María Heimisdóttir nýr forstjóri Sjúkratrygginga Íslands

Heilbrigðisráðherra hefur skipað Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands til næstu fimm ára.

María Heimisdóttir
María Heimisdóttir
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að skipa Maríu Heim­is­dóttur for­stjóra Sjúkra­trygg­inga Íslands til næstu fimm ára. Hún tekur við emb­ætt­inu þegar Stein­grímur Ari Ara­son, núver­andi for­stjóri, lætur af störfum 31. októ­ber næst­kom­andi.

Þetta kemur fram í frétt ráðu­neyt­is­ins. 

Skip­unin er, sam­kvæmt frétt­inni, í sam­ræmi við til­lögu stjórnar sjúkra­trygg­inga en María var önnur tveggja sem stjórnin taldi hæf­asta til að gegna emb­ætt­inu. Ráð­herra ræddi við þessa tvo umsækj­endur og tók í kjöl­far þess ákvörðun sína um skipun í emb­ætt­ið.

Auglýsing

„Ell­efu umsækj­endur voru um emb­ætti for­stjóra Sjúkra­trygg­inga Íslands. Ráðn­ing­ar­ferlið fór þannig fram að þriggja manna hæfn­is­nefnd sem starfar sam­kvæmt lögum um heil­brigð­is­þjón­ustu mat hæfni þeirra ell­efu umsækj­enda sem sóttu um starf­ið. Nið­ur­staða hæfn­is­nefndar fór fyrir stjórn Sjúkra­trygg­inga Íslands sem á grund­velli þess mats gerði til­lögu til ráð­herra, líkt og kveðið er á um í lögum um sjúkra­trygg­ing­ar. Hæfn­is­nefnd mat þrjá umsækj­endur hæf­asta, fjóra umsækj­endur vel hæfa, tvo hæfa en tveir umsækj­end­anna upp­fylltu ekki að fullu skil­yrði aug­lýs­ing­ar. Stjórnin taldi tvo hæf­asta af þeim þremur sem hæfn­is­nefndin hafði metið svo og lagði sem fyrr segir þá nið­ur­stöðu sína fyrir ráð­herra til ákvörð­un­ar,“ segir í frétt ráðu­neyt­is­ins.

María Heim­is­dóttir lauk emb­ætt­is­­prófi í lækn­is­fræði frá Há­­skóla Íslands árið 1990. Hún stund­aði fram­halds­­­nám í Banda­­ríkj­un­um, lauk MBA námi frá Uni­versity of Conn­ect­icut árið 1997 með áherslu á stjórnun í heil­brigð­is­þjón­ustu, og síðan dokt­or­s­­námi í lýð­heilsu­fræðum (PhD), sam­hliða vinnu við kennslu og rann­­sókn­ir, frá Uni­versity of Massachu­setts árið 2002.

María hefur frá árinu 2010 verið fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Land­spít­ala en hafði áður veitt for­stöðu upp­lýs­inga- og hag­deild spít­al­ans árin 2006 til 2010. Árin 1999 til 2002 starf­aði María hjá Íslenskri erfða­grein­ingu við þró­un­ar­verk­efni. María er klínískur lektor við lækna­­deild Há­­skóla Íslands, hefur birt vís­inda­­grein­ar í inn­­­lend­um og er­­lend­um fræði­rit­um, sinnt aka­demísk­um leið­bein­anda- og próf­­dóm­­ara­­störf­um og stundað kennslu á sviði stjórn­­un­­ar, lýð­heilsu og klín­ískr­ar upp­­lýs­inga­­tækni, meðal ann­ars í lækna­­deild og fé­lags­fræði­deild HÍ.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent