Gert ráð fyrir að skuldabréfaútboði WOW air ljúki í dag

Búast má við því að skuldabréfaútboði WOW air ljúki í dag en vonir standa til að endanleg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra, samkvæmt Fréttablaðinu í dag.

A320neo_WowAir_CFM_01.jpg
Auglýsing

WOW air er á loka­metr­unum með að sækja sér nægj­an­legt fjár­magn svo að lág­marks­stærð yfir­stand­andi skulda­bréfa­út­boðs flug­fé­lags­ins, 50 millj­ónir evra, jafn­virði um 6,5 millj­arða króna, verði náð. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í morg­un. 

­Sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins voru stjórn­endur og ráð­gjafar félags­ins í gær­kvöldi þannig búnir að fá erlenda fjár­festa til að skrá sig fyrir að lág­marki um 45 millj­ónum evra í útboð­inu. Gert er ráð fyrir að skulda­bréfa­út­boð­inu ljúki í dag en vonir standa til að end­an­leg stærð þess verði eitt­hvað meiri en sem nemur 50 millj­ónum evra.

Þá er jafn­framt stefnt að því að Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eini hlut­hafi WOW air, fái inn fjár­festi að flug­fé­lag­inu sem myndi leggja því til nýtt hlutafé upp á tugi millj­óna evra sam­hliða því að skulda­bréfa­út­boðið verður klárað. Ekki liggur fyrir hversu stóran hlut hann myndi eign­ast í félag­inu verði þau áform að veru­leika, sam­kvæmt Frétta­blað­inu. Eig­in­fjár­hlut­fall WOW air var aðeins um 4,5 pró­sent um mitt þetta ár og eigið fé þess um 20 millj­ónir Banda­ríkja­dala.

Auglýsing

„Á meðal þeirra sem hafa unnið að því á síð­ustu dögum að fá erlenda fjár­festa til að taka þátt í útboði WOW air eru Fossar mark­að­ir, sem hafa und­an­farin ár verið leið­andi í að hafa milli­göngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verð­bréfum á Íslandi, en fyrir til­stuðlan félags­ins hefur banda­rískur fjár­fest­ing­ar­sjóður skráð sig fyrir um 10 millj­ónum evra í útboð­inu, sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins. Norska verð­bréfa­fyr­ir­tækið Par­eto, sem hefur yfir­um­sjón með skulda­bréfa­út­boð­inu, hefur hins vegar tryggt fjár­magn frá erlendum fjár­festum fyrir um 35 millj­ónir evr­a,“ segir í frétt­inni.

Sam­kvæmt Frétta­blað­inu unnu ráð­gjafar flug­fé­lags­ins, meðal ann­ars frá verð­bréfa­fyr­ir­tæk­inu Arct­ica Fin­ance sem hefur hjálpað WOW air við að kynna útboðið hér á landi fyrir fjár­fest­um, að því í gær að fá íslenska fjár­festa til að leggja félag­inu til fjár­magn. Þannig hafi verið leitað lið­sinnis ýmissa umsvifa­mik­illa einka­fjár­festa og þá hafi verið rætt við for­svars­menn líf­eyr­is­sjóð­anna en ekki hafi legið fyrir í gær­kvöldi hvort þeir myndu hafa ein­hverja aðkomu að útboð­inu.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent