Ríkissaksóknari skoðar mál Danske bank

Mál Danske bank um meint peningaþvætti í Eistlandi er komið upp á borð ríkissaksóknara Danmerkur í efnahagsmálum.

Húsnæði Danske bank hjá Holmens Kanal í Kaupmannahöfn.
Húsnæði Danske bank hjá Holmens Kanal í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Rík­is­sak­sókn­ari Dan­merkur í efna­hags-og al­þjóða­af­brota­málum hefur hafið form­lega rann­sókn á D­anske ­bank vegna mögu­legra brota á lögum um pen­inga­þvætti. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá emb­ætti rík­is­sak­sókn­ar­ans sem birt­ist í gær.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um meint brot D­anske ­bank, en bank­inn er ásak­aður um að hafa stundað pen­inga­þvætti fyr­ir­ u.þ.b. 890 millj­arða íslenskra króna í gegnum úti­búið sitt í Eist­landi. Bank­inn hóf eigin rann­sókn á mál­inu árið 2015, en stuttu seinna rann­sök­uðu frönsk yfir­völd og fjár­mála­eft­ir­lit Dan­merkur einnig mál­ið.

Auglýsing

Sam­kvæmt Morten Niels Jak­ob­sen, efna­hags­rík­is­sak­sókn­ara Dan­merk­ur, er rann­sóknin vel á veg kom­in. „Við höfum eðli máls­ins sam­kvæmt fylgt mál­inu í gegnum lengri tíma, en af góðum ástæðum höfum við haldið spil­unum þétt að okk­ur. Nú erum við komin það langt að ég get stað­fest að við hjá emb­ætt­inu höfum hafið rann­sókn í þeim til­gangi að skoða hvort við í Dan­mörku getum höfðað saka­mál gegn D­anske ­bank fyrir brot á pen­inga­þvætt­is­lög­un­um,“ segir Morten í til­kynn­ingu emb­ættis síns. 

Hverjum steini velt við

Einnig bætir Morten við að emb­ættið sé stað­ráðið að velta við hverjum steini í mál­inu. Of fljótt sé að segja hvort saka­mál verði höfðað gegn bank­an­um, en fari svo gæti hann átt yfir höfði sér þungar fjár­hags­legar refs­ing­ar. 

Af­leið­ingar máls­ins hafa nú þegar verið tölu­verðar inn­an­ D­anske ­bank, en Lars Mørch, rekstr­ar­stjóri alþjóða­við­skipta bank­ans, sagði af sér árið 2015 vegna þess og mán­uði seinna barst opin­ber afsök­un­ar­beiðni á starf­sem­inn­i frá fram­kvæmda­stjór­an­um.

Fyrir mán­uði síðan birti svo Berl­ingske frétt þar sem upp­hæð pen­inga­þvætt­is­ins er sögð hafa numið um 890 millj­örðum íslenskra króna, en það er tvö­falt það sem áður var talið. Í kjöl­far þeirra frétta lækk­aði hluta­bréfa­verð bank­ans tölu­vert og ýmsir hættu við­skiptum við hann, þar á meðal frum­kvöð­ull­inn Davíð Helga­son.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent