Trump mælir ekki með lögfræðiþjónustu Cohens

Bandaríkjaforseti segir á Twitter-reikningi sínum að ef fólk sé að leita sér að lögfræðiþjónustu þá skuli það ekki kaupa þjónustu Michael Cohens. Hann mærir aftur á móti Paul Mana­fort í annarri Twitter-færslu í dag.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna hefur brugð­ist við atburðum síð­ustu daga en á Twitt­er-­síðu sinni í dag segir hann að ef fólk ætli sér að leita að lög­fræði­þjón­ustu ætti það ekki að sækja hana til Mich­ael Cohens.

Cohen er fyrr­ver­andi lög­fræð­ingur Trumps en í gær ját­aði hann á sig um­fangs­­­mik­il fjár- og skatt­­svik. Hann hef­ur und­an­farið ver­ið til rann­­­sókn­ar vegna mög­u­­­legra skattsvika og fleiri svika við fjár­­­­­mála­­­stofn­an­ir, og hefur sekt hans nú verið sönnuð og við­­ur­­kennd.

Tengd­ist hún meðal ann­­ars 20 millj­­óna Banda­­ríkja­dala lán­veit­ingum til fjöl­­skyld­u­­rekst­­urs hans, á sviði leig­u­bíla­­starf­­sem­i.

Auglýsing

Hann sagð­ist enn fremur hafa greitt tveim­ur kon­um að beiðni Trumps Banda­­ríkja­­for­­seta, til að tryggja að þær myndu ekki tala um sam­­­band sitt við for­­­set­ann.

Cohen sagði að greiðsl­­urn­ar hefðu átt að hafa áhrif á for­­­seta­­­kosn­­­ing­­­arn­ar 2016. Þetta er brot á lögum um fjár­­­mögnun kosn­­inga­bar­áttu, og segir á vef CNN að margir telji Trump sjálfan nú vera í vand­ræð­­um. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn, hvað þetta varð­­ar, en Trump hefur enn ekki tjáð sig um þessi mál.

Ann­arri kon­unni greiddi Cohen 150 þús­und Banda­­ríkja­dali en hinni, klám­­­mynda­­leikkon­unni Stor­my Dan­i­els, greiddi hann 130 þús­und Banda­­ríkja­dali. Var það gert til að Dan­i­els þegði um sam­­­band henn­ar og Trump sem varði í stutt­an tíma, á meðan hann var kvænt Mel­aniu Trump, eig­in­­konu sinni og for­­seta­frú.

Dan­i­els steig fram fyrr á árinu og sagði að sér hefði verið hótað ef hún myndi tjá sig um sam­­bandið við for­­set­ann, en hún gerði það samt, og leiddi það meðal ann­­ars til þess að rann­­sókn hófst á Cohen. Var hús­­leit fram­­kvæmd á skrif­­stofu hans í apríl og hefur rann­­sókn staðið yfir síð­­­an.Kennir í brjósti um Mana­fort

Trump virð­ist hafa meiri samúð með Paul Mana­­fort, fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóra sín­um, en for­set­inn tjáir sig um skatt­svik hans á Twitter í dag.

Þá segir hann að hann kenni í brjósti um Mana­fort og fjöl­skyldu hans. Að „rétt­læt­ið“ hafi tekið 12 ára gam­alt mál og lagt gríð­ar­legt álag á mann­inn. Hann hafi þó ekki „brotn­að“ á sama hátt og fyrr­nefndur Cohen. Trump seg­ist bera mikla virð­ingu fyrir slíkum hug­rökkum manni.

Paul Mana­­fort var í gær sak­­­felld­ur fyr­ir skattsvik, banka­­­svik og fyr­ir að hafa ekki greint frá inn­­i­­­stæðum leyn­i­­legra félaga í skatta­­skjól­u­m.

Fjöl­miðlar í Banda­­ríkj­unum túlka dóm­inn sem sig­ur fyr­ir sér­­­stak­an sak­­­sókn­­­ara, Robert S. Mu­ell­er, og starfs­­­menn hans.

Þeir ákærðu Mana­­­fort fyr­ir að fela millj­­­ón­ir Banda­­­ríkja­dala á af­l­ands­­­reikn­ing­um til þess að forð­­ast skatta og að hafa logið ít­rekað til þess að geta fengið 20 millj­­­ón­ir doll­­­ara að láni hjá fjár­­­­­mála­­­stofn­un­­­um.Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent