Drífa Snædal gefur kost á sér í embætti forseta ASÍ

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, mun gefa kost á sér í embætti forseta ASÍ á þinginu sem sett verður 24. október næstkomandi.

Drífa Snædal
Drífa Snædal
Auglýsing

Drífa Snædal, fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins og fyrr­ver­andi vara­þing­maður Vinstri grænna, mun gefa kost á sér í emb­ætti for­seta ASÍ á þing­inu sem sett verður 24. októ­ber næst­kom­andi. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem hún sendi frá sér í morg­un. 

Hún segir í yfir­lýs­ing­unni að síð­ustu ára­tugi hafi hallað undan fæti í sam­fé­lag­inu hér heima og heim­inum öll­um. Græðgi sé talin til kosta og auð­ur­inn hefur safn­ast á fáar hend­ur. Þeir sem lifa af sívax­andi auði sínum hafi misst tengsl við sam­fé­lagið og kjör almenn­ings. Grunn­skil­yrði góðs lífs, svo sem við­ráð­an­legt hús­næð­is­verð, séu und­ir­seld spá­kaup­mennsku. Vinn­andi fólk eigi allt sitt undir því hvort stór­fyr­ir­tæki telji það nógu arð­bært að veita sóma­sam­legt hús­næði á við­ráð­an­legum kjör­um.

„Við þetta bæt­ist að verka­lýðs­hreyf­ingin á í vök að verj­ast þegar kemur að rétt­inda­brotum og félags­legum und­ir­boð­um. Upp­lýs­ingum um lög, reglur og rétt­indi er haldið frá fólki til að geta klipið af launum þeirra og félags­leg und­ir­boð eru orðin varn­ar­lína þeirra sem starfa í verka­lýðs­hreyf­ing­unni.

Enn fremur hefur skatt­kerf­ið, sem er mæli­kvarði á sið­menntað sam­fé­lag, á síð­ustu árum verið sveigt í þágu hinna ríku gegn vinn­andi fólki. Áhrif tekna og búsetu á menntun og heilsu almenn­ings hafa auk­ist til muna og sjást nú á stærð­argráðu sem við höfum ekki séð í ára­tugi. Hættan er sú að til verði tvö aðskilin sam­fé­lög ríkra og fátækra, þar sem hinir efna­meiri kaupa sig fram fyrir röð­ina í heilsu­gæslu, menntun og annarri almanna­þjón­ust­u,“ segir hún í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Hún segir að Íslend­ingum bíði það verk­efni að auka lífs­gæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu. Verka­lýðs­hreyf­ingin sé mik­il­væg sem aldrei fyrr og hún má ekki bregð­ast á ögur­stundu. Hér á landi starfi ein sterkasta verka­lýðs­hreyf­ing heims og það sé mikið ábyrgða­hlut­verk að ná að sam­eina hana um hag okkar allra. Það verði mik­il­væg­asta verk­efni næsta for­seta ASÍ.

Yfirlýsing Drífu Snædal

Verka­lýðs­hreyf­ingin er krafta­verka­hreyf­ing. Hún hefur lyft grettistaki til að auka lífs­gæði fólks, hvort sem horft er til hús­næð­is­mála, almanna­trygg­inga, auk­ins jöfn­uðar eða hækk­unar launa.Síð­ustu ára­tugi hefur hallað undan fæti í sam­fé­lag­inu hér heima og heim­inum öll­um. Græðgi er talin til kosta og auð­ur­inn hefur safn­ast á fáar hend­ur. Þeir sem lifa af sívax­andi auði sínum hafa misst tengsl við sam­fé­lagið og kjör almenn­ings. Grunn­skil­yrði góðs lífs, svo sem við­ráð­an­legt hús­næð­is­verð, eru und­ir­seld spá­kaup­mennsku. Vinn­andi fólk á allt sitt undir því hvort stór­fyr­ir­tæki telji það nógu arð­bært að veita sóma­sam­legt hús­næði á við­ráð­an­legum kjör­um.Við þetta bæt­ist að verka­lýðs­hreyf­ingin á í vök að verj­ast þegar kemur að rétt­inda­brotum og félags­legum und­ir­boð­um. Upp­lýs­ingum um lög, reglur og rétt­indi er haldið frá fólki til að geta klipið af launum þeirra og félags­leg und­ir­boð eru orðin varn­ar­lína þeirra sem starfa í verka­lýðs­hreyf­ing­unni.Enn fremur hefur skatt­kerf­ið, sem er mæli­kvarði á sið­menntað sam­fé­lag, á síð­ustu árum verið sveigt í þágu hinna ríku gegn vinn­andi fólki. Áhrif tekna og búsetu á menntun og heilsu almenn­ings hafa auk­ist til muna og sjást nú á stærð­argráðu sem við höfum ekki séð í ára­tugi. Hættan er sú að til verði tvö aðskilin sam­fé­lög ríkra og fátækra, þar sem hinir efna­meiri kaupa sig fram fyrir röð­ina í heilsu­gæslu, menntun og annarri almanna­þjón­ustu.Okkar bíður það verk­efni að auka lífs­gæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu. Verka­lýðs­hreyf­ingin er mik­il­væg sem aldrei fyrr og hún má ekki bregð­ast á ögur­stundu. Hér á landi starfar ein sterkasta verka­lýðs­hreyf­ing heims og það er mikið ábyrgða­hlut­verk að ná að sam­eina hana um hag okkar allra. Það verður mik­il­væg­asta verk­efni næsta for­seta ASÍ.Um leið og ég þakka kær­lega fyrir allar þær fjöl­mörgu áskor­anir sem ég hef fengið innan sem utan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar lýsi ég því yfir að ég gef kost á mér í emb­ætti for­seta ASÍ á þing­inu sem sett verður 24. októ­ber næst­kom­and­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent