Drífa Snædal gefur kost á sér í embætti forseta ASÍ

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, mun gefa kost á sér í embætti forseta ASÍ á þinginu sem sett verður 24. október næstkomandi.

Drífa Snædal
Drífa Snædal
Auglýsing

Drífa Snædal, fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins og fyrr­ver­andi vara­þing­maður Vinstri grænna, mun gefa kost á sér í emb­ætti for­seta ASÍ á þing­inu sem sett verður 24. októ­ber næst­kom­andi. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem hún sendi frá sér í morg­un. 

Hún segir í yfir­lýs­ing­unni að síð­ustu ára­tugi hafi hallað undan fæti í sam­fé­lag­inu hér heima og heim­inum öll­um. Græðgi sé talin til kosta og auð­ur­inn hefur safn­ast á fáar hend­ur. Þeir sem lifa af sívax­andi auði sínum hafi misst tengsl við sam­fé­lagið og kjör almenn­ings. Grunn­skil­yrði góðs lífs, svo sem við­ráð­an­legt hús­næð­is­verð, séu und­ir­seld spá­kaup­mennsku. Vinn­andi fólk eigi allt sitt undir því hvort stór­fyr­ir­tæki telji það nógu arð­bært að veita sóma­sam­legt hús­næði á við­ráð­an­legum kjör­um.

„Við þetta bæt­ist að verka­lýðs­hreyf­ingin á í vök að verj­ast þegar kemur að rétt­inda­brotum og félags­legum und­ir­boð­um. Upp­lýs­ingum um lög, reglur og rétt­indi er haldið frá fólki til að geta klipið af launum þeirra og félags­leg und­ir­boð eru orðin varn­ar­lína þeirra sem starfa í verka­lýðs­hreyf­ing­unni.

Enn fremur hefur skatt­kerf­ið, sem er mæli­kvarði á sið­menntað sam­fé­lag, á síð­ustu árum verið sveigt í þágu hinna ríku gegn vinn­andi fólki. Áhrif tekna og búsetu á menntun og heilsu almenn­ings hafa auk­ist til muna og sjást nú á stærð­argráðu sem við höfum ekki séð í ára­tugi. Hættan er sú að til verði tvö aðskilin sam­fé­lög ríkra og fátækra, þar sem hinir efna­meiri kaupa sig fram fyrir röð­ina í heilsu­gæslu, menntun og annarri almanna­þjón­ust­u,“ segir hún í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Hún segir að Íslend­ingum bíði það verk­efni að auka lífs­gæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu. Verka­lýðs­hreyf­ingin sé mik­il­væg sem aldrei fyrr og hún má ekki bregð­ast á ögur­stundu. Hér á landi starfi ein sterkasta verka­lýðs­hreyf­ing heims og það sé mikið ábyrgða­hlut­verk að ná að sam­eina hana um hag okkar allra. Það verði mik­il­væg­asta verk­efni næsta for­seta ASÍ.

Yfirlýsing Drífu Snædal

Verka­lýðs­hreyf­ingin er krafta­verka­hreyf­ing. Hún hefur lyft grettistaki til að auka lífs­gæði fólks, hvort sem horft er til hús­næð­is­mála, almanna­trygg­inga, auk­ins jöfn­uðar eða hækk­unar launa.Síð­ustu ára­tugi hefur hallað undan fæti í sam­fé­lag­inu hér heima og heim­inum öll­um. Græðgi er talin til kosta og auð­ur­inn hefur safn­ast á fáar hend­ur. Þeir sem lifa af sívax­andi auði sínum hafa misst tengsl við sam­fé­lagið og kjör almenn­ings. Grunn­skil­yrði góðs lífs, svo sem við­ráð­an­legt hús­næð­is­verð, eru und­ir­seld spá­kaup­mennsku. Vinn­andi fólk á allt sitt undir því hvort stór­fyr­ir­tæki telji það nógu arð­bært að veita sóma­sam­legt hús­næði á við­ráð­an­legum kjör­um.Við þetta bæt­ist að verka­lýðs­hreyf­ingin á í vök að verj­ast þegar kemur að rétt­inda­brotum og félags­legum und­ir­boð­um. Upp­lýs­ingum um lög, reglur og rétt­indi er haldið frá fólki til að geta klipið af launum þeirra og félags­leg und­ir­boð eru orðin varn­ar­lína þeirra sem starfa í verka­lýðs­hreyf­ing­unni.Enn fremur hefur skatt­kerf­ið, sem er mæli­kvarði á sið­menntað sam­fé­lag, á síð­ustu árum verið sveigt í þágu hinna ríku gegn vinn­andi fólki. Áhrif tekna og búsetu á menntun og heilsu almenn­ings hafa auk­ist til muna og sjást nú á stærð­argráðu sem við höfum ekki séð í ára­tugi. Hættan er sú að til verði tvö aðskilin sam­fé­lög ríkra og fátækra, þar sem hinir efna­meiri kaupa sig fram fyrir röð­ina í heilsu­gæslu, menntun og annarri almanna­þjón­ustu.Okkar bíður það verk­efni að auka lífs­gæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu. Verka­lýðs­hreyf­ingin er mik­il­væg sem aldrei fyrr og hún má ekki bregð­ast á ögur­stundu. Hér á landi starfar ein sterkasta verka­lýðs­hreyf­ing heims og það er mikið ábyrgða­hlut­verk að ná að sam­eina hana um hag okkar allra. Það verður mik­il­væg­asta verk­efni næsta for­seta ASÍ.Um leið og ég þakka kær­lega fyrir allar þær fjöl­mörgu áskor­anir sem ég hef fengið innan sem utan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar lýsi ég því yfir að ég gef kost á mér í emb­ætti for­seta ASÍ á þing­inu sem sett verður 24. októ­ber næst­kom­and­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
Kjarninn 27. janúar 2021
Hækka veðhlutfall og lækka vexti
Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.
Kjarninn 27. janúar 2021
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent