orðum sem gamaldags khaki-klæddum nýlenduherra í Afríku. „Ég hef verið ásökuð um margt á mínum 34 árum í danskri pólitík, en aldrei með slíkum undarlegum hugmyndum,“ bætir Pia við. 

Enn fremur segist Pia ekki vita hvernig hún eigi að bera sig að í þessum ásökunum þar sem hún hafi ekki verið fædd þegar Ísland var dönsk „nýlenda.“ Fyrst og fremst finnist henni rök Guðmundar lykta af frekar ósnyrtilegri minnimáttarkennd. 

Hræsni og móðursýki

Einnig bendir Pia á meinta hræsni í skrifum Guðmundar vegna gagnrýni hans á þjóðernishyggju í málflutningi hennar auk þess sem hún ali á sundrun,  þar sem Íslendingar sjálfir haldi utan um mjög sterkar þjóðarhefðir sjálfir. Því til stuðnings nefnir hún nafnahefð landsins auk íslensku málnefndarinnar og þeirra fjölda nýyrða sem hún hefur skapað á undanförnum árum, en samkvæmt Piu hefur ekki einu sinni flokkur hennar, sem skilgreindur er sem hægrisinnaður popúlistaflokkur,  ekki einu sinni stungið upp á viðlíka hreintungustefnu í Danmörku. Þess vegna, að sögn Piu, hljómi skrif Guðmundar hræsnaraleg og móðursjúk.

Enn fremur spyr Pia hvort Guðmundur viti hvaða þróun hann sé að gagnrýna og hversu mörgum innflytjendum Ísland hafi yfirhöfuð tekið á móti. Hún ráðleggur svo Guðmund Andra um að fræðast um stefnu sósíaldemókrataflokka í öðrum Evrópulöndum, til að mynda í Danmörku, en þar hefur flokkurinn tekið upp harðari afstöðu gagnvart innflytjendum.

Sýn stórdanans

Guðmundur Andri svaraði gagnrýni Piu á Facebook-síðu sinni í dag, en þar sagði hann Piu ekki átta sig á tvennu varðandi Íslendinga. Annars vegar byggi gagnrýni hennar á sýn stórdanans á þjóðina, að þeir séu íbúar afskekktrar eyju sem tækju ekki á móti mörgum innflytjendum. Hins vegar sé raunin önnur, en fullt væri af innflytjendum hér.

Hins vegar sagði Guðmundur að virðing fyrir eigin menningarverðmætum, svo sem tungumálinu, sé megin forsenda þess að maður beri virðingu fyrir menningarverðmætum annarra og skilji þörf þeirra til að varðveita ýmislegt úr eigin siðum og arfleifð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent