Rekstrartap WOW Air nam um 45 milljónum bandaríkjadala, jafngildi 4,8 milljarða íslenskra króna, á tólf mánaða tímabili frá júlí 2017 til júní 2018, að því er fram kemur í fjárfestakynningu um rekstur félagsins.
Fjallað er um kynninguna í Morgunblaðinu í dag, sem hefur hana undir höndum.
Rekstrarspá fyrir árið 2018 í heild sinni gerir ráð fyrir rekstrartapi upp á 28 milljónir dala, sem nemur um 3 milljörðum íslenskra króna.
Í fyrra tapaði félagið 2,3 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu frá félaginu, en ársreikningur félagsins hefur ekki verið birtur enn.
Eigið fé WOW air í lok júní var 14 milljónir dala, um 1,5 milljarðar króna, en frá þeim tíma hefur kröfum verið umbreytt í hlutafé, og það þannig aukið um rúmlega 50 prósent.
„Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu segir, að samkvæmt kynningunni sé stefnt að útgáfu skuldabréfa fyrir 500-1000 milljónir sænskra króna, jafngildi 6-12 milljarða íslenskra króna, sem ætlað er til að endurfjármagna skuldir og brúa fjárþörf fram að frumútboði félagsins, sem stefnt er að innan 18 mánaða,“ segir í frétt mbl.is.