Gert ráð fyrir að skuldabréfaútboði WOW air ljúki í dag

Búast má við því að skuldabréfaútboði WOW air ljúki í dag en vonir standa til að endanleg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra, samkvæmt Fréttablaðinu í dag.

A320neo_WowAir_CFM_01.jpg
Auglýsing

WOW air er á loka­metr­unum með að sækja sér nægj­an­legt fjár­magn svo að lág­marks­stærð yfir­stand­andi skulda­bréfa­út­boðs flug­fé­lags­ins, 50 millj­ónir evra, jafn­virði um 6,5 millj­arða króna, verði náð. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í morg­un. 

­Sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins voru stjórn­endur og ráð­gjafar félags­ins í gær­kvöldi þannig búnir að fá erlenda fjár­festa til að skrá sig fyrir að lág­marki um 45 millj­ónum evra í útboð­inu. Gert er ráð fyrir að skulda­bréfa­út­boð­inu ljúki í dag en vonir standa til að end­an­leg stærð þess verði eitt­hvað meiri en sem nemur 50 millj­ónum evra.

Þá er jafn­framt stefnt að því að Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eini hlut­hafi WOW air, fái inn fjár­festi að flug­fé­lag­inu sem myndi leggja því til nýtt hlutafé upp á tugi millj­óna evra sam­hliða því að skulda­bréfa­út­boðið verður klárað. Ekki liggur fyrir hversu stóran hlut hann myndi eign­ast í félag­inu verði þau áform að veru­leika, sam­kvæmt Frétta­blað­inu. Eig­in­fjár­hlut­fall WOW air var aðeins um 4,5 pró­sent um mitt þetta ár og eigið fé þess um 20 millj­ónir Banda­ríkja­dala.

Auglýsing

„Á meðal þeirra sem hafa unnið að því á síð­ustu dögum að fá erlenda fjár­festa til að taka þátt í útboði WOW air eru Fossar mark­að­ir, sem hafa und­an­farin ár verið leið­andi í að hafa milli­göngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verð­bréfum á Íslandi, en fyrir til­stuðlan félags­ins hefur banda­rískur fjár­fest­ing­ar­sjóður skráð sig fyrir um 10 millj­ónum evra í útboð­inu, sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins. Norska verð­bréfa­fyr­ir­tækið Par­eto, sem hefur yfir­um­sjón með skulda­bréfa­út­boð­inu, hefur hins vegar tryggt fjár­magn frá erlendum fjár­festum fyrir um 35 millj­ónir evr­a,“ segir í frétt­inni.

Sam­kvæmt Frétta­blað­inu unnu ráð­gjafar flug­fé­lags­ins, meðal ann­ars frá verð­bréfa­fyr­ir­tæk­inu Arct­ica Fin­ance sem hefur hjálpað WOW air við að kynna útboðið hér á landi fyrir fjár­fest­um, að því í gær að fá íslenska fjár­festa til að leggja félag­inu til fjár­magn. Þannig hafi verið leitað lið­sinnis ýmissa umsvifa­mik­illa einka­fjár­festa og þá hafi verið rætt við for­svars­menn líf­eyr­is­sjóð­anna en ekki hafi legið fyrir í gær­kvöldi hvort þeir myndu hafa ein­hverja aðkomu að útboð­inu.

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent