Sá hugrakki látinn

John McCain lést í nótt úr krabbameini. Hann var meðal virtustu stjórnmálamanna Bandaríkjanna.

John McCain þingmaður bandaríkin
Auglýsing

John McCain, öld­ung­ar­deild­ar­þing­maður Repúblik­ana í Banda­ríkj­un­um, lést í nótt, 81 árs að aldri, á heim­ili sínu í Arizona. Bana­meinið var krabba­mein, en stutt er síðan fjöl­skylda hans sendi frá sér til­kynn­ingu þar sem fram kom að McCain væri dauð­vona og hefði hætt krabba­meins­með­ferð. 

McCain var oft nefndur sá hug­rakki, en hann var tek­inn höndum í Víetnam­stríð­inu, árið 1967, og þurfti að þola pynt­ing­ar. Hann snéri heim til Banda­ríkj­anna sem þjóð­hetja og þótti sýna fádæma hug­rekki í þeim aðstæðum sem hann þurfti að þola. 

McCain hóf fljót­lega að byggja upp stjórn­mála­feril sinn og var kos­inn á þing í full­trúa­deild­ina fyrir 35 árum, 1983. Hann var í tvö kjör­tíma­bil í henni en var sam­tals kos­inn sex sinnum í öld­unga­deild­ina. 

AuglýsingHann var alla tíð tengdur hags­mun her­manna, ekki síst upp­gjaf­ar­her­manna og stóru sam­fé­lagi fjöl­skyldu­með­lima her­manna um öll Banda­rík­in. Hann var stundum sagður hugsa fyrst um her­inn og síðan þjóð­ina.Í tvígang vildi hann verða for­seti Banda­ríkj­anna. Fyrst fyrir kosn­ing­arnar árið 2000 en þá atti hann kappi við George W. Bush, í for­vali Repúblikana­flokks­ins, en tap­að­i. 

Árið 2008 fór hann síðan aftur fram, og var útnefndur full­trúi Repúblik­ana. Hann tap­aði í kosn­ing­unum það ár gegn Barack Obama, en síðar á ferl­inum urðu þeir tveir miklir vin­ir, og hélst sú vin­átta fram á dauða­dag. Obama segir McCain hafa átt fá sína líka. Hann hafi verið heið­ar­leg­ur, umfram allt, og hug­rekki hans muni aldrei gleym­ast.McCain hefur í seinni tíð verið þekktur fyrir sjálf­stæði sitt og ein­arða afstöðu í mörgum mál­um, og má þar nefna and­stöðu hans við afnám heil­brigð­is­kerf­is­ins Obamacare, sem var eitt helsta bar­áttu­mál Don­alds Trumps, Banda­ríkja­for­seta. McCain var mik­ill and­stæð­ingur hans. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent