Tvöfalt fleiri bandarískir hermenn í Noregi

Bandarískum hermönnum í Noregi mun stórfjölga í ár, en fjölgunin eykur á spennu milli Noregs og Rússlands í varnarmálum.

Frá hernaðaræfingu Bandaríkjamanna í Þýskalandi fyrr í sumar.
Frá hernaðaræfingu Bandaríkjamanna í Þýskalandi fyrr í sumar.
Auglýsing

Norska varn­ar­mála­ráðu­neytið hefur til­kynnt rúma tvö­földun banda­rískra her­manna í Nor­egi sam­kvæmt til­kynn­ingu sinni í dag. Áætl­anir um fjölg­un­ina voru kynntar fyrr í sum­ar, en rúss­nesk yfir­völd sögðu hana óvin­veitta og myndu ekki vera án afleið­inga.

Frétta­stofa norska rík­is­út­varps­ins greindi frá fjölg­un­inni fyrr í dag og vís­aði til frétta­til­kynn­ingar varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins í Nor­egi. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni verður banda­rískum her­mönnum í Nor­egi og Norð­ur­-­Evr­ópu aukið úr 330 í 700. Her­menn­irnir eru stað­settir í Vær­nes í Trøndelag í Mið-Nor­egi, en þeim er skipt út tvisvar á ári. Ráðu­neytið segir ákvörð­un­ina um að fjölga banda­rískum her­mönnum muni styrkja sam­hæf­ingu milli norska hers­ins og ann­arra Banda­manna í her­æf­ing­um.

Auglýsing

Áætl­anir um fjölg­un­ina voru fyrst birtar í júní, en rúss­nesk yfir­völd brugð­ust þá ókvæða við henni. Sam­kvæmt frétt Business Insider um málið sagði rúss­neska sendi­ráðið í Nor­egi aðgerð­ina vera „aug­ljós­lega óvin­veitta og munu ekki vera án afleið­inga.“ Stjórn­völd í Nor­egi hafa hins vegar sagt að þau telji Rúss­land ekki ógna öryggi lands­ins með beinum hætti, en lýstu þó yfir áhyggjum yfir auk­inni sókn í hern­að­ar­málum lands­ins á síð­ustu árum, sér­stak­lega eftir her­nám á Krím­skag­anum í Úkra­ínu árið 2014. 

Kjarn­inn hefur áður fjallað um aukna spennu í varn­ar­málum milli Nor­egs og Rúss­lands, en rúss­neski her­inn lok­aði fyrir umferð í Barents­haf­in­u ­fyrr í sumar með óvæntri hern­að­ar­æf­ingu án þess að til­kynna norskum yfir­völd­um. Að æfing­unni komu 36 her­skip og 20 flug­vél­ar, en varn­ar­mála­ráðu­neyti Rúss­lands sagði mark­mið æfing­ar­innar að und­ir­búa sig gegn viða­mik­illi óvina­árás. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent