Tvöfalt fleiri bandarískir hermenn í Noregi

Bandarískum hermönnum í Noregi mun stórfjölga í ár, en fjölgunin eykur á spennu milli Noregs og Rússlands í varnarmálum.

Frá hernaðaræfingu Bandaríkjamanna í Þýskalandi fyrr í sumar.
Frá hernaðaræfingu Bandaríkjamanna í Þýskalandi fyrr í sumar.
Auglýsing

Norska varnarmálaráðuneytið hefur tilkynnt rúma tvöföldun bandarískra hermanna í Noregi samkvæmt tilkynningu sinni í dag. Áætlanir um fjölgunina voru kynntar fyrr í sumar, en rússnesk yfirvöld sögðu hana óvinveitta og myndu ekki vera án afleiðinga.

Fréttastofa norska ríkisútvarpsins greindi frá fjölguninni fyrr í dag og vísaði til fréttatilkynningar varnarmálaráðuneytisins í Noregi. Samkvæmt tilkynningunni verður bandarískum hermönnum í Noregi og Norður-Evrópu aukið úr 330 í 700. Hermennirnir eru staðsettir í Værnes í Trøndelag í Mið-Noregi, en þeim er skipt út tvisvar á ári. Ráðuneytið segir ákvörðunina um að fjölga bandarískum hermönnum muni styrkja samhæfingu milli norska hersins og annarra Bandamanna í heræfingum.

Auglýsing

Áætlanir um fjölgunina voru fyrst birtar í júní, en rússnesk yfirvöld brugðust þá ókvæða við henni. Samkvæmt frétt Business Insider um málið sagði rússneska sendiráðið í Noregi aðgerðina vera „augljóslega óvinveitta og munu ekki vera án afleiðinga.“ Stjórnvöld í Noregi hafa hins vegar sagt að þau telji Rússland ekki ógna öryggi landsins með beinum hætti, en lýstu þó yfir áhyggjum yfir aukinni sókn í hernaðarmálum landsins á síðustu árum, sérstaklega eftir hernám á Krímskaganum í Úkraínu árið 2014. 

Kjarninn hefur áður fjallað um aukna spennu í varnarmálum milli Noregs og Rússlands, en rússneski herinn lokaði fyrir umferð í Barentshafinu fyrr í sumar með óvæntri hernaðaræfingu án þess að tilkynna norskum yfirvöldum. Að æfingunni komu 36 herskip og 20 flugvélar, en varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði markmið æfingarinnar að undirbúa sig gegn viðamikilli óvinaárás. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent