Hlutfall erlendra doktorsnema hæst á Íslandi

Á Íslandi voru 36 prósent doktorsnema erlendir árið 2016. Þetta er hæsta hlutfallið á Norðurlöndum en hafa ber í huga að að fáir nemendur eru í doktorsnámi hér á landi í samanburði við hin löndin.

haskoli-islands_14131793324_o.jpg
Auglýsing

Á Íslandi voru 36 pró­sent dokt­or­snema erlendir árið 2016. Þetta er hæsta hlut­fall á Norð­ur­löndum en næst kemur Sví­þjóð með 35 pró­sent, Dan­mörk með 34 pró­sent, Nor­egur með 22 pró­sent og Finn­land með 21 pró­sent. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um mennta­­töl­fræði, Education at a Glance 2018.

Í sam­an­tekt úr skýrsl­unni sem unnin var á vegum mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að hafa megi í huga að fáir nem­endur eru í dokt­ors­námi hér á landi í sam­an­burði við Norð­ur­lönd­in, þ.e. sam­an­burður geti verið vill­and­i. 

Ann­ars eru erlendir nem­endur við nám á Íslandi á heild­ina litið 7 pró­sent, sem er ekki mjög hátt hlut­fall, sam­kvæmt sam­an­tekt­inni. Það er einu pró­sentu­stigi hærra en með­al­tal OECD sem stóð í 6 pró­sentum árið 2016. Hæst var hlut­fallið 11 pró­sent í Dan­mörku, 8 pró­sent í Finn­landi, 7 pró­sent í Sví­þjóð og 4 pró­sent í Nor­egi.

Auglýsing

Íslenskum háskóla­nemum fækkar erlendis

Í fyrr­nefndri sam­an­tekt kemur enn fremur fram að Ísland taki fullan þátt í alþjóða­væð­ingu háskóla­kerf­is­ins eins og önnur lönd. Víða á meg­in­land­inu sé mik­ill sam­gangur milli háskóla, og í Bret­land er hlut­fallið 18 pró­sent enda sé landið eft­ir­sóttur áfanga­staður erlendra nem­enda sem koma hvaðanæva úr heim­in­um. Þau tvö fag­svið sem taka á móti flestum erlendum nem­endum hér á landi eru hug­vís­indi og listir með 24 pró­sent, og raun­vís­indi með 18 pró­sent.

Íslenskir háskóla­nemar sækja einnig í erlenda skóla og hlut­fall íslenskra náms­manna erlendis var 13 pró­sent árið 2016. Þró­unin virð­ist þó vera að íslenskir háskóla­nemar fara síður til náms erlendis og þeim hefur fækkað um 8 pró­sent. 

Erlendum nem­endum hefur á móti ekki fjölgað frá 2013 og tala þeirra hefur stað­ið nokkurn veg­inn í stað. Erlendir nem­endur sem hlut­fall af heild­ar­fjölda íslenskra náms­manna að með­töldum þeim sem voru við skóla erlendis var 6 pró­sent árið 2016.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent