Paolo Macchiarini

Plastbarkamálið verður að gera upp

Sérfræðingar segja að vísindin hafi ekki verið til staðar til að gera plastbarkaígræðsluaðgerðir á fólki. Einungis Háskóli Íslands og Landspítali hafa gert könnun á því sem fór úrskeiðis í sínum stofnunum. Embætti landlæknis og fleiri eftirlitsstofnanir hafa þagað þunnu hljóði og ekki látið sig varða með augljósum hætti mál sjúklings í umsjá íslensks heilbrigðiskerfis sem fyrstur gekkst undir plastbarkaígræðslu með alvarlegum afleiðingum.

Ástríður Stef­áns­dótt­ir, læknir og dós­ent í heim­speki, segir plast­barka­málið svo­kall­aða fjöl­þjóð­legt hneyksl­is­mál sem varði sjúk­ling í umsjá íslensks heil­brigð­is­kerfis og það verði að fara ítar­lega yfir málið og gera það upp. „Það eru þræðir sem munu elta okkur í þessu máli, líkt og í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu. Það er mik­il­vægt að fjallað sé um það og farið yfir hvað átti sér stað, hvernig allt ferlið var, hvort farið að reglum og lögum á Land­spít­ala og í Háskóla Íslands, en einnig hvort farið var að lögum um heil­brigð­is­starfs­menn og hvort siða­reglur lækna voru virt­ar.“

Plast­barka­málið svo­kall­aða á rætur að rekja til þess að árið 2011 var gervi­barki var græddur í sjúk­ling, Andemariam Beyene, sem þá var í umsjá íslensks heil­brigð­is­kerf­is. Aðgerðin var sú fyrsta sinnar teg­undar í heim­inum og vakti að vonum mikla athygli. Hún var gerð af skurð­læknateymi á Karol­inska-há­skóla­sjúkra­hús­inu, sem var leitt af ítölskum pró­fessor þar, Paolo Macchi­ar­ini. Með­ferð­ar­læknir Beyenes hér á landi var Tómas Guð­bjarts­son, yfir­læknir á Land­spít­ala og pró­fessor við Háskóla Íslands, og tók hann þátt í aðgerð­inni. Fimm mán­uðum eftir til­rauna­að­gerð­ina birt­ist grein í breska lækn­is­fræði­tíma­rit­inu Lancet þar sem aðgerð­inni og ástandi sjúk­lings­ins var lýst. Tveir íslenskir lækn­ar, Tómas Guð­bjarts­son og Óskar Ein­ars­son, voru með­höf­undar að henni. Andemariam Beyene lést 30 mán­uðum eftir aðgerð­ina. Sex aðrir sjúk­lingar sem Macchi­arni græddi í plast­barka eru einnig látn­ir.

Ekki allt með felldu í störfum Macchi­ar­inis

Þremur árum eftir til­rauna­að­gerðin á Beyene stigu fram fjórir læknar og lýstu þeirri skoðun sinni í bréfi til þáver­andi rekt­ors Karol­inska-­stofn­un­ar­innar að ekki væri allt með felldu við störf Macchi­ar­in­is.

Karol­inska-­stofn­unin fól Bengt Gerdin, pró­fessor emer­ítus við Háskól­ann í Upp­öl­um, að rann­saka plast­barka­að­gerð­irnar og skil­aði hann skýrslu í maí 2015. Nið­ur­staða hans var að sann­leik­anum hafi verið hag­rætt á kerf­is­bund­inn hátt í vís­inda­grein­um, þ.á m. Lancet-­grein­inni. Þáver­andi rektor Karol­inska-­stofn­un­ar­inn­ar, Andr­eas Hamsten, komst hins vegar að þeirri nið­ur­stöðu í ágúst 2015 að þótt finna mætti að vissum atrið­um, hefði ekki verið um vís­inda­mis­ferli að ræða. Hamsten sagði síðar af sér og var m.a. sak­aður um að hafa reynt að þagga málið nið­ur.

Plast­barka­málið rann­sakað á Íslandi

Land­spít­al­inn skoð­aði plast­barka­málið sjálf­stætt sum­arið 2015 með innri grein­ingu. Bjarni Torfa­son, yfir­læknir brjóst­hols­skurð­lækn­inga, óskaði eftir utan­að­kom­andi rann­sókn, jafn­vel lög­reglu­rann­sókn, á til­drögum þess að sjúk­lingur í umsjá Land­spít­ala hefði verið sendur í til­rauna­að­gerð­ina. Ákveðið var hins vegar að gera innri rann­sókn á spít­al­anum og var hún falin þeim Torfa Magn­ús­syni lækni og Elínu Haf­steins­dóttur hjúkr­un­ar­fræð­ingi. Meg­in­nið­ur­staðan var að skrá hefði þurft betur til­vísun vegna með­ferðar sjúk­lings erlend­is. Ekk­ert var þó talið vera athuga­vert við aðkomu stofn­un­ar­innar eða lækna að mál­inu. Skýrslan var ekki gerð opin­ber á sínum tíma, en upp­lýst um nið­ur­stöður hennar í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Háskóla Íslands og Land­spít­al­ans sem sagt er frá hér síð­ar. Bjarni Torfa­son hefur ekki viljað svarað spurn­ingum blaða­manns um þetta efni. Óskar Ein­ars­son læknir hefur heldur ekki svarað spurn­ingum blaða­manns um mál­ið.

Óháð rann­sókn­ar­nefnd skipuð

Málið komst aftur í umræðu snemma árs 2016 og af meiri þunga en áður þegar sýndir voru þættir sænska frétta­manns­ins Bosse Lindquist um plast­barka­að­gerðir Macchi­ar­in­is. Gagn­rýnt var að ekki væri stofnað til óháðrar rann­sóknar á íslenska þætti máls­ins eins og t.d. má sjá má t.d. í grein sem birt­ist í Kjarn­anum.

Í sept­em­ber 2016 ákváðu Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Háskóla Íslands, og Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­ala, að skipa óháða nefnd til að rann­saka plast­barka­mál­ið. Nefnd­inni var m.a. ætlað að skoða aðkomu íslenskra lyk­il­stofn­ana að mál­inu og kanna og svara með rök­studdu áliti hvort ákvarð­anir íslenskra heil­brigð­is­starfs­manna á Land­spít­ala hefðu verið í sam­ræmi við lög, reglur og verk­ferla. Auk þess átti nefndin að rann­saka laga­legan og sið­ferði­legan grund­völl fyrir þátt­töku íslenskra lækna í ritun og birt­ingu greinar um efnið í vís­inda­tíma­rit­inu Lancet og fyrir mál­þingi sem var haldið í Háskóla Íslands sum­arið 2012 í til­efni þess að ár var liðið frá til­rauna­að­gerð­inni.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
RÚV

Lífi sjúk­linga stefnt í hættu

Skýrsla Rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar um plast­barka­málið var kynnt 6. nóv­em­ber 2017. Skýrslan þótti vönduð og var það sam­dóma álit sér­fræð­inga sem blaða­maður ræddi við bæði í Sví­þjóð og hér­lend­is. Nokkrar nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar voru m.a. eft­ir­far­and­i: 

  • Alvar­legar athuga­semdir voru gerðar við vís­inda­grein­ina í Lancet. 

  • Til­vísun breytt til að rétt­læta til­rauna­að­gerð­ina og til að hún rynni ferkar í gegn hjá vís­inda­siða­nefnd. 

  • Leyfi skorti til að taka blóð­sýni úr Andemariam Beyene, gera berkju­spegl­anir og taka sneið­myndir sem röt­uðu í Lancet-­grein­ina. 

  • Veiga­mestu sjón­ar­miðin sem taka þurfti til­lit til um þátt­töku Andemari­ams Beyene í mál­þing­inu, hafi verið hvernig heilsu hans var þá háttað og þeirra „sið­ferði­legu sjón­ar­miða að forð­ast að draga sjúk­linga fram í fjöl­miðlum og standa beri vörð um frið­helgi þeirra, einka­líf og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt. Hann hafði verið veikur fyrir mál­þingið og því ástæða til að leggja það ekki á hann að taka þátt í því.“ 

  • „Það er nið­ur­staða nefnd­ar­innar að ATB hafi verið dreg­inn fram í fjöl­miðlum í aug­lýs­inga­skyni af Háskóla Íslands til að vekja athygli fjöl­miðla á grein­inni sem skrifuð var í The Lancet.“ 

Nið­ur­stöður Rann­sókn­ar­skýrsl­unnar er að finna hér

Þá sagði um plast­barka­að­gerð­irn­ar: „Með upp­bygg­ingu mið­stöðvar fyrir háþró­aðar önd­un­ar­vega­rann­sókn­ir, með áherslu á fram­sæknar aðgerð­ir, var lífi þriggja sjúk­linga á Karol­inska-há­skóla­sjúkra­hús­inu stofnað í mikla hættu á kerf­is­bund­inn hátt og eru þeir nú allir látn­ir.“

Ýmsir höfðu lengi haft efa­semdir um að tækni og vís­indin væru á þeim stað að slík aðgerð sem ígræðsla plast­barka væri tíma­bær. Má þar nefna belgíska brjóst­hols­skurð­lækn­inn Pierre Dela­ere. Hann hefur ritað greinar um ígræðslu gervi­líf­færa með hjálp stofn­frumna og skrif­aði fyrstur grein um plast­barka­málið árið 2014 að beiðni Karol­inska-há­skóla­sjúkra­húss­ins. Dela­ere sagði við fyr­ir­spurn blaða­manns Kjarn­ans að á þessum tíma hafi engan veg­inn verið tíma­bært að hefja aðgerðir þar sem not­ast væri við gervi­líf­færi eða gervi­barka. Ofur­trú hafi ríkt á stofn­frumu­lækn­ing­um, sem hafi verið tísku­lækn­is­fræði, en í raun var­huga­verð og gefið falskar vonir um árang­ur.

Tveir nefndarmenn rannsóknarnefndarinnar – María Sigurjónsdóttir og formaður nefndarinnar Páll Hreinsson.
Bára Huld Beck

Frá­leitar til­raunir á fólki

Íslenskur læknir sem starfar erlendis og vildi ekki láta nafn síns getið segir að það sé mik­ill áhugi á að nota aðferðir verk­fræð­innar til að búa til líf­færi úr utan­að­kom­andi efnum og stofn­frum­um. Til­raunir sem Macchi­ar­ini gerði á fólki hafi verið frá­leit­ar. „Þeir not­uðu stofn­frumur úr band­vef sem áttu svo vænt­an­lega að breyt­ast í þekju­frum­ur. En það lá ekk­ert fyrir um að þetta gæti gerst. Þekjan í stærri önd­un­ar­vegum er mjög flók­in, með mjög sér­hæfum þekju­frumum sem geta flutt slím úr önd­un­ar­veg­um. Það voru engar nið­ur­stöður til sem sögðu að þetta gæti gerst í plast­barka. Jafn­vel þótt það hefði gerst þá hefðu þessar frumur ekki fengið neina nær­ingu því það var engin blóð­rás til þeirra og þær hefðu þornað upp og dáið eftir að þær voru komnar í sjúk­ling­inn. Vef­ur­inn hefði ekki getað bund­ist plast­inu og aldrei tollað á því. Hug­myndin á bak við þetta er óvís­inda­leg og engan veg­inn tíma­bært að fram­kvæma þetta í fólki.“

Við­brögð Háskóla Íslands og Land­spít­al­ans

Í Rann­sókn­ar­skýrsl­unni voru ekki lagður dómur á það sem gert var í plast­barka­mál­inu en rektor Háskóla Íslands og for­stjóri Land­spít­ala sendu frá sér til­kynn­ingu um ávirð­inga­þætti sem komu fram í henni og þeir töldu að skoða þyrfti nán­ar. Þar segir m.a. „Málið í heild sýnir mik­il­vægi þess að til­raunir í vís­indum og lækn­ingum sæti fag­legri gagn­rýni á hverjum tíma og að fylgt sé við­eig­andi verk­ferlum, siða­reglum og lög­um. Fyrir Háskóla Ís­lands, Land­spítala sem háskólasjúkra­hús, ís­lenskt fræða­sam­félag og þá starfs­menn sem um ræðir er mik­il­vægt að læra af mistökum sem í ljós hefur komið að gerð voru í plast­barkamál­inu. Skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar er mik­il­vægt inn­legg í innri end­ur­skoðun og grein­ingu á ábyrgð ásamt umbótum á verk­lagi og bættu sið­ferði. Verk­efni og ábyrgð Land­spít­ala og Háskóla Íslands og sér­staða þeirra í sam­fé­lag­inu krefj­ast þess að stofn­an­irnar læri af mis­tökum sem gerð hafa verið í plast­barka­mál­inu, bæði í Sví­þjóð og hér á landi, og upp­lýsi almenn­ing um vinnu sína og áfanga í því efni.

Háskóli Íslands og Land­spít­ali bregð­ast við Rann­sókn­ar­skýrsl­unni 

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Háskóla Íslands, sendi frá sér yfir­lýs­ingu þann 5. apríl síð­ast­lið­inn um ábyrgð stofn­un­ar­innar í plast­barka­mál­inu. Þar segir að Háskóli Íslands hafi leit­ast við að greina ábyrgð stofn­un­ar­innar og starfs­manna, hvað hafi farið úrskeið­is, læra af því og ákveða við­brögð. „Þrátt fyrir að það sé nið­ur­staða rekt­ors að hátt­semi pró­fess­ors­ins, eins og greint er frá að fram­an, telj­ist aðfinnslu­verð verður með hlið­sjón af heild­ar­mati á mála­vöxtum og í ljósi fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga ekki talið að laga­skil­yrði séu fyrir hendi til að beita form­legum við­ur­lögum vegna brota í starfi á grund­velli laga nr. 70/1996, um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins. Í yfir­lýs­ing­unni er beðist afsök­unar af hálfu Háskóla Íslands á mál­þingi sem haldið var í til­efni að því að ár var liðið frá til­rauna­að­gerð­inni og ákveðið að setja á stofn starfs­hóp á vegum rekt­ors „til þess að fara yfir aðkomu Háskóla Íslands, sem stofn­un­ar, að mál­inu ...“

Í yfir­lýs­ingu sem Land­spít­al­inn sendi frá sér kom fram að spít­al­inn og Karol­inska-­stofn­unin leggi mikla áherslu á að allir aðilar máls­ins dragi sem mestan lær­dóm af því til þess að hindra að slíkt geti end­ur­tekið sig. Anna Sig­rún Bald­urs­dótt­ir, aðstoð­ar­maður for­stjóra Land­spít­al­ans, hefur ekki svarað spurn­ingum blaða­manns um við­brögð Land­spít­al­ans.

Háskóli Íslands.
Birgir Þór Harðarson.

„Vís­inda­legt mis­ferli er óaf­sak­an­legt“

Nú í sum­ar, sjö árum eftir hina umdeildu plast­barka­ígræðslu, úrskurð­aði rektor Karol­inska-­stofn­un­ar­innar að höf­undar vís­inda­grein­ar­innar í Lancet, hefðu gerst sekir um vís­inda­legt mis­ferli, eins og fram kom í Kjarn­anum 3.júlí sl. Rekt­or­inn fór fram á við rit­stjóra tíma­rit­is­ins að það aft­ur­kall­aði grein­ina og varð Lancet við því.

Ole Petter Ott­er­sen, núver­andi rektor Karol­inska-­stofn­un­ar­inn­ar, segir að sam­kvæmt sænskum lögum sé á valdi rekt­ors að ákvarða hvað sé gert þegar vís­inda­maður við stofn­un­ina ger­ist sekur um vís­inda­legt mis­ferli. ,,Að mínum dómi er vís­inda­legt mis­ferli óaf­sak­an­legt og undir eðli­legum kring­um­stæðum ætti það að leiða til við­ur­laga eins og brott­rekstr­ar. Engu að síður þarf að meta hvert til­felli fyrir sig. Í til­viki Karol­inska-­stofn­un­ar­innar er aðeins einn af vís­inda­mönn­unum sjö sem voru úrskurð­aðir fyrir vís­inda­legt mis­ferli enn við störf. Í til­felli þessa vís­inda­manns hyggst Karol­inska-­stofn­unin ekki gera ráð­staf­anir til að segja honum upp störfum í tengslum við úrskurð­inn 25. júní sl. en honum verður veitt áminn­ing.“

Fram kom í svari Jóns Atla Bene­dikts­sonar, rekt­ors Háskóla Íslands, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að hann og for­stjóri Land­spít­ala, Páll Matth­í­as­son, muni að fara yfir skýrslu Karol­inska-­stofn­un­ar­inn­ar. „Land­spít­ali og Háskóli Íslands munu saman og í sitt hvoru lagi fara yfir þessa nýju skýrslu Karol­inska-­stofn­un­ar­innar eins og önnur gögn sem fram hafa komið í þessu erf­iða og flókna máli.“ Þeirri vinnu er ekki lokið eftir því sem blaða­maður Kjarn­ans kemst næst. 

Tómas Guð­bjarts­son vildi ekki svara spurn­ingum blaða­manns en lýsti yfir von­brigðum sínum með úrskurð­inn á Face­book-­síðu sinn­i. 

