Atvinnulausum innan ESB hefur fækkað um 1,9 milljónir á einu ári

Atvinnuástandið innan ríkja Evrópusambandsins hefur lagast ár frá ári síðastliðinn áratug. Nú er staðan sú að atvinnuleysi innan þess mælist 6,8 prósent.

Ungmenni í Evrópusambandslandi.
Ungmenni í Evrópusambandslandi.
Auglýsing

Atvinnu­leysi innan Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) hélt áfram að lækka í júlí­mán­uði og mæld­ist þá 6,8 pró­sent. Það er lægsta atvinnu­leysi sem mælst hefur innan sam­bands­ins frá því fyrir fjár­mála­hrunið sem varð haustið 2008. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins.

Þar segir að fjöldi atvinn­u­­lausra innan Evr­­ópu­­sam­­bands­­ríkj­anna hafi verið 16,8 millj­­ónir í júlí. Þar af bjuggu 13,3 millj­­ónir þeirra innan þeirra ríkja sem eru með evru sem gjald­mið­il, en atvinn­u­­leysi innan þess svæðis mæld­ist 8,2 pró­­sent og hefur einnig farið hratt lækk­andi. Það er minnsta atvinn­u­­leysi sem mælst hefur innan evru­svæð­is­ins frá því í lok árs 2008.

Atvinnu­lausum innan Evr­ópu­sam­bands­ins hefur fækkað um 1,9 millj­ónir á einu ári. Dregið hefur úr atvinnu­leys­inu í öllum aðild­ar­ríkj­unum 28. Mestur hefur sam­drátt­ur­inn verið á Kýpur þar sem atvinnu­leysi hefur farið úr 10,7 pró­sent í júlí 2017 í 7,7 pró­sent ári síð­ar. Í Grikk­landi, þar sem atvinnu­leysi er mest, hefur einnig orðið breyt­ing til batn­aðar og atvinnu­lausum fækkað úr 19,8 pró­sent vinnu­færra manna í 21,7 pró­sent.

Auglýsing

Til sam­an­­­burðar má nefna að atvinn­u­­­leysi í Banda­­­ríkj­unum var 3,9 pró­­­sent í júlí 2018. Á Íslandi er það 2,5 pró­­­sent sam­kvæmt nýj­ustu mæl­ingum Hag­stofu Íslands.

Atvinnu­lausum ung­mennum fækkar mikið

Atvinn­u­­­leysi á meðal ungs fólks hefur lengi verið mikið vanda­­­mál í sumum Evr­­­ópu­­­sam­­­bands­­­ríkj­­um. Í júlí voru 3,3 millj­ónir manna undir 25 ára aldri án atvinnu í löndum sam­bands­ins.

Þeim ung­mennum sem eru atvinnu­laus í Evr­ópu­sam­band­inu hefur hins vegar fækkað um 466 þús­und á einu ári. Fæst ung­menn eru atvinnu­laus í Þýska­landi (6,1 pró­sent) en flest í Grikk­landi (39,7 pró­sent).

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfélagsins sem á Fréttblaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent