Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefur skilað ársreikningi fyrir árið 2017 til Ríkisendurskoðunar. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að tap af rekstri nam 13,7 milljónum króna og var eigið fé neikvætt um 17,9 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi.
Árið „2017 var kosið til Alþingis, annað árið í röð og var kostnaður vegna Alþingiskosninganna 34 milljónir króna.“ Framlög ríkisins til hreyfingarinnar voru 46,5 milljónir á fjárlögum og 9,4 milljónir vegna rekstrar þingflokksins.
Einstaklingar styrktu flokksstarf Vinstri grænna í fyrra um 11,5 milljónir króna, en fyrirtæki styrktu hreyfinguna um 5,4 milljónir. Alls fékk flokkurinn um 3,3 milljónir í félagsgjöld.
Sjö fyrirtæki styrktu flokkinn um 400 þúsund krónur sem er hámarkaði samkvæmt lögum: HB Grandi hf., MATA hf., Síminn hf., Brim hf., Kvika hf., Vísir hf. og Síldarvinnslan hf. Tveir einstaklingar gaf 400 þúsund, Ármann Jakobsson bróðir Katrínar Jakobsdóttur formanns flokksins og Elva Dögg Kristinsdóttir.
Stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í rekstri hreyfingarinnar voru laun og tengd gjöld, nærri 38 milljónir króna.