Stjórnendur Marel keyptu fyrir hönd fyrirtækisins eigin bréf í félaginu að virði tæpra tveggja milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.
Samkvæmt tilkynningunni eru viðskiptin gerð á grundvelli heimildar frá stjórn Marel til stjórnenda félagsins til að kaupa allt að 20 milljónum hluta að nafnvirði, sem ætlaðir eru sem endurgjald í mögulegum fyrirtækjakaupum. Kjarninn greindi áður frá heimildinni, en hún var ákveðin á fjárfestafundi félagsins í febrúar í ár.
Í dag var svo kynnt frá eigin kaupum að 5 milljónum hluta félagsins á genginu 363 krónum á hlut. Fjöldi hluta félagsins eftir viðskipti nemur þá 55 milljónum og 737 þúsundum.
Auglýsing