Segir veiðigjald vera landsbyggðarskatt sem verði að lækka

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að þeir peningar sem fyrirtæki sveitarfélagsins greiða í veiðigjöld séu betur komnir þar en „í ríkishítinni.“

Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Auglýsing

Íris Róberts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, segir að útgerð­ar­fyr­ir­tæki í sveit­ar­fé­lag­inu hafi greitt yfir einn millj­arð króna í veiði­gjöld á síð­asta fisk­veiði­ári sem lauk 1. sept­em­ber. Það hafi verið helm­ings­hækkun frá árinu á und­an. Í sam­tali við Morg­un­blaðið segir Íris að pen­ing­arnir væru „betur komnir hér í Eyj­um, þar sem þeir urðu til, en í rík­is­hít­inni. Þennan lands­byggð­ar­skatt verður að lækk­a.“

Veið­i­­­gjöld hafa fram til þessa verið byggð á afkomu sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ins tvö til þrjú ár aftur í tím­ann. Mik­ill þrýst­ingur hefur verið frá útgerð­ar­fyr­ir­tækjum að lækka gjöldin og breyta fyr­ir­komu­lag­inu þannig að það end­ur­spegli betur rekstr­ar­nið­ur­stöðu hverju sinni.

Sam­kvæmt fjár­lögum árs­ins 2018 áttu veiði­gjöld að vera tíu millj­arðar króna í ár en end­ur­met­inni áætlun segir að þau verði sjö millj­arð­ar. Gert er ráð fyrir sömu upp­hæð á næsta ári, en nýtt frum­varp, sem á að færa við­mið­un­arár gjald­tök­unnar nær í tíma, verður lagt fram í haust. Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, mun leggja frum­varpið fram og hefur lýst því yfir að það muni líta dags­ins ljós í kringum næstu mán­aða­mót. Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar lagði fram frum­varp um breyt­ingar á veiði­gjöldum seint á síð­asta þingi, sem hefði leitt að sér að þau hefðu lækkað um 1,7 millj­arða króna, meðal ann­ars vegna afsláttar til smærri fyr­ir­tækja. Það frum­varp fékk ekki braut­ar­gengi og var dregið til baka. Hæstu veið­i­­­­­­gjöldin greiddi sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­veg­­­­­ur­inn vegna fisk­veið­i­­ár­s­ins 2012/2013, en þá greiddi útgerðin 12,8 millj­­­­arða króna í rík­­­­­is­­­­­sjóð vegna veið­i­­gjalda.

Auglýsing
Staða fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi er mis­jöfn. Heilt yfir hefur arð­semi grein­ar­innar aldrei verið meiri en á síð­ast­liðnum árum. Sam­an­lagðar  arð­greiðslur sjá­v­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­vegs­­­­­­fyr­ir­tækja frá byrjun árs 2010 og út árið 2016 voru 65,8 millj­­­­­­arðar króna. Eigið fé þeirra frá hruni og til loka árs 2016 batn­aði um 300 millj­­­­­­arða króna. Því hefur hagur sjá­v­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­veg­­­­­­ar­ins vænkast um 365,8 millj­­­­­­arða króna á örfáum árum.

Þá greindi Sam­herji, stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, nýverið frá afkomu sinni á síð­asta ári, þegar sam­stæðan hagn­að­ist um 14,4 millj­arða króna. Alls nemur hagn­aður Sam­herja á síð­ustu sjö árum 100 millj­örðum króna. Eigið fé sam­stæð­unnar er 94 millj­arðar króna.

Stór við­skipti hafa auk þess átt sér stað með eign­ar­hluti í fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi und­an­far­ið. Brim keypti til að mynda 35 pró­sent hlut í HB Granda fyrir tæpa 23 millj­arða króna. Eftir að Guð­mundur Krist­jáns­son, eig­andi Brim, sett­ist í for­stjóra­stól HB Granda í kjöl­farið keypti HB Grandi útgerð­ar­fé­lagið Ögur­vík af Brim á 12,3 millj­arða króna. Brim hefur síðar breytt nafni sínu í Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur.

Stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki Vest­manna­eyja er Ísfé­lag­ið. Eig­endur þess eru einnig stærstu eig­endur Morg­un­blaðs­ins.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent