Don McGahn, lögmaður Hvíta hússins, hættir störfum í haust. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um þetta á Twitter í gær, öllum að óvörum. Hann hafði dagana á undan neitað því eindregið, að hafa deilt við McGahn, meðal annars um hvernig væri best að bregðast við rannsókn Roberts Mueller.
Trump hefur kallað rannsókn Muellers nornaveiðar og samkvæmt umfjöllun Washington Post hefur hann rætt við McGahn um hvernig hann geti stöðvað rannsóknina og rekið Mueller. Þessu neitaði Trump, og segist hafa heimilað McGahn að bera vitni í rannsókn Muellers.
White House Counsel Don McGahn will be leaving his position in the fall, shortly after the confirmation (hopefully) of Judge Brett Kavanaugh to the United States Supreme Court. I have worked with Don for a long time and truly appreciate his service!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018
Engin ástæða hefur verið gefin upp hvers vegna McGahn mun hætta, en getgátur hafa verið uppi um það, að hann sé tilbúinn að veita upplýsingar um það að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar, meðal annars með því að reka James Comey, forstjóra FBI, og reyna með öðrum hætti að hindra rannsókn Muellers á tengslum Rússa við framboð Trumps.
.@realdonaIdtrump- I have spent my life as a journalist bringing the truth to light, through administrations of both parties. No taunt will diminish my commitment to that mission, which is the essential role of a free press. @CNN stands by its story, and I stand by my reporting.
— Carl Bernstein (@carlbernstein) August 30, 2018
Fréttastofan CNN ákvað í gær að senda frá sér yfirlýsingu, þar sem tekið var fram að fréttastofan ætlaði ekki að draga til baka fréttaflutning um fund framboðs Trumps með rússneskum aðilum, 27. júlí 2016, skömmu fyrir forsetakosningarnar. Í frétt CNN sagði meðal annars að Trump hefði vitað af fundinum í aðdraganda hans, en sonur hans og alnafni, Donald Trump jr., sótti meðal annars fundinn.