Greinendur hjá greiningu Capacent verðmeta Marel þessi misserin á 328 milljarða króna en markaðsvirðið er í dag 246 milljarðar króna.
Munurinn er því 82 milljarðar.
Rekstur Marel hefur gengið vel að undanförnu en hagnaður félagsins nam 96,9 milljónum evra í fyrra, eða sem nemur rúmlega 12 milljörðum króna.
Eignir félagsins nema tæplega 1,5 milljörðum evra, um 186 milljörðum króna, og eigið fé var um mitt þetta ár 536 milljónir evra, eða sem nemur um 66,4 milljörðum króna.
Í morgun birtist tilkynning í Kauphöllinni þess efnis að Marel hyggðist kaupa eigin bréf fyrir 1,8 milljarða króna. Fjöldi hluta eftir viðskiptin mun vera 55,7 milljónir.
Í tilkynningunni, sem greint var frá á vef Kjarnans, kemur fram að viðskiptin séu gerð á grundvelli heimildar frá stjórn Marel hf. til stjórnenda félagsins til að kaupa allt að 20 milljónum hluta að nafnvirði, sem ætlaðir eru sem endurgjald í mögulegum fyrirtækjakaupum.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, hefur opinberlega kynnt þá sýn Marel að vaxa um 12 prósent á ári næstu tíu árin, með bæði yfirtökum og innri vexti.