Pia segir pistil Guðmundar í Kjarnanum lykta af minnimáttarkennd

Forseti þjóðþings Danmerkur, Pia Kjærsgaard, gagnrýnir skrif Guðmundar Andra í Kjarnanum um hlutverk hennar á fullveldishátíð Íslendinga. Guðmundur svarar gagnrýni Piu og segir hana byggja á sýn stórdanans á Íslendingana.

Pia Kjærsgaard, forseti þjóðþings Dana.
Pia Kjærsgaard, forseti þjóðþings Dana.
Auglýsing

For­seti danska þjóð­þings­ins, Pia Kjærs­gaard, segir skrif Guð­mundar Andra Thors­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í Kjarn­anum lykta af hræsni, móð­ur­sýki og „ís­lenskri minni­mátt­ar­kennd.“ Guð­mundur svar­aði gagn­rýn­inni og segir hana byggj­ast á sýn stórdan­ans á Íslend­inga. Þetta kemur fram í pistli Piu á vef­svæð­inu Information.dk í dag og á Face­book-­síðu Guð­mundar Andra.

Guð­mundur skrif­aði pistil­inn „Um kurt­eisi,“ sem birt­ist fyrst á vef­svæði Kjarn­ans fyrir rúmri viku síð­an. Í þeim pistli fjallar hann um heim­sókn Piu til Alþingis á ald­ar­af­mæli full­veld­is­ins þann 18. Júlí síð­ast­lið­inn og ræðu­höldum hennar á Þing­völlum í til­efni þess. Dönsk þýð­ing pistils­ins var svo birt á Information.dk fyrir þremur dögum síð­an, ásamt skýr­ingu á orð­inu „Stórdan­i,“ sem á að lýsa hroka­fullu við­móti Dana í garð Íslend­inga.

 Hand­fylli anar­kista og einn sós­í­alde­mókrati

Í pistli sínum sem birt­ist fyrr í dag segir Pia hins vegar að umræðan um heim­sókn hennar á Alþingi hafi tekið óvænta beygju með skrif­um  Guð­mund­ar. Málið hafi hins vegar í upp­hafi snú­ist „hand­fylli anar­kískra með­lima Pírata“ ásamt einum sós­í­alde­mókrata sem yfir­gáfu hátíð­ar­höldin við Þing­velli meðan á ræðu hennar stóð vegna hennar per­sónu. Þar hefur Pia átt við þing­flokk Pírata sem snið­gekk hátíð­ar­fund­inn á Þing­völl­inn vegna komu hennar og Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem gekk út af fund­inum undir ræðu­höldum Piu.

Auglýsing

Með inn­leggi Guð­mundar í umræð­una sé heim­sóknin hennar hins vegar sett í sögu­legt sam­hengi um sam­bandið milli Íslands og Dan­merkur í gegnum fleiri árhund­ruð, þar sem Dan­mörku sé stillt upp sem eins konar náð­ar­lausum nýlendu­herra. Á sama tíma sé henni einnig stillt upp sem Stórdana, eða með öðrum orðum sem gam­al­dags khaki-­klæddum nýlendu­herra í Afr­íku. „Ég hef verið ásökuð um margt á mínum 34 árum í danskri póli­tík, en aldrei með slíkum und­ar­legum hug­mynd­um,“ bætir Pia við. 

Enn fremur seg­ist Pia ekki vita hvernig hún eigi að bera sig að í þessum ásök­unum þar sem hún hafi ekki verið fædd þegar Ísland var dönsk „ný­lenda.“ Fyrst og fremst finn­ist henni rök Guð­mundar lykta af frekar ósnyrti­legri minni­mátt­ar­kennd. 

Hræsni og móð­ur­sýki

Einnig bendir Pia á meinta hræsni í skrifum Guð­mundar vegna gagn­rýni hans á þjóð­ern­is­hyggju í mál­flutn­ingi hennar auk þess sem hún ali á sundr­un,  þar sem Íslend­ingar sjálfir haldi utan um mjög sterkar þjóð­ar­hefðir sjálf­ir. Því til stuðn­ings nefnir hún nafna­hefð lands­ins auk íslensku mál­nefnd­ar­innar og þeirra fjölda nýyrða sem hún hefur skapað á und­an­förnum árum, en sam­kvæmt Piu hefur ekki einu sinni flokkur henn­ar, sem skil­greindur er sem hægri­s­inn­aður popúlista­flokk­ur,  ekki einu sinni stungið upp á við­líka hrein­tungu­stefnu í Dan­mörku. Þess vegna, að sögn Piu, hljómi skrif Guð­mundar hræsnara­leg og móð­ur­sjúk.

Enn fremur spyr Pia hvort Guð­mundur viti hvaða þróun hann sé að gagn­rýna og hversu mörgum inn­flytj­endum Ísland hafi yfir­höfuð tekið á móti. Hún ráð­leggur svo Guð­mund Andra um að fræð­ast um stefnu sós­í­alde­mókra­ta­flokka í öðrum Evr­ópu­lönd­um, til að mynda í Dan­mörku, en þar hefur flokk­ur­inn tekið upp harð­ari afstöðu gagn­vart inn­flytj­end­um.

Sýn stórdan­ans

Guð­mundur Andri svar­aði gagn­rýni Piu á Face­book-­síðu sinni í dag, en þar sagði hann Piu ekki átta sig á tvennu varð­andi Íslend­inga. Ann­ars vegar byggi gagn­rýni hennar á sýn stórdan­ans á þjóð­ina, að þeir séu íbúar afskekktrar eyju sem tækju ekki á móti mörgum inn­flytj­end­um. Hins vegar sé raunin önn­ur, en fullt væri af inn­flytj­endum hér.

Hins vegar sagði Guð­mundur að virð­ing fyrir eig­in ­menn­ing­ar­verð­mæt­um, svo sem tungu­mál­inu, sé megin for­senda þess að maður beri virð­ingu fyrir menn­ing­ar­verð­mætum ann­arra og skilji þörf þeirra til að varð­veita ýmis­legt úr eigin siðum og arf­leifð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent