Fjórir hafa boðið sig fram til formanns Neytendasamtakanna

Breki Karlsson, Guðmundur Hörður Guðmundsson, Guðjón Sigurbjartsson og Jakob S. Jónsson hafa boðið sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum. Framboðsfrestur er til 15. ágúst.

Frambjóðendur - Breki Karlsson, Guðmundur Hörður Guðmundsson, Guðjón Sigurbjartsson og Jakob S. Jónsson.
Frambjóðendur - Breki Karlsson, Guðmundur Hörður Guðmundsson, Guðjón Sigurbjartsson og Jakob S. Jónsson.
Auglýsing

Fjórir einstaklingar hafa nú ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum, þeir Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, Guðmundur Hörður Guðmundsson fyrrverandi formaður Landverndar, Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur og Jakob S. Jónsson leiðsögumaður og leikstjóri. Framboðsfrestur er til 15. ágúst. 

Nýr formaður verður kjörinn á þingi Neytendasamtakanna 27. október næstkomandi.

Stjórn NS auglýsti eftir framboðum til formanns og stjórnar um miðjan júní síðastliðinn og verður kosningin rafræn. Allir sem skrá sig á þingið hafa rétt til að taka þátt í kosningu formanns og stjórnar.

Auglýsing

Staðsetning þingsins verður tilkynnt síðar en þingið verður jafnframt rafrænt til að auðvelda fólki þátttöku m.a. þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, segir á vefsíðu samtakanna. Samkvæmt lögum samtakanna þurfa félagsmenn að skrá sig á þingið eigi síðar en á hádegi þann 20. október. Þeir einir geta tekið þátt í þingi samtakanna sem eru félagsmenn og eru skuldlausir við samtökin viku fyrir þingið. Greiðsla félagsgjalda er ekki möguleg á þinginu.

Segir enn fremur á vefsíðu samtakanna að skráningar fullgildra félagsmanna sé grunnur að kjörskrá. „Rafrænar kosningar til stjórnar verða framkvæmdar með notkun persónuauðkenna þar sem fólk notar ýmist rafræn skilríki eða Íslykil. Hvorki verður fylgst með mætingu á þingið né verður þátttakendalisti birtur. Kjörskrá verður eytt að loknum kosningum. Gert er ráð fyrir að kosningar hefjist um hádegi þann 27. október og standi til hádegis daginn eftir. Þann 28. október mun kjörnefnd tilkynna úrslit kosninga, ný stjórn tekur við og þingi slitið.“

Hægt er að skrá sig á þingið á vefsíðu samtakanna

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent