Sólveig: „Stjórnmálin hafa brugðist verka-og láglaunafólki“

Formaður Eflingar segir stjórnmálastéttina ganga erinda auðmanna með því að vernda hagsmuni, eignir og gróðarmöguleika þeirra.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
Auglýsing

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir nauðsynlegt að setja kapítalismanum stólinn fyrir dyrnar. Einnig segir hún stjórnmálin hafa brugðist verka-og láglaunafólki með innleiðingu nýfrjálshyggjunnar í stað þess að hemja tilætlunarsemi og græðgi auðvaldskerfisins. Þetta segir Sólveig í pistli sínum á vefsvæði Eflingar sem birtist fyrr í dag.

Í pistlinum fór Sólveig um víðan völl, en henni var tíðrætt um hlut launþega og atvinnurekenda í að halda efnahagslegum stöðugleika hér að landi. Hún kallaði þá söguskoðun sem hverfist í kringum óðaverðbólgutímabilið um 1980 „margtuggna“ og „örþreytta“ og velti því upp hvort rót óstöðugleikans í íslensku efnahagslífi sé „sjálftökufólkið [og] ofurlaunamennirnir“ sem leiddu af sér efnahagshrunið. 

Í ljósi þess eigi áróðursdeildir sérhagsmunaaflanna mikið verk fyrir höndum. Samkvæmt Sólveigu þurfa þeir að sannfæra íslenskan almenning um að það sem leiði þjóðfélagið til andskotans séu vonir fólks um sanngjarna verðlagningu en ekki „innantóm pappírsviðskipti útþanins og ofalins fjármálakerfis auðstéttarinnar.“ 

Auglýsing

Kerfið útbúið „til að svína á okkur“

Sólveig segir ekki vera skrýtið að við upplifum að kerfið sé útbúið í þeim tilgangi að svína á okkur, þegar við sjáum hversu mikið hin efnahagslega forréttindastétt uppsker í uppsveiflum og hversu lítið meðlimir hennar láta kreppur og krísur á sig fá. 

Á sama tíma og auðmennirnir haldi fast í völd sín fjölgi umsóknum í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga hins vegar stöðugt, ásamt því að launakröfum sem Efling sendir út fjölgi og metfjöldi fólks hafi í þjónustu hjá VIRK á síðasta ári. Aukin skattbyrði hjá fólki með lágar tekjur, niðurskurður í barna-og vaxtabótakerfinu ásamt því að grafið sé undan öllum kerfum sem lágtekjuhóparnir reiða sig á, segja, að mati Sólveigar, mjög skýra sögu af því í þágu hverra hagsmuna hefur verið unnið undanfarna áratugi. 

Segir stjórmálin hafa brugðist

Að mati Sólveigar hefur stjórnmálastéttin samþykkt að vera ávallt fyrst og fremst framkvæmdastjórar innleiðingar nýfrjálshyggjunnar og hafi því brugðist verka-og láglaunafólki. Hún segir að þau sem fara með pólitísk völd eigi að axla þá ábyrgð að hemja tilætlunarsemi og græðgi auðvaldskerfisins, en í stað þess hefur hún gengist inn á það að meginverkefnið sé að gæta að stöðugleika með því að vernda hagsmuni, eignir og gróðarmöguleika atvinnurekenda.

Enginn pólitískur vilji eða hugrekki til staðar

Undir lok pistilsins segir Sólveig ýmis vandamál steðja að heimsbyggðinni allri, þar á meðal hnattræna hlýnun og fjórðu iðnbyltinguna. Þau ógni okkur öllum, ekki síst vegna þess að enginn pólitískur vilji eða hugrekki sé til staðar til að gera það sem þarf, að setja kapítalismanum stólinn fyrir dyrnar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent