Trump mælir ekki með lögfræðiþjónustu Cohens

Bandaríkjaforseti segir á Twitter-reikningi sínum að ef fólk sé að leita sér að lögfræðiþjónustu þá skuli það ekki kaupa þjónustu Michael Cohens. Hann mærir aftur á móti Paul Mana­fort í annarri Twitter-færslu í dag.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna hefur brugð­ist við atburðum síð­ustu daga en á Twitt­er-­síðu sinni í dag segir hann að ef fólk ætli sér að leita að lög­fræði­þjón­ustu ætti það ekki að sækja hana til Mich­ael Cohens.

Cohen er fyrr­ver­andi lög­fræð­ingur Trumps en í gær ját­aði hann á sig um­fangs­­­mik­il fjár- og skatt­­svik. Hann hef­ur und­an­farið ver­ið til rann­­­sókn­ar vegna mög­u­­­legra skattsvika og fleiri svika við fjár­­­­­mála­­­stofn­an­ir, og hefur sekt hans nú verið sönnuð og við­­ur­­kennd.

Tengd­ist hún meðal ann­­ars 20 millj­­óna Banda­­ríkja­dala lán­veit­ingum til fjöl­­skyld­u­­rekst­­urs hans, á sviði leig­u­bíla­­starf­­sem­i.

Auglýsing

Hann sagð­ist enn fremur hafa greitt tveim­ur kon­um að beiðni Trumps Banda­­ríkja­­for­­seta, til að tryggja að þær myndu ekki tala um sam­­­band sitt við for­­­set­ann.

Cohen sagði að greiðsl­­urn­ar hefðu átt að hafa áhrif á for­­­seta­­­kosn­­­ing­­­arn­ar 2016. Þetta er brot á lögum um fjár­­­mögnun kosn­­inga­bar­áttu, og segir á vef CNN að margir telji Trump sjálfan nú vera í vand­ræð­­um. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn, hvað þetta varð­­ar, en Trump hefur enn ekki tjáð sig um þessi mál.

Ann­arri kon­unni greiddi Cohen 150 þús­und Banda­­ríkja­dali en hinni, klám­­­mynda­­leikkon­unni Stor­my Dan­i­els, greiddi hann 130 þús­und Banda­­ríkja­dali. Var það gert til að Dan­i­els þegði um sam­­­band henn­ar og Trump sem varði í stutt­an tíma, á meðan hann var kvænt Mel­aniu Trump, eig­in­­konu sinni og for­­seta­frú.

Dan­i­els steig fram fyrr á árinu og sagði að sér hefði verið hótað ef hún myndi tjá sig um sam­­bandið við for­­set­ann, en hún gerði það samt, og leiddi það meðal ann­­ars til þess að rann­­sókn hófst á Cohen. Var hús­­leit fram­­kvæmd á skrif­­stofu hans í apríl og hefur rann­­sókn staðið yfir síð­­­an.Kennir í brjósti um Mana­fort

Trump virð­ist hafa meiri samúð með Paul Mana­­fort, fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóra sín­um, en for­set­inn tjáir sig um skatt­svik hans á Twitter í dag.

Þá segir hann að hann kenni í brjósti um Mana­fort og fjöl­skyldu hans. Að „rétt­læt­ið“ hafi tekið 12 ára gam­alt mál og lagt gríð­ar­legt álag á mann­inn. Hann hafi þó ekki „brotn­að“ á sama hátt og fyrr­nefndur Cohen. Trump seg­ist bera mikla virð­ingu fyrir slíkum hug­rökkum manni.

Paul Mana­­fort var í gær sak­­­felld­ur fyr­ir skattsvik, banka­­­svik og fyr­ir að hafa ekki greint frá inn­­i­­­stæðum leyn­i­­legra félaga í skatta­­skjól­u­m.

Fjöl­miðlar í Banda­­ríkj­unum túlka dóm­inn sem sig­ur fyr­ir sér­­­stak­an sak­­­sókn­­­ara, Robert S. Mu­ell­er, og starfs­­­menn hans.

Þeir ákærðu Mana­­­fort fyr­ir að fela millj­­­ón­ir Banda­­­ríkja­dala á af­l­ands­­­reikn­ing­um til þess að forð­­ast skatta og að hafa logið ít­rekað til þess að geta fengið 20 millj­­­ón­ir doll­­­ara að láni hjá fjár­­­­­mála­­­stofn­un­­­um.Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent