Hlutfall fyrirtækja á meðal leigusala hefur tvöfaldast á nokkrum árum

Þrátt fyrir að einstaklingar séu enn algengustu leigusalar á íbúðamarkaði hefur hlutfall fyrirtækja sem stunda slíka starfsemi tvöfaldast frá árinu 2011. Bankar eru hverfandi breyta á þessum markaði. Samliða þessari þróun hefur leiguverð tvöfaldast.

7DM_3272_raw_170626.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Hlut­fall fyr­ir­tækja á meðal leigu­sala íbúð­ar­hús­næðis hefur auk­ist úr 21 pró­sent árið 2011 í 41 pró­sent í ár. Ein­stak­lingar voru 73 pró­sent leigu­sala fyrir sjö árum en eru nú 57 pró­sent þeirra. Hlutur fjár­mála­stofn­ana á leigusala­mark­að­inum hefur dreg­ist saman úr sjö pró­sentum í upp­hafi tíma­bils­ins í tvö pró­sent nú. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum frá Þjóð­skrá Íslands.

Fjallað er um þessa þróun á vef Íbúða­lána­sjóðs. Þar segir að grein­ingin fyrir árið 2018, sem byggi á 5.622 leigu­samn­ingum sem þing­lýst var á mán­að­ar­tíma­bili í sum­ar, gefi góða vís­bend­ingu um stöðu leigu­mark­að­ar­ins og þróun hans í gegnum tíð­ina. Þrátt fyrir að ein­stak­lingar séu enn algeng­asti leigusal­inn hafi fyr­ir­tæki aukið hlut sinn hratt og hlut­deild fjár­mála­fyr­ir­tækja, sem sátu enn uppi með umtals­vert magn íbúð­ar­hús­næðis eftir hrunið á árinu 2011, hefur minnkað mik­ið.

Leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur tvö­fald­ast á síð­ustu átta árum sam­hliða því að hagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög hafa orðið fyr­ir­ferða­meiri á íslenska leigu­mark­að­in­um. Þar ber helst að nefna félög á borð við Heima­velli og Almenna leigu­fé­lag­ið.

Auglýsing
Á síð­­­ustu tveimur árum hefur leigu­verðið hækkað um 30 pró­­sent. Í nýlegri könnun sem gerð var fyrir Íbúða­lána­­sjóð kom fram að þriðji hver leigj­andi borgi meira en helm­ing af ráð­­stöf­un­­ar­­tekjum sínum í leigu og fáir þeirra geta safnað sér sparifé vegna hás leigu­kostn­að­ar. Ein­ungis 14 pró­­sent þeirra sem eru á leig­u­­mark­aði vilja vera þar.

Í maí sendi Íbúða­lána­­sjóður 20 leigu­fé­lögum sem eru með lán frá sjóðnum bréf þar sem kallar er eftir upp­­lýs­ingum um verð­lagn­ingu leig­u­í­­búða í þeirra eigu, og eftir atvikum um hækk­­­anir á húsa­­leigu þeirra til leig­u­­taka. Í bréf­inu var kallað eftir svörum um hvort og þá hvernig skil­yrðum reglu­­gerðar um lán sjóðs­ins séu upp­­­fyllt. Á meðal þeirra sem hafa fengið lán frá sjóðnum eru hagn­að­­ar­drifin leigu­fé­lög.

Stærstu hagn­að­­ar­drifnu leigu­fé­lög lands­ins hafa varið hækk­­­anir sínar með þeim rökum að þau hafi ein­­göngu verið að „að­laga“ leig­u­­samn­inga fast­­eigna­safna sem þau hafi keypt af rík­­inu að mark­aðs­verði.

Meira úr sama flokkiInnlent