Í maí og júní 2108 voru 5.455 fólksbílum nýskráðar á Íslandi. Það eru 1.522 færri en í sömu mánuðum árið áður, eða 22 prósent samdráttur. Mest munar um nýskráða bílaleigubíla, en þeir voru 3.630 í umræddum tveimur mánuðum á þessu ári. Það eru 1.893 færri en á sama tímabili í fyrra og því fækkaði nýskráðum bílaleigubílum í maí og júní um 34 prósent. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.
Vert er að hafa í huga að fjöldi nýskráðra bíla hefur aukist gríðarlega hratt á undanförnum árum og árið 2017 var algjört met ár. Ástæðan er auðvitað fyrst og síðast aukin fjöldi ferðamanna, enda eru langflestar nýskráningar á bílum tilkomnar vegna bílaleigubíla sem leigðir eru út til þeirra.
Það ár var heildarfjöldi nýskráðra fólksbíla á landinu 21.346 sem var 16 prósent aukning frá fyrr ári. Bílaleigubílar voru tæpur helmingur allra nýskráðra bíla á því ári, eða 10.362 talsins. Þeim fjölgaði um nálægt þúsund milli ára.
Í lok síðasta árs var heildarfjöldi skráðra ökutækja af öllum stærðum og gerðum hérlendis 366.888. Þar af voru 294.482 ökutæki í umferð. Að meðaltali voru því fleiri en eitt ökutæki skrá á hvern Íslending í lok árs 2017, en Íslendingar voru þá 348.450 talsins.