Samkvæmt niðurstöðu gerðardóms, í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, skal kandídatsgráða ljósmæðra metin með sama hætti og hjá hjúkrunarfræðingi með sérnám. Þá skulu nemar fá laun.
Í niðurstöðunni segir að ljósmæður í svonefndu klínísku starfi eigi að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki hafa sérmenntun í starfi.
Nefnt er sérstalega að laun skuli fara til nema í faginu frá og með 1. september, en laun til nema á síðasta starfsári skulu miðað við 25 vikna starf.
Í viðtali við mbl.is, segir formaður samninganefndar ljósmæðra, Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, að næsta skref í málinu sé að fara yfir samninginn með lögfræðingi og hagfræðingi BHM. Í viðtalinu segir hún niðurstöðuna vera „þungt högg“.
„Ég er ekki að sjá neina beina grunnlaunahækkun ljósmæðra, sem var okkar helsta baráttumál, og mér finnst þetta svolítið í anda þess sem verið hefur,“ segir Katrín í samtali við mbl.is.“