Ríkissaksóknari skoðar mál Danske bank

Mál Danske bank um meint peningaþvætti í Eistlandi er komið upp á borð ríkissaksóknara Danmerkur í efnahagsmálum.

Húsnæði Danske bank hjá Holmens Kanal í Kaupmannahöfn.
Húsnæði Danske bank hjá Holmens Kanal í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Rík­is­sak­sókn­ari Dan­merkur í efna­hags-og al­þjóða­af­brota­málum hefur hafið form­lega rann­sókn á D­anske ­bank vegna mögu­legra brota á lögum um pen­inga­þvætti. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá emb­ætti rík­is­sak­sókn­ar­ans sem birt­ist í gær.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um meint brot D­anske ­bank, en bank­inn er ásak­aður um að hafa stundað pen­inga­þvætti fyr­ir­ u.þ.b. 890 millj­arða íslenskra króna í gegnum úti­búið sitt í Eist­landi. Bank­inn hóf eigin rann­sókn á mál­inu árið 2015, en stuttu seinna rann­sök­uðu frönsk yfir­völd og fjár­mála­eft­ir­lit Dan­merkur einnig mál­ið.

Auglýsing

Sam­kvæmt Morten Niels Jak­ob­sen, efna­hags­rík­is­sak­sókn­ara Dan­merk­ur, er rann­sóknin vel á veg kom­in. „Við höfum eðli máls­ins sam­kvæmt fylgt mál­inu í gegnum lengri tíma, en af góðum ástæðum höfum við haldið spil­unum þétt að okk­ur. Nú erum við komin það langt að ég get stað­fest að við hjá emb­ætt­inu höfum hafið rann­sókn í þeim til­gangi að skoða hvort við í Dan­mörku getum höfðað saka­mál gegn D­anske ­bank fyrir brot á pen­inga­þvætt­is­lög­un­um,“ segir Morten í til­kynn­ingu emb­ættis síns. 

Hverjum steini velt við

Einnig bætir Morten við að emb­ættið sé stað­ráðið að velta við hverjum steini í mál­inu. Of fljótt sé að segja hvort saka­mál verði höfðað gegn bank­an­um, en fari svo gæti hann átt yfir höfði sér þungar fjár­hags­legar refs­ing­ar. 

Af­leið­ingar máls­ins hafa nú þegar verið tölu­verðar inn­an­ D­anske ­bank, en Lars Mørch, rekstr­ar­stjóri alþjóða­við­skipta bank­ans, sagði af sér árið 2015 vegna þess og mán­uði seinna barst opin­ber afsök­un­ar­beiðni á starf­sem­inn­i frá fram­kvæmda­stjór­an­um.

Fyrir mán­uði síðan birti svo Berl­ingske frétt þar sem upp­hæð pen­inga­þvætt­is­ins er sögð hafa numið um 890 millj­örðum íslenskra króna, en það er tvö­falt það sem áður var talið. Í kjöl­far þeirra frétta lækk­aði hluta­bréfa­verð bank­ans tölu­vert og ýmsir hættu við­skiptum við hann, þar á meðal frum­kvöð­ull­inn Davíð Helga­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent