Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun taka plastbarkamálið upp að nýju

Nefndin mun vinna með skýrslu rannsóknarnefndar sem forstjóri Landspítala og rektor Háskóla Íslands skipuðu og skoða niðurstöður hennar og kanna hvort það sem hefur verið gert af hálfu Landspítala og HÍ sé í samræmi við niðurstöður skýrslunnar.

Plastbarki
Plastbarki
Auglýsing

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis mun taka plast­barka­málið til skoð­unar að nýju og vinna út frá nið­ur­stöðum Rann­sókn­ar­skýrsl­unn­ar. Þetta segir Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nefnd­ar­maður í sam­tali við Kjarn­ann. 

„Við munum vinna með skýrslu rann­sókn­ar­nefndar sem for­stjóri Land­spít­ala og rektor Háskóla Íslands skip­uðu og skoða nið­ur­stöður henn­ar, spyrja nánar um helstu nið­ur­stöður og kanna hvort það sem hefur verið gert af hálfu Land­spít­ala og Háskóla Íslands sé í sam­ræmi við nið­ur­stöður skýrsl­unn­ar. Í þessu sam­bandi verður litið til sam­bæri­legra stofn­ana erlendis með til­liti til þessa,“ segir Brynjar og bætir við að kannað verði hvaða svig­rúm lögin gefa til að bregð­ast við nið­ur­stöðum skýrsl­unn­ar.

Ekkjan hefur leitað til íslenskra lög­fræð­inga

Í sam­tali við Önnu Sig­rúnu Bald­urs­dótt­ur, aðstoð­ar­mann for­stjóra Land­spít­ala, kemur fram að íslensk lög­fræði­stofa hafi nú tekið að sér mál Mer­hawit Bar­ya­mik­ael Tes­fasla­se, ekkju Andemari­ams Beyene, sem fyrstur manna gekkst undir ígræðslu plast­barka, en Anna Sig­rún upp­lýstir að Land­spít­al­inn hafi verið í sam­bandi við sænskan lög­fræð­ing sem Mer­hawit hefur haft í Sví­þjóð. 

Sjálf segir Mer­hawit að hún hafi lítið heyrt frá þessum lög­fræð­ingi og ekk­ert er varði Land­spít­al­ann eða Karol­inska-há­skóla­sjúkra­húsið þegar hún var innt eftir svari við þessu. Lög­fræð­ingar Mer­hawit hér á landi eru Sig­urður G. Guð­jóns­son og Gestur Gunn­ars­son en þeir segj­ast ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu.

Auglýsing

Þá barst svar frá Hall­dóru Við­ars­dótt­ur, aðstoð­ar­manni land­lækn­is, um eft­ir­lits­skyldu Emb­ætt­is­ins í plast­barka­mál­inu. Í því segir að Emb­ætti land­læknis sé stjórn­vald og starfi sam­kvæmt lögum um land­lækni og lýð­heilsu nr. 41/2007. „Land­læknir hefur haft til með­ferðar eft­ir­lits­mál sam­kvæmt fram­an­greindum lögum vegna plast­barka­máls­ins og er það enn í vinnslu. Emb­ættið stígur hins vegar ekki inn í fjöl­miðlaum­fjöllun um þau mál sem það hefur til með­ferðar enda sam­ræm­ist slíkt ekki hlut­verki emb­ætt­is­ins.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent