Dómsmálaráðherrann ætlar ekki að láta Trump valta yfir sig

Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki ætla að láta ráðuneyti sitt bogna undan pólitískum þrýstingi.

Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna
Auglýsing

Jeff Sessions, dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, segir að á meðan hann sé dóms­mála­ráð­herra þá muni ráðu­neyti hans ekki láta póli­tískan þrýst­ing hafa áhrif á störf þess. 

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur gagn­rýnt Sessions, meðal ann­ars fyrir að láta rann­sókn Roberts Muell­ers, sak­sókn­ara, óáreitta. 

Trump hefur viljað að dóms­mála­ráðu­neytið stoppi rann­sókn­ina, en hún bein­ist að því hvort Rússar hafi beitt áhrifum sínum til að hafa áhrif á fram­gang kosn­ing­anna í Banda­ríkj­unum 2016. 

Auglýsing

Sessions er sagður standa fastur á því, að láta Trump ekki hafa áhrif á þá sem stýra rann­sókn­inni, að því er fram kemur í umfjöllun BBC.

Óhætt er að segja að Trump sé undir miklum þrýst­ingi þessi miss­er­in, eftir að fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóri hans, Paul Mana­fort, og per­sónu­legur lög­maður hans til margra ára, Mich­ael Cohen, voru fundnir sekir um lög­brot, þar á meðal skatt- og fjársvik, en Cohen ját­aði enn fremur að hafa greitt tveimur konum sem Trump átti í leyni­legu ást­ar­sam­bandi við, sam­tals tæp­lega 300 þús­und Banda­ríkja­dali, fyrir að þaga um sam­bandið við Trump. Cohen stað­festi að Trump hefði vitað af greiðsl­unum og fyr­ir­skipað þær. Trump lét hafa eftir sér í dag, að ef hann yrði þving­aður til að hætta sem for­seti Banda­ríkj­anna, þá myndi það þýða hrun á verð­bréfa­mörk­uðum og miklu lak­ari staða efna­hags­mála. „Margir yrðu mjög, mjög fátækir,“ sagði hann í við­tali við Fox News. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent