Gert ráð fyrir að skuldabréfaútboði WOW air ljúki í dag

Búast má við því að skuldabréfaútboði WOW air ljúki í dag en vonir standa til að endanleg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra, samkvæmt Fréttablaðinu í dag.

A320neo_WowAir_CFM_01.jpg
Auglýsing

WOW air er á loka­metr­unum með að sækja sér nægj­an­legt fjár­magn svo að lág­marks­stærð yfir­stand­andi skulda­bréfa­út­boðs flug­fé­lags­ins, 50 millj­ónir evra, jafn­virði um 6,5 millj­arða króna, verði náð. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í morg­un. 

­Sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins voru stjórn­endur og ráð­gjafar félags­ins í gær­kvöldi þannig búnir að fá erlenda fjár­festa til að skrá sig fyrir að lág­marki um 45 millj­ónum evra í útboð­inu. Gert er ráð fyrir að skulda­bréfa­út­boð­inu ljúki í dag en vonir standa til að end­an­leg stærð þess verði eitt­hvað meiri en sem nemur 50 millj­ónum evra.

Þá er jafn­framt stefnt að því að Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eini hlut­hafi WOW air, fái inn fjár­festi að flug­fé­lag­inu sem myndi leggja því til nýtt hlutafé upp á tugi millj­óna evra sam­hliða því að skulda­bréfa­út­boðið verður klárað. Ekki liggur fyrir hversu stóran hlut hann myndi eign­ast í félag­inu verði þau áform að veru­leika, sam­kvæmt Frétta­blað­inu. Eig­in­fjár­hlut­fall WOW air var aðeins um 4,5 pró­sent um mitt þetta ár og eigið fé þess um 20 millj­ónir Banda­ríkja­dala.

Auglýsing

„Á meðal þeirra sem hafa unnið að því á síð­ustu dögum að fá erlenda fjár­festa til að taka þátt í útboði WOW air eru Fossar mark­að­ir, sem hafa und­an­farin ár verið leið­andi í að hafa milli­göngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verð­bréfum á Íslandi, en fyrir til­stuðlan félags­ins hefur banda­rískur fjár­fest­ing­ar­sjóður skráð sig fyrir um 10 millj­ónum evra í útboð­inu, sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins. Norska verð­bréfa­fyr­ir­tækið Par­eto, sem hefur yfir­um­sjón með skulda­bréfa­út­boð­inu, hefur hins vegar tryggt fjár­magn frá erlendum fjár­festum fyrir um 35 millj­ónir evr­a,“ segir í frétt­inni.

Sam­kvæmt Frétta­blað­inu unnu ráð­gjafar flug­fé­lags­ins, meðal ann­ars frá verð­bréfa­fyr­ir­tæk­inu Arct­ica Fin­ance sem hefur hjálpað WOW air við að kynna útboðið hér á landi fyrir fjár­fest­um, að því í gær að fá íslenska fjár­festa til að leggja félag­inu til fjár­magn. Þannig hafi verið leitað lið­sinnis ýmissa umsvifa­mik­illa einka­fjár­festa og þá hafi verið rætt við for­svars­menn líf­eyr­is­sjóð­anna en ekki hafi legið fyrir í gær­kvöldi hvort þeir myndu hafa ein­hverja aðkomu að útboð­inu.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent