Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í dag.
Samkvæmt tilkynningunni var flestum tillögum minnihlutans í borgarstjórn á fundinum annað hvort vísað annað, frestað eða felldar. Tillögurnar sneru hvoru tveggja að því að leysa bráðavanda húsnæðislausra og leysa vandann til framtíðar. Að sögn Eyþórs Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, mun minnihlutinn fylgja tillögum sínum fast á eftir á haustmánuð.
„Það er afar brýnt að við bregðumst við vandanum strax og komum upp færanlegu húsnæði hið fyrsta, s.s. smáhýsum fyrir ólíka hópa húsnæðislausra til bregðast við neyð heimilislausra á meðan verið er að finna varanlegar lausnir, hvort heldur sem það eru einstaklingar eða fjölskyldur,“ segir Eyþór Arnalds.
Samkvæmt Eyþóri felst tillagan um lausn á bráðavanda húsnæðislausra meðal annars í að komið yrði upp neyðarskýli í Örfirisey, en tillagan um langtímalausn fólst í lækkun byggingarréttargjalds. Þá lagði Sjálfstæðisflokkurinn jafnframt áherslu á lækkun langtímaleigu á tjaldsvæði í Laugardal en sú tillaga var felld ásamt þeirri tillögu að segja upp samningi við rekstraraðila tjaldsvæðisins.