Kæru face­book vin­ir Enn á ný er ég til umfjöll­unar í fjöl­miðlum vegna plast­barka­máls­ins - nú síð­ast í gær þegar rekt­or...

Posted by Tomas Gudbjarts­son on Tues­day, June 26, 2018


Hann sagði m.a. „Þessi ákvörðun rekt­ors er mér þung­bær og ég er afar ósáttur við aðdrag­anda hennar og nið­ur­stöðu. Nið­ur­staða rekt­ors Kar­ólínsku stofn­un­ar­innar byggir á rann­sókn sænsku vís­inda­siða­nefnd­ar­innar (CEPN) frá því í fyrra sem margir gagn­rýndu fyrir óná­kvæm vinnu­brögð. Engin ný efn­is­at­riði virð­ast hafa komið fram í mál­inu og í umsögn rekt­ors­ins um þátt minn í umræddri vís­inda­grein gætir óná­kvæmni og mér eru hrein­lega eign­aðir hlutir sem ég hafði aldrei aðkomu að. Ég fékk heldur ekki tæki­færi til að fylgja eftir þeim gögnum sem ég afhenti nefnd­inni, þvert á gefin lof­orð. Það eru mér mikil von­brigði að vera á grund­velli slíkra vinnu­bragða sak­aður um vís­inda­legt mis­ferli – ákvörðun sem ekki er hægt að áfrýja.“ Þá segir Tómas að margt hefði mátt betur fara í plast­barka­mál­inu af hálfu margra sem að því komu og að margt hafi ekki komið í ljós fyrr en síð­ar. „Ég vísa því hins vegar alfarið á bug að hafa í grein­inni í Lancet vís­vit­andi sett fram stað­hæf­ingar gegn betri vit­und. Á starfsævi minni hef ég skrifað 210 vís­inda­greinar og aldrei fengið ámæli fyrir þau vís­inda­störf.“

Vís­inda­siða­reglur eru alþjóð­legar

Sól­veig Anna Bóas­dótt­ir, for­maður vís­inda­siða­nefndar Háskóla Íslands og pró­fessor í guð­fræði­legri sið­fræði við Guð­fræði- og trú­ar­bragða­fræði­deild skól­ans, segir að um vís­inda­störf gildi ákveðnar við­ur­kenndar siða­reglur sem farið sé eftir alls staðar og eigi að vera ófrá­víkj­an­leg­ar. Að því leyti væri úrskurður Karol­inska-­stofn­un­ar­innar mik­il­væg­ur. ,,Vís­inda­siða­reglur eru alþjóð­legar en ekki stað­bundnar og því vel þekktar regl­ur, þar sem heið­ar­leiki og heil­indi er kjarn­inn.“ Það sé mik­il­vægt fyrir alla, ekki bara þátt­tak­endur heldur einnig sam­fé­lagið sem verði að geta treyst heið­ar­leika vís­inda­manna. Anna Sól­veig bendir á að Háskól­inn hafi vís­inda­siða­reglur sem leggi grunn að góðum rann­sókn­um. Það hljóti að vera mikið áfall fyrir Tómas Guð­bjarts­son að vera gerður ábyrgur fyrir vís­inda­legu mis­ferli og að Háskóli Íslands hljóti að þurfa að hug­leiða stöð­una með hon­um.

Vísindasiðareglur eru alþjóðlegar en ekki staðbundnar og því vel þekktar reglur, þar sem heiðarleiki og heilindi er kjarninn.

Sól­veig Anna segir að flestir sið­fræð­ingar leggi áherslu á að siða­reglur séu leið­bein­andi. „Allir eru sam­mála um að það sé mik­il­vægt að starfs­fólk þekki siða­reglur við­kom­andi starfs­greina og vinnu­staða, taki þær alvar­lega og leit­ist við að fram­fylgja þeim í störfum sín­um. Ég álít ekki nauð­syn­legt að það þurfi að skerpa á siða­regl­um, almennt tal­að. Hins vegar þarf kynn­ing á þeim að vera stöðugt í gangi þannig að fólk geri sér grein fyrir þeim sið­ferði­legu gildum og skuld­bind­ingum sem liggja til grund­vallar starfi vís­inda­siða­nefnda.“

„Stærsti vand­inn er ekki endi­lega lög og regl­ur“

Ástríður Stef­áns­dóttir telur að benda megi á ákveðnar reglur sem mætti laga eða styrkja. „Við höfum lög og regl­ur, ein­stak­linga og svo höfum við ein­hvers­konar „et­hos“ eða menn­ingu inni á stofn­un­um. Ein­stak­ling­arnir brugð­ust alla vega að ein­hverju leyti. Þeir sýndu af sér gáleysi og stóðu ekki undir ábyrgð sinni. Þeir höfðu áreið­an­lega góðan ásetn­ing en sýndu gáleysi. Í mínum huga er það eft­ir­tekt­ar­vert að þegar Macchi­ar­ini skrifar Tómasi Guð­bjarts­syni og biður hann um að breyta til­vís­un­inni eru rökin þau að þar með renni þetta frekar í gegn hjá vís­inda­siða­nefnd­inni. Hér er bein­línis gefið í skyn að það sé í lagi að hag­ræða sann­leik­anum ef þá fáist frekar leyfi hjá vís­inda­siða­nefnd.“

„Ég sé þetta sem virð­ing­ar­leysi gagn­vart starfi vís­inda­siða­nefndar og skiln­ings­leysi á eðli henn­ar. Það birt­ist sú hug­mynd­fræði að vís­inda­siða­nefnd sé fyr­ir­bæri sem tefur starf í þekk­ing­ar­leit, sé hindrun á vegi okkar til stórra og merkra gjörða. Það er ekki litið á þessar nefndir sem stuðn­ing eða varnagla og örygg­is­ventil fyrir sjúk­linga gagn­vart rann­sak­endum í því valda­ferli sem rann­sóknir eru, því þær veita rann­sak­endum ákveðið vald yfir sjúk­lingi og lífi hans. Það er heldur ekki litið á þetta sem ákveðið gæða­ferli til að styrkja vís­inda­rann­sókn­ina. Þessi sýn birt­ist því miður í bréfa­skiptum Macchi­ar­inis og Tómas­ar.“

Sólveig Anna Bóasdóttir, formaður vísindasiðanefndar Háskóla Íslands.
RÚV
Ástríður Stefánsdóttir, læknir og dósent í siðfræði.
Aðsend mynd

Garg­andi þögn eft­ir­lits­stofn­anna

Plast­barka­málið vekur upp spurn­ingar um hlut­verk og eft­ir­lits­skyldur stofn­ana gagn­vart sjúk­lingum og rétt­indum þeirra, einkum þegar um er að ræða svo sér­stakt mál sem þetta. Engin svör bár­ust frá Emb­ætti land­læknis við spurn­ingu blaða­manns um þetta efni.

Ástríður Stef­áns­dóttir telur að enn séu margir lausir endar í plast­barka­mál­inu. „Ef við drögum saman það sem búið er að gera þá hafa Land­spít­al­inn og Háskóli Íslands látið gera innri athugun í sínum stofn­unum um málið í heild sinni og komin er nið­ur­staða þar og rektor Háskóla Íslands og for­stjóri Land­spít­al­ans tóku undir nið­ur­stöður þeirrar skýrslu. Rektor lýsti því yfir mjög skýrt að það sem þarna gerð­ist væri aðfinnslu­vert, bæði við birt­ingu Lancet-­grein­ar­innar og að hátt­semi pró­fess­ors við Háskól­ann hafi verið aðfinnslu­verð en það séu ekki laga­skil­yrði til að grípa til aðgerða. Háskól­inn vill herða reglur og bæta allt umhverfi til þess að svona hlutir ger­ist ekki aft­ur.

Allar þessar stofnanir og Læknafélagið virðist ekki hafa nokkurn fókus á sjúklinginn í þessu máli heldur eingöngu sínar eigin stofnanir og starfsmenn þeirra. Þetta er gargandi þögn.

Það sem á hinn bog­inn stendur eftir er að ég sem not­andi íslenskrar heil­brigð­is­þjón­ustu spyr; hvers vegna var ekk­ert í sam­fé­lag­inu sem brást við, ekk­ert sem ýtti við því að málið opn­að­ist? Það virð­ist frekar vera fyrir röð til­vilj­ana að málið fer af stað. Spurn­ing mín snýr að Emb­ætti land­lækn­is, Sjúkra­trygg­ingum Íslands og heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu. Lækna­fé­lag Íslands hefur heldur ekki lýst yfir neinni skoðun á þessu máli sem mér finnst skrýtið vegna eðli þess, umfangs þess og af þeirri ástæðu að sjúk­lingur í íslensku heil­brigð­is­kerfi er þol­andi í þessu máli. Allar þessar stofn­anir og Lækna­fé­lagið virð­ist ekki hafa nokkurn fókus á sjúk­ling­inn í þessu máli heldur ein­göngu sínar eigin stofn­anir og starfs­menn þeirra. Þetta er garg­andi þögn.“

„Þetta mál reyndi á inn­við­ina hjá okkur og þeir virk­uðu ekki. Það getur verið vegna þess að fólkið sem kom að þessu máli stóð sig ekki en það getur líka verið vegna þess að reglur og eft­ir­lits­kerfi sem við höfðum var ekki nógu öfl­ug­t,“ segir Ástríð­ur. „Það er sjálf­sagt að byrja á því að skoða reglu­verkið og spyrja hvort hægt sé að skerpa það. Við erum búin að við­ur­kenna að það fór eitt­hvað úrskeiðis og við viljum ekki að svona hlutir ger­ist aft­ur. Fyrsta skrefið er ekki að hlaupa til og hengja fólk. Fjöl­miðlar bera gríð­ar­lega ábyrgð og hafa ekki alveg staðið sig nógu vel í þessu máli, þeir voru ekki til­búnir til að kryfja þetta mál og það ríkti mikil þögn þar. Fund­ur­inn þegar Rann­sókn­ar­skýrslan var kynnt og fjöl­miðlaum­fjöllun í kjöl­farið olli von­brigðum því það kom svo ber­lega í ljós að flestir fjöl­miðlar sem fjöll­uðu um málið höfðu ekki lesið skýrsl­una. Og af sam­antekt þeirra mátti sjá að þeir höfðu jafn­vel ekki hlustað á það sem fram fór á fund­in­um. Það var verið að halda fram ákveðnum hlutum sem voru ekki rétt­ir. Aðal­at­riðin voru ekki rak­in, bara auka­at­rið­in. Yfir­borðs­kennd og vill­andi mynd var dregin upp af því sem gerð­ist og því sem var í skýrsl­unn­i.“

Sænski lækn­ir­inn, Bengt Gerdin, sem rann­sak­aði plast­barka­málið árið 2015, segir íslensk heil­brigð­is­yf­ir­völd (Sjúkra­trygg­ingar Íslands) hafa verið með í ferl­inu, a.m.k. þegar horft til tölvu­póst­sam­skipta, og að sam­kvæmt íslensk lögum sé ein­ungis heim­ilt að vísa sjúk­lingi í þeirra umsjá til ann­arra ríkja í með­ferð eða aðgerð sem sé sann­reynd. ,,Macchi­ar­ini svar­aði og sagði að það sem hann legði til fyrir Beyene væri eini mögu­leik­inn fyrir sjúk­ling­inn,“ segir Gerdin og bætir við að Macchi­ar­ini hafi verið búinn að ákveða að Beyene færi í aðgerð­ina áður en hann sá sjúk­ling­inn. Það sýni gögn í Sví­þjóð. Hann telur að Íslend­ingar verði að skoða það sem gerð­ist í plast­bark­mál­inu. ,,Ef ekk­ert er leið­rétt eftir það sem gerð­ist þá end­ur­speglar það þá skoðun Íslend­inga að engu þurfi að breyta. Ég tel að það fái ekki stað­ist.“ 

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis hafði afskipti af mál­inu árið 2016 og hefur ákveðið að taka málið upp að nýju en ekki náð­ist í Helgu Völu Helga­dótt­ur, for­mann nefnd­ar­inn­ar, þrátt fyrir ítrek­aðar til­raun­ir.

Landspítalinn
Birgir Þór Harðarson

Ættu að biðja fjöl­skyldu Andemari­ams Beyene afsök­unar

Ástríður Stef­áns­dóttir segir að stefna Karol­inska-há­skóla­sjúkra­húss­ins og Karol­inska-­stofn­un­ar­innar hafi verið að vera í for­svari fyrir ígræðslu á gervi­barka í sjúk­linga. „Mark­miðið var bein­línis að gera til­rauna­að­gerð­ir, háþró­aðar aðgerðir og var unnið með deyj­andi eða langt leidda sjúk­linga. Þessi hópur er í slæmri stöðu og þarf einmitt sér­staka vernd. Slíkir sjúk­lingar eru ekki í þeirri stöðu að það sé alls ekki hægt að skaða þá. Það er einmitt hægt með lang­vinnu dauða­stríði, fölskum lof­orðum og erf­ið­ara and­láti fyrir þá og aðstand­end­ur. Það þarf ekki síður að upp­lýsa þessa sjúk­linga en aðra sjúk­linga­hópa. Þó að Andemariam Beyene hefði verið í þess­ari stöðu þá hefði hann átt að fá mikla vernd og svo er hitt að hann var mjög lík­lega ekki í þess­ari stöð­u,“ segir Ástríð­ur.

Læknar og yfirmenn Háskóla Íslands og Landspítala þurfa að minnsta kosti að biðja fjölskyldu Andemariams Beyene afsökunar og sýna í verki að hugur fylgi máli.

Hún bendir á að fram komi í erlendum skýrslum og íslenskum að Háskóli Íslands hafi farið yfir ákveðin mörk þegar mál­þingið var haldið ári eftir aðgerð­ina á Andemariam Beyene. „Há­skól­inn not­færði sér stöðu sína gagn­vart hon­um, beitti honum þegar hann var orð­inn fár­sjúkur og það hefur komið fram að hann var líka hvattur til að aug­lýsa fyrir fyr­ir­tækið í Boston sem fram­leiddi plast­bark­ann. HÍ þarf að gera þetta upp og skerpa sínar regl­ur. Traust okkar á Háskól­anum og Land­spít­al­anum er sært og á rann­sak­endum og vís­inda­mönn­um. Það þarf að vinna í að bæta það. Við erum í alþjóð­legu sam­starfi, vís­inda­menn taka sig alvar­lega og vilja vinna vel en hugs­an­lega er lagaum­hverfi í kringum það hvernig beri að stunda rann­sóknir gagn­vart fólki ekki nógu skýrt og hvernig beri að taka á því ef eitt­hvað fer úrskeið­is. Læknar og yfir­menn Háskóla Íslands og Land­spít­ala þurfa að minnsta kosti að biðja fjöl­skyldu Andemari­ams Beyene afsök­unar og sýna í verki að hugur fylgi máli.“

Hvorki Karol­inska-há­skóla­sjúkra­húsið né Land­spít­ali hafa rætt við ekkju fyrsta plast­barka­þeg­ans

Í pistli Páls Matth­ía­son­ar, for­stjóra Land­spít­al­ans, í nóv­em­ber 2017 sem vis­ir.is greindi frá, sagði hann um plast­barka­málið að örlög Andemariam Taeklesebet Beyene, væru það sem mestu máli skipti. „Ungur fjöl­skyldu­faðir og náms­mað­ur, sjúk­lingur okkar og skjól­stæð­ingur Land­spít­ala, tók í örvænt­ingu sinni þátt í ólög­mætri til­raun með skelfi­legum afleið­ing­um. Engu að síður brást svo margt sem ekki mátti bregð­ast og af virð­ingu við Andemariam og fjöl­skyldu hans ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmu­lega máli. Það munum við ger­a.“ 

Í rann­sókn­ar­skýrslu Háskóla Íslands og Land­spít­al­ans frá 2016 var mælst til að spít­al­inn hlut­að­ist til um að ekkju Andemari­ams Beyenes, Mer­hawit Bar­ya­mik­ael Tes­fasla­se, yrði útveguð fjár­hags­leg aðstoð til að hún gæti ráðið sér lög­fræð­ing til að leita réttar síns. Telur rann­sókn­ar­nefndin ástæðu til að Land­spítali taki til athug­unar hvort ekki sé rétt að veita ekkju Andemari­ams fjár­hags­að­stoð svo hún geti ráðið sér lög­mann til að fara yfir það hvort um bóta­skyld atvik sé um að ræða. Ástæðan sé ekki síst sú að mál þetta á sér vart neina hlið­stæðu á Ís­landi og því sé ástæða til að Land­spítali sýni sér­stakt frum­kvæði við að leysa úr mál­inu á sann­gjarnan og far­sælan hátt fyrir eig­in­konu og þrjá syni Andemari­ams.

Í við­tali við Mann­líf 3. ágúst sl. upp­lýsti ekkja Andemari­ams Beyene að hvorki hefði verið haft sam­bandi við hana frá Karol­inska-há­skóla­sjúkra­hús­inu né Land­spít­ala.

Höf­undur er nemi í blaða- og frétta­mennsku við Háskóla Íslands og er frétta­skýr­ingin hluti af meist­ara­prófs­verk­efni henn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar