Tvöfalt fleiri bandarískir hermenn í Noregi

Bandarískum hermönnum í Noregi mun stórfjölga í ár, en fjölgunin eykur á spennu milli Noregs og Rússlands í varnarmálum.

Frá hernaðaræfingu Bandaríkjamanna í Þýskalandi fyrr í sumar.
Frá hernaðaræfingu Bandaríkjamanna í Þýskalandi fyrr í sumar.
Auglýsing

Norska varn­ar­mála­ráðu­neytið hefur til­kynnt rúma tvö­földun banda­rískra her­manna í Nor­egi sam­kvæmt til­kynn­ingu sinni í dag. Áætl­anir um fjölg­un­ina voru kynntar fyrr í sum­ar, en rúss­nesk yfir­völd sögðu hana óvin­veitta og myndu ekki vera án afleið­inga.

Frétta­stofa norska rík­is­út­varps­ins greindi frá fjölg­un­inni fyrr í dag og vís­aði til frétta­til­kynn­ingar varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins í Nor­egi. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni verður banda­rískum her­mönnum í Nor­egi og Norð­ur­-­Evr­ópu aukið úr 330 í 700. Her­menn­irnir eru stað­settir í Vær­nes í Trøndelag í Mið-Nor­egi, en þeim er skipt út tvisvar á ári. Ráðu­neytið segir ákvörð­un­ina um að fjölga banda­rískum her­mönnum muni styrkja sam­hæf­ingu milli norska hers­ins og ann­arra Banda­manna í her­æf­ing­um.

Auglýsing

Áætl­anir um fjölg­un­ina voru fyrst birtar í júní, en rúss­nesk yfir­völd brugð­ust þá ókvæða við henni. Sam­kvæmt frétt Business Insider um málið sagði rúss­neska sendi­ráðið í Nor­egi aðgerð­ina vera „aug­ljós­lega óvin­veitta og munu ekki vera án afleið­inga.“ Stjórn­völd í Nor­egi hafa hins vegar sagt að þau telji Rúss­land ekki ógna öryggi lands­ins með beinum hætti, en lýstu þó yfir áhyggjum yfir auk­inni sókn í hern­að­ar­málum lands­ins á síð­ustu árum, sér­stak­lega eftir her­nám á Krím­skag­anum í Úkra­ínu árið 2014. 

Kjarn­inn hefur áður fjallað um aukna spennu í varn­ar­málum milli Nor­egs og Rúss­lands, en rúss­neski her­inn lok­aði fyrir umferð í Barents­haf­in­u ­fyrr í sumar með óvæntri hern­að­ar­æf­ingu án þess að til­kynna norskum yfir­völd­um. Að æfing­unni komu 36 her­skip og 20 flug­vél­ar, en varn­ar­mála­ráðu­neyti Rúss­lands sagði mark­mið æfing­ar­innar að und­ir­búa sig gegn viða­mik­illi óvina­árás. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent