Hlutfall erlendra doktorsnema hæst á Íslandi

Á Íslandi voru 36 prósent doktorsnema erlendir árið 2016. Þetta er hæsta hlutfallið á Norðurlöndum en hafa ber í huga að að fáir nemendur eru í doktorsnámi hér á landi í samanburði við hin löndin.

haskoli-islands_14131793324_o.jpg
Auglýsing

Á Íslandi voru 36 pró­sent dokt­or­snema erlendir árið 2016. Þetta er hæsta hlut­fall á Norð­ur­löndum en næst kemur Sví­þjóð með 35 pró­sent, Dan­mörk með 34 pró­sent, Nor­egur með 22 pró­sent og Finn­land með 21 pró­sent. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um mennta­­töl­fræði, Education at a Glance 2018.

Í sam­an­tekt úr skýrsl­unni sem unnin var á vegum mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að hafa megi í huga að fáir nem­endur eru í dokt­ors­námi hér á landi í sam­an­burði við Norð­ur­lönd­in, þ.e. sam­an­burður geti verið vill­and­i. 

Ann­ars eru erlendir nem­endur við nám á Íslandi á heild­ina litið 7 pró­sent, sem er ekki mjög hátt hlut­fall, sam­kvæmt sam­an­tekt­inni. Það er einu pró­sentu­stigi hærra en með­al­tal OECD sem stóð í 6 pró­sentum árið 2016. Hæst var hlut­fallið 11 pró­sent í Dan­mörku, 8 pró­sent í Finn­landi, 7 pró­sent í Sví­þjóð og 4 pró­sent í Nor­egi.

Auglýsing

Íslenskum háskóla­nemum fækkar erlendis

Í fyrr­nefndri sam­an­tekt kemur enn fremur fram að Ísland taki fullan þátt í alþjóða­væð­ingu háskóla­kerf­is­ins eins og önnur lönd. Víða á meg­in­land­inu sé mik­ill sam­gangur milli háskóla, og í Bret­land er hlut­fallið 18 pró­sent enda sé landið eft­ir­sóttur áfanga­staður erlendra nem­enda sem koma hvaðanæva úr heim­in­um. Þau tvö fag­svið sem taka á móti flestum erlendum nem­endum hér á landi eru hug­vís­indi og listir með 24 pró­sent, og raun­vís­indi með 18 pró­sent.

Íslenskir háskóla­nemar sækja einnig í erlenda skóla og hlut­fall íslenskra náms­manna erlendis var 13 pró­sent árið 2016. Þró­unin virð­ist þó vera að íslenskir háskóla­nemar fara síður til náms erlendis og þeim hefur fækkað um 8 pró­sent. 

Erlendum nem­endum hefur á móti ekki fjölgað frá 2013 og tala þeirra hefur stað­ið nokkurn veg­inn í stað. Erlendir nem­endur sem hlut­fall af heild­ar­fjölda íslenskra náms­manna að með­töldum þeim sem voru við skóla erlendis var 6 pró­sent árið 2016.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent