Ungt fólk frá Japan og Íslandi getur nú sótt um skammtíma-dvalarleyfi

Samkomulag um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks á milli Japans og Íslands hefur tekið gildi sem gerir ungu fólki frá löndunum tveimur kleift að sækja um skammtíma-dvalarleyfi.

Höfuðborgir landanna tveggja, Tokyo og Reykjavík.
Höfuðborgir landanna tveggja, Tokyo og Reykjavík.
Auglýsing

Sam­komu­lag um gagn­kvæm tíma­bundin atvinnu­rétt­indi ungs fólks á milli Jap­ans og Íslands hefur tekið gildi. Sam­komu­lagið var und­ir­ritað í maí síð­ast­liðnum á vinnufundi Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra og Taro Kono, utan­rík­is­ráð­herra Jap­ans. ­Fyrsta árið verða gefin út allt að þrjá­tíu slík leyfi í hvoru landi.

Þetta kemur fram í frétt utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu gerir sam­komu­lagið ungu fólki frá Japan og Íslandi kleift að sækja um skamm­tíma-d­val­ar­leyfi sem gerir þeim kleift að taka að sér til­fallandi vinnu meðan á tíma­bund­inni dvöl í hinu land­inu stend­ur. Þannig fái ungt fólk mik­il­væga inn­sýn í menn­ing­ar­hætti og atvinnu­líf í fjar­lægu land­i. 

Auglýsing

Fyrir er Japan með slíka samn­inga við tutt­ugu lönd í Asíu, Eyja­álfu og Evr­ópu ásamt Norð­ur- og Suð­ur­-Am­er­íku. Ísland er þrett­ánda Evr­ópu­landið sem gerir slíkt sam­komu­lag við Japan og þriðja innan Norð­ur­land­anna, á eftir Dan­mörku og Nor­egi, segir í frétt­inn­i. 

Allar upp­lýs­ingar um skil­yrði og umsókn­ar­ferli er nú að finna á vef Útlend­inga­stofn­unar. Umsækj­endur þurfa meðal ann­ars að vera íslenskir eða jap­anskir rík­is­borg­arar og á aldr­inum 18 til 26 ára. 

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent