Sakar dómaraefni Trump um kynferðisbrot

Konan sem sakar dómarann Brett Kavanaugh um kynferðisbrot fyrir meira en 30 árum síðan, hefur komið fram undir nafni.

Brett Kavanaugh dómari Donald Trump Hæstiréttur
Auglýsing

Konan sem sakar dóm­ar­ann Brett Kavan­augh um kyn­ferð­is­brot fyrir meira en 30 árum síð­an, hefur komið fram undir nafni. Kon­an, Christine Bla­sey Ford, 52 ára sál­fræð­ing­ur, segir í sam­tali við Was­hington Post að í skóla­partýi hafi drukk­inn Kavan­augh haldið henni fastri í rúmi, káfað á henni og tekið fyrir munn­inn á henni til að koma í veg fyrir að hún öskr­aði.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­nefndi Kavan­augh í Hæsta­rétt í júlí síð­ast­liðnum og standa yfir­heyrslur þings­ins yfir dóm­ar­anum nú yfir áður en til­nefn­ingin verður stað­fest.

Kavan­augh hefur neitað þessum ásök­unum með öllu í gegnum yfir­lýs­ingar frá Hvíta hús­inu. Orðrómur um þessar ásak­anir fór af stað fyrir helgi en nafn kon­unnar hefur hingað til verið óþekkt. Hvíta húsið hefur gefið út bréf frá 65 konum sem segj­ast þekkja dóm­ar­ann frá því á skóla­árum hans og geti vitnað til um karakter hans.

Auglýsing

Búist er við því að það að Ford komi fram undir nafni muni að öllum lík­indum auka þrýst­ing­inn á að fresta atkvæða­greiðsl­unni sem stað­festir skipun Kavan­augh.

Kavan­augh er 53 ára gam­all og starfar sem dóm­­ari við áfrýj­un­­ar­­dóm­stól í Was­hington DC. Hann starf­aði náið með George W. Bush á sínum tíma og tók meðal ann­­ars þátt í rann­­sókn­inni á sam­­skiptum Bill Clinton Banda­­ríkja­­for­­seta og Mon­icu Lewin­­sky auk þess sem hann var einn þeirra sem kom að end­­ur­taln­ingu atkvæða fyrir hönd Bush í for­­seta­­kosn­­ing­unum árið 2000. Kavan­augh var á árum áður aðstoð­­ar­­maður Ant­hony Kenn­edy, hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ar­ans sem lét nýlega af störfum og Kavan­augh tekur að öllum lík­indum við af.

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiErlent