Tap HB Granda, næst stærsta útgerðarfélags landsins á eftir Samherja, nam 252 þúsund evrum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt árshlutauppgjöri HB Granda, sem tilkynnt var um í gær.
Tapið er um 30 milljónir króna, en Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi fyrirtækisins, segir afkomunandi „óviðunandi“.
Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir Guðmundur að það hafi einnig slæm áhrif á afkomuna að veiðigjöldin skuli miðuð við afkomu í greininni árið 2015. „Skýringar eru m.a. hátt gengi íslensku krónunnar sem dró úr arðsemi fiskvinnslunnar. Þá taka veiðigjöld ekki tillit til arðsemi af veiðum einstakra fisktegunda, því grunnur veiðigjaldsins er afkoma greinarinnar árið 2015,“ segir í Guðmundur í tilkynningu. „Veiðar má auka með auknum veiðiheimildum og arðsemina má bæta með breytingum á skipum og flota. Verið er að skoða fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði sem ættu að hafa jákvæð áhrif á reksturinn þegar fram í sækir,“ segir Guðmundur, og nefnir einnig að í athugun sé að auka samstarf á sviði markaðs- og sölumála og jafnvel fjárfesta í erlendum sölufélögum.
HB Grandi er eina útgerðarfélagið á Íslandi sem skráð er á markað aðallista kauphallarinnar en markaðsvirði félagsins nemur nú tæplega 60 milljörðum króna.