Langsamlega fæst eins árs börn á leikskólum á Suðurnesjum

Miklu munar á hlutfalli eins árs barna á leikskólum eftir landsvæðum en það er lang lægst á Suðurnesjum. Sviðsstjóri Fræðslusviðs Reykjanesbæjar segir þetta ekki koma á óvart.

Leikskólabarn Mynd: Pixabay
Auglýsing

Tæp­lega helm­ingur eins árs barna sækja leik­skóla hér á landi en miklu munar á hlut­falli eftir land­svæð­um. Á Aust­ur­landi sækja 69 pró­sent eins árs barna leik­skóla og 68 pró­sent á Vest­fjörð­um. Hlut­fall eins árs barna á leik­skólum er lægst á Suð­ur­nesjum, 11 pró­sent. Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unn­ar.

Helgi Arn­ar­son sviðs­stjóri Fræðslu­sviðs Reykja­nes­bæjar segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessar tölur komi sér ekki á óvart. „Við vitum að við erum eft­ir­bátar varð­andi það að taka svo ung börn inn á leik­skóla og við höfum ekki getað stigið þau skref sem við vild­um,“ segir hann. Við­miðið í Reykja­nesbæ er tveggja ára ald­ur.

Hann segir ástæð­una vera erf­iða fjár­hags­stöðu bæj­ar­fé­lags­ins og for­dæma­lausa fólks­fjölg­un. Kjarn­inn hefur áður fjallað um fólks­fjölgun á þessu svæði en í Reykja­nesbæ hefur erlendum rík­is­borg­urum fjölgað um 17 pró­sent það sem af er árinu 2018. Þeir voru 3.650 um ára­mót en eru nú 4.270.

Þessi staða hefur gert það að verkum að breyt­ing­arnar á sam­setn­ingu íbúa í Reykja­nesbæ hafa orðið meiri en áður hefur þekkst í íslensku sam­fé­lagi. Í lok árs 2011 bjuggu 14.140 manns í Reykja­nesbæ en í dag búa þar 18.510 manns.

Auglýsing

Helgi segir að ákveðin vinna sé í gangi til að bæta stöðu for­eldra og til standi að lækka inn­rit­un­ar­ald­ur­inn á leik­skól­ana. Svig­rúm sé að mynd­ast til að stækka fleiri leik­skóla á svæð­inu og þá von­ast Helgi til að Reykja­nes­bær geti hjálpað for­eldrum að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla. 

Hlutfall eins árs barna í leikskóla 2017 Mynd: Hagstofan.Leik­skóla­kenn­arar eld­ast

Alls störf­uðu 6.018 í leik­skólum í des­em­ber 2017 og hafði fjölgað um 111, eða tæp tvö pró­sent, frá fyrra ári. Stöðu­gildum starfs­manna fjölg­aði einnig tæp tvö pró­sent og voru 5.289, segir í frétt Hag­stof­unn­ar.

Í des­em­ber 2017 störf­uðu 1.622 leik­skóla­kenn­arar í leik­skólum á Íslandi, eða 29,2 pró­sent starfs­manna við upp­eldi og menntun barna, og hefur fækkað um 338 frá árinu 2013 þegar þeir voru flest­ir. Starfs­menn sem hafa lokið annarri upp­eld­is­mennt­un, svo sem grunn­skóla­kenn­ara­námi, þroska­þjálfun, diplóma­námi í leik­skóla­fræðum eða leik­skóla­liða­námi voru 1.105 tals­ins. Ófag­lærðir starfs­menn voru rúm­lega helm­ingur starfs­manna við upp­eldi og menntun leik­skóla­barna í des­em­ber 2017.

Ald­urs­skipt­ing leik­skóla­kenn­ara hefur verið að breyt­ast á þann hátt að kenn­arar sem eru 50 ára og eldri verða sífellt stærri hluti kenn­ara­hóps­ins, sam­kvæmt Hag­stof­unni. Árið 2017 voru þeir rúm 42 pró­sent leik­skóla­kenn­ara en voru 26 pró­sent 10 árum áður. 

Að sama skapi hefur leik­skóla­kenn­urum undir fimm­tugu fækk­að, ekki aðeins þegar litið er á hlut­falls­tölur heldur líka þegar fjölda­tölur eru skoð­að­ar. Tæp­lega 900 leik­skóla­kenn­arar á aldr­inum 30 til 49 ára störf­uðu í leik­skólum árið 2017 en þeir voru 1.142 þegar þeir voru flestir árið 2009.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent