Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir tilbúinn að grípa til enn hertari tolla gagnvart Kínverjum. Nú þegar hefur hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að leggja á viðskiptatolla á innflutning frá Kína upp á 267 milljarða Bandaríkjadala á ársgrundvelli, eða sem nemur tæplega 30 þúsund milljörðum króna.
Tollar beinast að svo til öllum innflutningi frá Kína, en Kínverjar hafa svarað með því að leggja tolla á einkum landbúnaðarafurðir frá Bandaríkjunum. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að þau vilji ekki viðskiptastríð við Bandaríkin og hafa mótmælt aðgerðum Bandaríkjanna harðlega, meðal annars á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO).
Bloomberg hefur eftir sérfræðingum á fjármálamarkaði, að fjárfestar í Bandaríkjunum séu almennt ekki hlynntir aðgerðum Trumps. Samtals nafn innflutningur frá Kína ríflega 500 milljörðum Bandaríkjadala í fyrra, samkvæmt umfjöllun Bloomberg, en tollarnir hafa í mörgum tilfellum leitt til erfiðleika í framleiðslu í Bandaríkjunum vegna aukins kostnaðar.
Hörðustu andstæðingar tollana, ekki síst innan Repúblikanaflokksins, segja Trump ýta undir öfuga hagsmuni með því að setja tollana á og hækka þá. Þeir grafi undan samkeppnishæfni í Bandaríkjunum og leið í raun til þess að störf tapist í Bandaríkjunum. Fyrirtæki hagnist ekki nægilega vel á þeim.
Apple prices may increase because of the massive Tariffs we may be imposing on China - but there is an easy solution where there would be ZERO tax, and indeed a tax incentive. Make your products in the United States instead of China. Start building new plants now. Exciting! #MAGA
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2018
Trump segist hins vegar óhræddur við að beita viðskiptatollum áfram. Það sé liður í að styrkja bandaríska hagkerfið, og örva bandaríska framleiðslu.