John McCain, öldungardeildarþingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, lést í nótt, 81 árs að aldri, á heimili sínu í Arizona. Banameinið var krabbamein, en stutt er síðan fjölskylda hans sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kom að McCain væri dauðvona og hefði hætt krabbameinsmeðferð.
McCain var oft nefndur sá hugrakki, en hann var tekinn höndum í Víetnamstríðinu, árið 1967, og þurfti að þola pyntingar. Hann snéri heim til Bandaríkjanna sem þjóðhetja og þótti sýna fádæma hugrekki í þeim aðstæðum sem hann þurfti að þola.
McCain hóf fljótlega að byggja upp stjórnmálaferil sinn og var kosinn á þing í fulltrúadeildina fyrir 35 árum, 1983. Hann var í tvö kjörtímabil í henni en var samtals kosinn sex sinnum í öldungadeildina.
Our statement on the passing of Senator John McCain: pic.twitter.com/3GBjNYxoj5
— Barack Obama (@BarackObama) August 26, 2018
Hann var alla tíð tengdur hagsmun hermanna, ekki síst uppgjafarhermanna og stóru samfélagi fjölskyldumeðlima hermanna um öll Bandaríkin. Hann var stundum sagður hugsa fyrst um herinn og síðan þjóðina.
John McCain was many things – a proud graduate of the Naval Academy, a Senate colleague, a political opponent.
— Joe Biden (@JoeBiden) August 26, 2018
But, to me, more than anything, John was a friend. He will be missed dearly. pic.twitter.com/AS8YsMLw3d
Í tvígang vildi hann verða forseti Bandaríkjanna. Fyrst fyrir kosningarnar árið 2000 en þá atti hann kappi við George W. Bush, í forvali Repúblikanaflokksins, en tapaði.
Árið 2008 fór hann síðan aftur fram, og var útnefndur fulltrúi Repúblikana. Hann tapaði í kosningunum það ár gegn Barack Obama, en síðar á ferlinum urðu þeir tveir miklir vinir, og hélst sú vinátta fram á dauðadag. Obama segir McCain hafa átt fá sína líka. Hann hafi verið heiðarlegur, umfram allt, og hugrekki hans muni aldrei gleymast.
My deepest sympathies and respect go out to the family of Senator John McCain. Our hearts and prayers are with you!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 26, 2018
McCain hefur í seinni tíð verið þekktur fyrir sjálfstæði sitt og einarða afstöðu í mörgum málum, og má þar nefna andstöðu hans við afnám heilbrigðiskerfisins Obamacare, sem var eitt helsta baráttumál Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. McCain var mikill andstæðingur hans.