Hlutfall erlendra doktorsnema hæst á Íslandi

Á Íslandi voru 36 prósent doktorsnema erlendir árið 2016. Þetta er hæsta hlutfallið á Norðurlöndum en hafa ber í huga að að fáir nemendur eru í doktorsnámi hér á landi í samanburði við hin löndin.

haskoli-islands_14131793324_o.jpg
Auglýsing

Á Íslandi voru 36 pró­sent dokt­or­snema erlendir árið 2016. Þetta er hæsta hlut­fall á Norð­ur­löndum en næst kemur Sví­þjóð með 35 pró­sent, Dan­mörk með 34 pró­sent, Nor­egur með 22 pró­sent og Finn­land með 21 pró­sent. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um mennta­­töl­fræði, Education at a Glance 2018.

Í sam­an­tekt úr skýrsl­unni sem unnin var á vegum mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að hafa megi í huga að fáir nem­endur eru í dokt­ors­námi hér á landi í sam­an­burði við Norð­ur­lönd­in, þ.e. sam­an­burður geti verið vill­and­i. 

Ann­ars eru erlendir nem­endur við nám á Íslandi á heild­ina litið 7 pró­sent, sem er ekki mjög hátt hlut­fall, sam­kvæmt sam­an­tekt­inni. Það er einu pró­sentu­stigi hærra en með­al­tal OECD sem stóð í 6 pró­sentum árið 2016. Hæst var hlut­fallið 11 pró­sent í Dan­mörku, 8 pró­sent í Finn­landi, 7 pró­sent í Sví­þjóð og 4 pró­sent í Nor­egi.

Auglýsing

Íslenskum háskóla­nemum fækkar erlendis

Í fyrr­nefndri sam­an­tekt kemur enn fremur fram að Ísland taki fullan þátt í alþjóða­væð­ingu háskóla­kerf­is­ins eins og önnur lönd. Víða á meg­in­land­inu sé mik­ill sam­gangur milli háskóla, og í Bret­land er hlut­fallið 18 pró­sent enda sé landið eft­ir­sóttur áfanga­staður erlendra nem­enda sem koma hvaðanæva úr heim­in­um. Þau tvö fag­svið sem taka á móti flestum erlendum nem­endum hér á landi eru hug­vís­indi og listir með 24 pró­sent, og raun­vís­indi með 18 pró­sent.

Íslenskir háskóla­nemar sækja einnig í erlenda skóla og hlut­fall íslenskra náms­manna erlendis var 13 pró­sent árið 2016. Þró­unin virð­ist þó vera að íslenskir háskóla­nemar fara síður til náms erlendis og þeim hefur fækkað um 8 pró­sent. 

Erlendum nem­endum hefur á móti ekki fjölgað frá 2013 og tala þeirra hefur stað­ið nokkurn veg­inn í stað. Erlendir nem­endur sem hlut­fall af heild­ar­fjölda íslenskra náms­manna að með­töldum þeim sem voru við skóla erlendis var 6 pró­sent árið 2016.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent