Aðsókn í leikskólakennaranám eykst verulega

86 prósent fleiri hefja nám í leikskólakennarafræðum nú í haust en haustið 2016. Forseti Menntavísindasviðs segir að ákveðnar breytingar á skipulagi námsins séu að skila sér.

Leikskólabarn Mynd: Pixabay
Auglýsing

Aðsókn í bæði leik­skóla­kenn­ara­nám og grunn­skóla­kenn­ara­nám hefur aukist, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Háskóla Íslands. 86 pró­sent fleiri hefja nám í leik­skóla­kenn­ara­fræðum nú í haust en haustið 2016 og í grunn­skóla­kenn­ara­fræði hefur nýnemum fjölgað um 61 pró­sent á sama tíma. 

Auk þess jókst aðsókn að fram­halds­námi á Mennta­vís­inda­sviði umtals­vert á milli ára og segir í frétta­bréfi skól­ans það vís­bend­ingu um auk­inn áhugi fyrir kenn­ara- og upp­eld­is­störf­um.

Kol­brún Þ. Páls­dóttir for­seti Mennta­vís­inda­sviðs segir í sam­tali við Kjarn­ann að hún telji að hér fari saman auk­inn áhugi ungs fólks á því spenn­andi og skap­andi starfi sem fari fram í leik­skólum og sá fag­legi metn­aður sem finna megi í leik­skólum lands­ins. 

Auglýsing

Breyt­ingar á skipu­lagi náms­ins að skila sér

Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mynd: Háskóli Íslands„Þá hafa verið gerðar ákveðnar breyt­ingar á skipu­lagi náms­ins sem eru að skila sér, til dæmis er boðið upp á þrepa­skipt nám sem nýt­ist þeim sem vilja efla sig sem fag­fólk en vilja eiga mögu­leika á styttri náms­leið, sem veitir þó jafn­framt mögu­leika til áfram­hald­andi náms,“ segir Kol­brún. Hún segir að þau á Mennta­vís­inda­sviði greini jafn­framt á síð­ustu árum auk­inn áhuga á tveggja ára náms­leið á meist­ara­stigi sem ætluð er þeim sem lokið hafa bakkalár­námi í öðru fagi og veitir leyf­is­bréf leik­skóla­kenn­ara.

Hún bendir enn fremur á að starfs­um­hverfi leik­skóla­kenn­ara sé fjöl­breytt, leik­skóla­kenn­urum bjóð­ist mikið starfs­ör­yggi og ýmsir mögu­leikar til starfs­þró­un­ar. 

„Framundan eru spenn­andi tímar við áfram­hald­andi þróun náms­ins, við viljum auð­vitað sjá nem­endum fjölga enn frekar enda erum við enn langt frá þeirri mönnun í leik­skólum lands­ins sem stefnt er að, þ.e. að tveir þriðju starfs­fólks leik­skóla séu mennt­aðir leik­skóla­kenn­ar­ar. Lyk­ill­inn felst í því, að mínu viti, að byggja upp enn sterkara sam­starf sveit­ar­fé­laga, háskóla, fag­fé­laga og rík­is­valds um mögu­leika starfs­fólks til að sækja sér mennt­un, um skipu­lag og inni­hald leik­skóla­kenn­ara­náms og ekki síst sam­vinnu um nýsköp­un­ar- og þró­un­ar­starf innan leik­skóla,“ segir hún. 

Mennt­uðum leik­skóla­kenn­urum fækk­ar 

Í frétt Hag­stof­unn­ar frá því fyrr í vik­unni kemur fram að alls hafi 6.018 starfað í leik­skólum í des­em­ber 2017 og hafði fjölgað um 111, eða tæp tvö pró­sent, frá fyrra ári. Stöðu­gildum starfs­manna fjölg­aði einnig um tæp tvö pró­sent og voru 5.289.

Í des­em­ber 2017 störf­uðu 1.622 leik­skóla­kenn­arar í leik­skólum á Íslandi, eða 29,2 pró­sent, starfs­manna við upp­eldi og menntun barna, og hefur fækkað um 338 frá árinu 2013 þegar þeir voru flest­ir. Starfs­menn sem hafa lokið annarri upp­eld­is­mennt­un, s.s. grunn­skóla­kenn­ara­námi, þroska­þjálfun, diplóma­námi í leik­skóla­fræðum eða leik­skóla­liða­námi voru 1.105 tals­ins. Ófag­lærðir starfs­menn voru rúm­lega helm­ingur starfs­manna við upp­eldi og menntun leik­skóla­barna í des­em­ber 2017.

Leik­skóla­kenn­arar að eld­ast

Ald­urs­skipt­ing leik­skóla­kenn­ara hefur verið að breyt­ast á þann hátt að kenn­arar sem eru 50 ára og eldri verða sífellt stærri hluti kenn­ara­hóps­ins. Árið 2017 voru þeir rúm 42 pró­sent leik­skóla­kenn­ara en voru 26 pró­sent 10 árum áður.

Að sama skapi hefur leik­skóla­kenn­urum undir fimm­tugu fækk­að, ekki aðeins þegar litið er á hlut­falls­tölur heldur líka þegar fjölda­tölur eru skoð­að­ar. Tæp­lega 900 leik­skóla­kenn­arar á aldr­inum 30 til 49 ára störf­uðu í leik­skólum árið 2017 en þeir voru 1.142 þegar þeir voru flestir árið 2009.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent