Ríkissaksóknari skoðar mál Danske bank

Mál Danske bank um meint peningaþvætti í Eistlandi er komið upp á borð ríkissaksóknara Danmerkur í efnahagsmálum.

Húsnæði Danske bank hjá Holmens Kanal í Kaupmannahöfn.
Húsnæði Danske bank hjá Holmens Kanal í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Rík­is­sak­sókn­ari Dan­merkur í efna­hags-og al­þjóða­af­brota­málum hefur hafið form­lega rann­sókn á D­anske ­bank vegna mögu­legra brota á lögum um pen­inga­þvætti. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá emb­ætti rík­is­sak­sókn­ar­ans sem birt­ist í gær.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um meint brot D­anske ­bank, en bank­inn er ásak­aður um að hafa stundað pen­inga­þvætti fyr­ir­ u.þ.b. 890 millj­arða íslenskra króna í gegnum úti­búið sitt í Eist­landi. Bank­inn hóf eigin rann­sókn á mál­inu árið 2015, en stuttu seinna rann­sök­uðu frönsk yfir­völd og fjár­mála­eft­ir­lit Dan­merkur einnig mál­ið.

Auglýsing

Sam­kvæmt Morten Niels Jak­ob­sen, efna­hags­rík­is­sak­sókn­ara Dan­merk­ur, er rann­sóknin vel á veg kom­in. „Við höfum eðli máls­ins sam­kvæmt fylgt mál­inu í gegnum lengri tíma, en af góðum ástæðum höfum við haldið spil­unum þétt að okk­ur. Nú erum við komin það langt að ég get stað­fest að við hjá emb­ætt­inu höfum hafið rann­sókn í þeim til­gangi að skoða hvort við í Dan­mörku getum höfðað saka­mál gegn D­anske ­bank fyrir brot á pen­inga­þvætt­is­lög­un­um,“ segir Morten í til­kynn­ingu emb­ættis síns. 

Hverjum steini velt við

Einnig bætir Morten við að emb­ættið sé stað­ráðið að velta við hverjum steini í mál­inu. Of fljótt sé að segja hvort saka­mál verði höfðað gegn bank­an­um, en fari svo gæti hann átt yfir höfði sér þungar fjár­hags­legar refs­ing­ar. 

Af­leið­ingar máls­ins hafa nú þegar verið tölu­verðar inn­an­ D­anske ­bank, en Lars Mørch, rekstr­ar­stjóri alþjóða­við­skipta bank­ans, sagði af sér árið 2015 vegna þess og mán­uði seinna barst opin­ber afsök­un­ar­beiðni á starf­sem­inn­i frá fram­kvæmda­stjór­an­um.

Fyrir mán­uði síðan birti svo Berl­ingske frétt þar sem upp­hæð pen­inga­þvætt­is­ins er sögð hafa numið um 890 millj­örðum íslenskra króna, en það er tvö­falt það sem áður var talið. Í kjöl­far þeirra frétta lækk­aði hluta­bréfa­verð bank­ans tölu­vert og ýmsir hættu við­skiptum við hann, þar á meðal frum­kvöð­ull­inn Davíð Helga­son.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent