Skoða hvernig smásala lyfja hefur þróast

Velferðarráðuneytið hefur samið við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um gerð ítarlegrar úttektar á smásölu lyfja hér á landi. Áætlað er að stofnunin ljúki verkinu um næstu áramót.

Lyf Mynd: Pixabay
Auglýsing

Vel­ferð­ar­ráðu­neytið hefur samið við Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands um gerð ítar­legrar úttektar á smá­sölu lyfja hér á landi. Skoðað verður hvernig mark­að­ur­inn hefur þró­ast frá því að verslun með lyf var gefin frjáls árið 1996 og hvort helstu mark­miðum lyfja­laga sé fram­fylg­t. ­Á­ætlað er að stofn­unin ljúki verk­inu um næstu ára­mót og skili þá ráðu­neyt­inu skýrslu með nið­ur­stöðum sín­um.

Þetta kemur fram í frétt vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Þar segir að í úttekt Hag­fræði­stofn­unar verði sam­keppn­is­staða mark­að­ar­ins greind, meðal ann­ars á grund­velli mark­aðs­hlut­deild­ar, sam­þjöppun eign­ar­halds og álagn­ingar smá­sala. Jafn­framt verði skoðuð hag­kvæmni í lyf­sölu og gæði þjón­ust­unn­ar, þar á meðal dreif­ing apó­teka um land­ið. Kannað verði hvort þær breyt­ingar sem inn­leiddar voru í lyfja­verslun árið 1996 hafi skilað sér í lægra verði og betri þjón­ustu apó­teka. Í breyt­ing­unni hafi meðal ann­ars falist að hætt var að tak­marka fjölda apó­teka og felld niður krafa um að eig­endur þeirra væru lyfja­fræð­ing­ar. Nið­ur­stöður grein­ing­ar­innar verða bornar saman við stöð­una hjá nágranna­þjóð­um, sam­kvæmt ráðu­neyt­in­u. 

Auglýsing

„Meg­in­mark­mið lyfja­laga er að tryggja nægt fram­boð lyfja með sem hag­kvæm­astri dreif­ingu á grund­velli eðli­legrar sam­keppni. Sam­kvæmt lög­unum á lyfja­dreif­ing að vera hluti heil­brigð­is­þjón­ust­unnar og þeir sem starfa við verslun með lyf skulu vinna með öðrum aðilum heil­brigð­is­þjón­ust­unnar að opin­berum heil­brigð­is­mark­mið­u­m. 

Jafn­framt er mark­mið lag­anna að tryggja gæði og öryggi lyfja og lyfja­þjón­ustu, auka fræðslu um lyfja­notk­un, sporna við óhóf­legri notkun og halda lyfja­kostn­aði í lág­marki,“ segir í frétt­inn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“
Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
„Þetta eru mikil læti“
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent