Segir veiðigjald vera landsbyggðarskatt sem verði að lækka

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að þeir peningar sem fyrirtæki sveitarfélagsins greiða í veiðigjöld séu betur komnir þar en „í ríkishítinni.“

Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Auglýsing

Íris Róberts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, segir að útgerð­ar­fyr­ir­tæki í sveit­ar­fé­lag­inu hafi greitt yfir einn millj­arð króna í veiði­gjöld á síð­asta fisk­veiði­ári sem lauk 1. sept­em­ber. Það hafi verið helm­ings­hækkun frá árinu á und­an. Í sam­tali við Morg­un­blaðið segir Íris að pen­ing­arnir væru „betur komnir hér í Eyj­um, þar sem þeir urðu til, en í rík­is­hít­inni. Þennan lands­byggð­ar­skatt verður að lækk­a.“

Veið­i­­­gjöld hafa fram til þessa verið byggð á afkomu sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ins tvö til þrjú ár aftur í tím­ann. Mik­ill þrýst­ingur hefur verið frá útgerð­ar­fyr­ir­tækjum að lækka gjöldin og breyta fyr­ir­komu­lag­inu þannig að það end­ur­spegli betur rekstr­ar­nið­ur­stöðu hverju sinni.

Sam­kvæmt fjár­lögum árs­ins 2018 áttu veiði­gjöld að vera tíu millj­arðar króna í ár en end­ur­met­inni áætlun segir að þau verði sjö millj­arð­ar. Gert er ráð fyrir sömu upp­hæð á næsta ári, en nýtt frum­varp, sem á að færa við­mið­un­arár gjald­tök­unnar nær í tíma, verður lagt fram í haust. Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, mun leggja frum­varpið fram og hefur lýst því yfir að það muni líta dags­ins ljós í kringum næstu mán­aða­mót. Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar lagði fram frum­varp um breyt­ingar á veiði­gjöldum seint á síð­asta þingi, sem hefði leitt að sér að þau hefðu lækkað um 1,7 millj­arða króna, meðal ann­ars vegna afsláttar til smærri fyr­ir­tækja. Það frum­varp fékk ekki braut­ar­gengi og var dregið til baka. Hæstu veið­i­­­­­­gjöldin greiddi sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­veg­­­­­ur­inn vegna fisk­veið­i­­ár­s­ins 2012/2013, en þá greiddi útgerðin 12,8 millj­­­­arða króna í rík­­­­­is­­­­­sjóð vegna veið­i­­gjalda.

Auglýsing
Staða fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi er mis­jöfn. Heilt yfir hefur arð­semi grein­ar­innar aldrei verið meiri en á síð­ast­liðnum árum. Sam­an­lagðar  arð­greiðslur sjá­v­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­vegs­­­­­­fyr­ir­tækja frá byrjun árs 2010 og út árið 2016 voru 65,8 millj­­­­­­arðar króna. Eigið fé þeirra frá hruni og til loka árs 2016 batn­aði um 300 millj­­­­­­arða króna. Því hefur hagur sjá­v­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­veg­­­­­­ar­ins vænkast um 365,8 millj­­­­­­arða króna á örfáum árum.

Þá greindi Sam­herji, stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, nýverið frá afkomu sinni á síð­asta ári, þegar sam­stæðan hagn­að­ist um 14,4 millj­arða króna. Alls nemur hagn­aður Sam­herja á síð­ustu sjö árum 100 millj­örðum króna. Eigið fé sam­stæð­unnar er 94 millj­arðar króna.

Stór við­skipti hafa auk þess átt sér stað með eign­ar­hluti í fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi und­an­far­ið. Brim keypti til að mynda 35 pró­sent hlut í HB Granda fyrir tæpa 23 millj­arða króna. Eftir að Guð­mundur Krist­jáns­son, eig­andi Brim, sett­ist í for­stjóra­stól HB Granda í kjöl­farið keypti HB Grandi útgerð­ar­fé­lagið Ögur­vík af Brim á 12,3 millj­arða króna. Brim hefur síðar breytt nafni sínu í Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur.

Stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki Vest­manna­eyja er Ísfé­lag­ið. Eig­endur þess eru einnig stærstu eig­endur Morg­un­blaðs­ins.

Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Þakkar Miðflokksmönnum staðfestu varðandi þriðja orkupakkann
Formaður VR skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu um þriðja orkupakkann fram á haust og biður um að þjóðin fái andrými til að kynna sér málið betur.
Kjarninn 24. maí 2019
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent
Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.
Kjarninn 24. maí 2019
Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent