Atvinnulausum innan ESB hefur fækkað um 1,9 milljónir á einu ári

Atvinnuástandið innan ríkja Evrópusambandsins hefur lagast ár frá ári síðastliðinn áratug. Nú er staðan sú að atvinnuleysi innan þess mælist 6,8 prósent.

Ungmenni í Evrópusambandslandi.
Ungmenni í Evrópusambandslandi.
Auglýsing

Atvinnu­leysi innan Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) hélt áfram að lækka í júlí­mán­uði og mæld­ist þá 6,8 pró­sent. Það er lægsta atvinnu­leysi sem mælst hefur innan sam­bands­ins frá því fyrir fjár­mála­hrunið sem varð haustið 2008. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins.

Þar segir að fjöldi atvinn­u­­lausra innan Evr­­ópu­­sam­­bands­­ríkj­anna hafi verið 16,8 millj­­ónir í júlí. Þar af bjuggu 13,3 millj­­ónir þeirra innan þeirra ríkja sem eru með evru sem gjald­mið­il, en atvinn­u­­leysi innan þess svæðis mæld­ist 8,2 pró­­sent og hefur einnig farið hratt lækk­andi. Það er minnsta atvinn­u­­leysi sem mælst hefur innan evru­svæð­is­ins frá því í lok árs 2008.

Atvinnu­lausum innan Evr­ópu­sam­bands­ins hefur fækkað um 1,9 millj­ónir á einu ári. Dregið hefur úr atvinnu­leys­inu í öllum aðild­ar­ríkj­unum 28. Mestur hefur sam­drátt­ur­inn verið á Kýpur þar sem atvinnu­leysi hefur farið úr 10,7 pró­sent í júlí 2017 í 7,7 pró­sent ári síð­ar. Í Grikk­landi, þar sem atvinnu­leysi er mest, hefur einnig orðið breyt­ing til batn­aðar og atvinnu­lausum fækkað úr 19,8 pró­sent vinnu­færra manna í 21,7 pró­sent.

Auglýsing

Til sam­an­­­burðar má nefna að atvinn­u­­­leysi í Banda­­­ríkj­unum var 3,9 pró­­­sent í júlí 2018. Á Íslandi er það 2,5 pró­­­sent sam­kvæmt nýj­ustu mæl­ingum Hag­stofu Íslands.

Atvinnu­lausum ung­mennum fækkar mikið

Atvinn­u­­­leysi á meðal ungs fólks hefur lengi verið mikið vanda­­­mál í sumum Evr­­­ópu­­­sam­­­bands­­­ríkj­­um. Í júlí voru 3,3 millj­ónir manna undir 25 ára aldri án atvinnu í löndum sam­bands­ins.

Þeim ung­mennum sem eru atvinnu­laus í Evr­ópu­sam­band­inu hefur hins vegar fækkað um 466 þús­und á einu ári. Fæst ung­menn eru atvinnu­laus í Þýska­landi (6,1 pró­sent) en flest í Grikk­landi (39,7 pró­sent).

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent