Til stendur að koma á fót Þjóðarsjóði

Sjóðnum er ætlað að gegna því meginhlutverki að verða eins konar áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðarhag.

Alþingishúsið
Auglýsing

Áformað er að koma á fót svo­nefndum Þjóð­ar­sjóði. Sjóðnum er ætlað að gegna því meg­in­hlut­verki að verða eins konar áfalla­vörn fyrir þjóð­ina þegar rík­is­sjóður verður fyrir fjár­hags­legri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyr­ir­séð áföll á þjóð­ar­hag, annað hvort vegna afkomu­brests eða vegna kostn­aðar við við­bragðs­ráð­staf­anir sem stjórn­völd hafa talið óhjá­kvæmi­legt að grípa til.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið áformar að leggja fram frum­varp til laga um að komið verði á fót var­úð­ar­sjóði til að mæta hugs­an­legum fátíðum efna­hags­legum skakka­föll­um. Opið er fyrir inn­send­ingu umsagna á tíma­bil­inu 17. til 25. sept­em­ber á sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Í áformum um laga­setn­ing­una kemur fram að hér eigi við skakka­föll sem eru fátíð en sagan sýni að geti riðið yfir á nokk­urra ára­tuga fresti, til að mynda stór­felldar nátt­úru­ham­farir sem geta meðal ann­ars stórlaskað byggð, sam­göngu­inn­viði eða vatns­afls­virkj­anir og stór­iðju­ver, vist­kerf­is­breyt­ing­ar, sjúk­dómar eða önnur áföll, og valda stór­felldu efna­hags­legu tjóni umfram þann skaða sem tryggður er með öðrum hætti svo sem með Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingum Íslands. 

Auglýsing

Nátt­úru­ham­far­ir, sjúk­dóms­far­aldrar eða netárásir

Sem dæmi um slíka stór­at­burði sem orðið hafa eru nefndar í áformunum nátt­úru­ham­farir á borð við Skaft­ár­elda og Móðu­harð­indin eða Heima­eyj­ar­gos­ið, vist­kerf­is­brest eins og hrun síld­ar­stofns­ins eða sjúk­dóms­far­ald á borð við spænsku veik­ina. Einnig gæti verið um að ræða atburði eða kring­um­stæður af allt öðrum toga, svo sem afleið­ingar af stór­felldum netárásum á mik­il­væga inn­viði lands­ins eða hryðju­verk. Um gæti verið að ræða áföll sem rík­is­sjóður hefði að óbreyttu ekki nægi­legan fjár­hags­legan styrk til að mæta án þess að það leiði til veru­legra sam­tíma­á­hrifa á vel­ferð þegn­anna vegna skertrar starf­semi hins opin­bera eða hefði í för með sér skulda­byrði sem yrði þung­bær um langa hríð og jafn­vel ósjálf­bær.

Þannig verði í laga­setn­ing­unni gengið út frá lang­tíma­sjón­ar­miðum um upp­bygg­ingu á mjög burð­ugum sjóði sem geti tek­ist á við afleið­ingar af stórum, ófyr­ir­séðum og fátíðum áföllum á opin­ber fjár­mál, fremur en að sjóð­ur­inn sjálfur fjár­magni bein­línis bætur vegna, til dæmis tjóns til­tek­inna atvinnu­greina eða hópa. 

Við­bragðs­ráð­staf­anir á höndum stofn­ana rík­is­ins

Allar við­brags­ráð­staf­anir verði þannig á höndum stofn­ana rík­is­ins með því stjórn­skipu­lagi sem er til staðar í sam­fé­lag­inu og ætlað er að kljást við slíka atburði, þ.e. á vegum stofn­ana­kerfis stjórn­sýsl­unar og með til­stuðlan Alþing­is, þar með talið með umfjöllun um fjár­heim­ild­ir. „Ófyr­ir­sjá­an­leiki og óviss stærð­argráða slíkra stór­á­falla felur í sér að nær óger­legt er fyrir stjórn­völd að und­ir­búa sig fyrir afleið­ing­arnar í vana­legri fjár­laga­gerð og fjár­hags­á­ætl­unum til með­al­langs tíma á annan hátt en að sýna þá fyr­ir­hyggju að standa fyrir við­eig­andi sjóðs­söfn­un.“

Til­efnið fyrir lag­setn­ingu um stofn­setn­ingu slíks var­úð­ar­sjóðs er einnig það að fyr­ir­séð er að rík­is­sjóður muni á kom­andi árum geta haft umtals­verðar nýjar tekjur af arð­greiðslum eða auð­linda­af­nota­gjöldum frá orku­vinnslu­fyr­ir­tækjum á for­ræði rík­is­ins, einkum Lands­virkj­un, sam­kvæmt áformun­um. 

Þessar for­sendur hafi skap­ast þar sem eig­in­fjár­staða Lands­virkj­unar hefur styrkst mikið á und­an­förnum árum, skulda­staða hefur lækkað niður í hóf­legt horf, miklar afskriftir af mann­virkjum eru að baki og ekki horfur á mjög mik­illi fjár­fest­ing­ar­þörf á kom­andi árum. Framundan sé tíma­bil þar sem ekki virð­ist jafn mikil þörf á að styrkja fjár­hags­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins enn frekar og hafi for­svars­menn þess og aðrir á opin­berum vett­vangi fram sett hug­myndir og til­lögur um að fyr­ir­tækið skili í auknum mæli arði til rík­is­ins sem eig­anda þess og orku­auð­lind­anna. 

Þessar við­bót­ar­tekjur gætu fallið til um langt ára­bil að því til­skyldu að raf­orku­verð hald­ist óbreytt eða hækki og að ekki verði þörf fyrir veru­legar fjár­fest­ingar í orku­vinnslu umfram það sem nú er fyr­ir­séð og að aðrar slíkar for­sendur sem eru ráð­andi um fjár­hag orku­fyr­ir­tækja bresti ekki. Hyggi­legt þyki að þessar nýju tekjur verði ekki nýttar eins og hver annar tekju­stofn til þess að standa undir reglu­bundnum rík­is­út­gjöld­um, heldur verði þeim varið til þess að byggja upp fjár­hags­legan við­búnað í Þjóð­ar­sjóði til að bregð­ast við ófyr­ir­séðum áföll­u­m. 

Fram­lög úr rík­is­sjóði svari til tekna af arð­greiðslum

Fyr­ir­hugað er að Þjóð­ar­sjóður fái fram­lög úr rík­is­sjóði sem svari til tekna af arð­greiðsl­unum frá orku­vinnslu­fyr­ir­tækj­unum og að hann fjár­festi þá fjár­muni ein­vörð­ungu í erlendum verð­bréfum sam­kvæmt fjár­fest­ing­ar­stefnu sem stjórn sjóðs­ins setur með sam­þykki ráð­herra. 

Fram­lögin verði veitt með hlið­sjón af tekjum af við­kom­andi arð­greiðslum en ekki verði þó um að ræða svo­kall­aða mörkun rík­is­tekna. Gert verði ráð fyrir fjár­reiðum sjóðs­ins í fimm ára fjár­mála­á­ætl­unum fyrir hið opin­bera og fjár­lög­um. Komi til ófyr­ir­séðs áfalls af fram­an­greindum toga og að upp­fylltum til­teknum skil­yrðum og mati á fjár­hags­á­hrifum áfalls­ins geti ráð­herra gert til­lögu um að Alþingi sam­þykki þings­á­lyktun um að stjórn sjóðs­ins úthluti til rík­is­sjóðs fram­lagi sem nemi allt að helm­ingi eigna sjóðs­ins vegna eins atburð­ar. 

Heim­ildir vegna slíkra fram­laga og fjár­reiðna sjóðs­ins að öðru leyti verði jafn­framt settar með fjár­lögum með atbeina Alþing­is. Í þessu sam­bandi er gert ráð fyrir að fram­lag úr Þjóð­ar­sjóði greið­ist eftir á þegar mat á umfangi tjóns fyrir rík­is­sjóð liggur fyrir frá sér­stakri mats­nefnd og að rík­is­sjóður geti því þurft að fjár­magna kostn­að­inn tíma­bund­ið. 

Þjóð­ar­sjóður eign íslenska rík­is­ins

Þjóð­ar­sjóð­ur­inn verður eign íslenska rík­is­ins og verður færður á efna­hags­reikn­ing rík­is­sjóðs, enda væri hann í raun­inni til­tekið fyr­ir­komu­lag á stýr­ingu og ávöxtun á afmörk­uðum hluta af pen­inga­legum eignum rík­is­sjóðs. Fjár­hags­leg staða rík­is­ins batnar því sem stærð sjóðs­ins nem­ur. 

Með stofnun sjóðs­ins mun sjálf­bærni og stöð­ug­leiki opin­berra fjár­mála styrkjast, traust aukast á íslenskt hag­kerfi og þjóð­ar­bú­skap og þar með eflist láns­hæfi rík­is­sjóðs og fleiri inn­lendra aðila sem tengj­ast því. 

Sér­stök stjórn sett yfir sjóð­inn

Fyr­ir­hugað er að sett verði sér­stök stjórn yfir sjóð­inn sem fari með yfir­stjórn hans. Stjórnin beri ábyrgð á rekstri sjóðs­ins, setji sér starfs­reglur og geri til­lögu um fjár­fest­ing­ar­stefnu hans til stað­fest­ingar af ráð­herra á grund­velli við­miða sem verði lög­bundin í megin atrið­u­m. 

Gert er ráð fyrir að í fjár­fest­inga­stefnu sjóðs­ins verði úti­lok­aðir fjár­mála­gern­ingum sem gefnir eru út af fyr­ir­tækjum eða stofn­unum sem stunda eða eru við­riðin starf­semi sem telja má að stang­ist á við góða siði, svo sem nýt­ingu vinnu­afls barna og fram­leiðslu og sölu vopna sem nýtt eru í hern­að­i. 

Með þessu fyr­ir­komu­lagi verði gætt að arms­lengd­ar­sjón­ar­mið­um, svo sem að ráð­herra hafi ekki yfir­stjórn­un­ar­vald með ákvörð­unum stjórnar og hlut­ist ekki til um ein­stakar fjár­fest­ing­ar, en einnig að því að ráð­herra geti rækt ábyrgð sína á því að stjórnin starfi sam­kvæmt lögum og í sam­ræmi við ábyrga stjórn­ar­hætti og fylgi við­hlít­andi fjár­fest­ing­ar­set­efn­u. 

Gert er ráð fyrir að dag­legur rekstur sjóðs­ins verði hóf­legur að umfangi og að kostn­aður vegna sjóðs­ins greið­ist af tekjum hans eða eigin fé. Í stórum dráttum verður ann­ars vegar um að ræða þókn­anir til stjórnar og annan kostnað við rekstur hennar og hins vegar umsýslu­greiðslur til eigna­stýr­ing­ar­að­ila sem gert er ráð fyrir að verði samið við varð­andi verð­bréfa­kaup og sjóðs­stýr­ing­u. 

Stefnt að því að sjóð­ur­inn verði 10% af vergri lands­fram­leiðslu

Í áformunum segir að eðli máls­ins sam­kvæmt sé með engu móti hægt að geta sér til af nokk­urri nákvæmni um hversu stórt fjár­hags­legt tjón gæti orðið um að ræða af völdum áfalla sem hér eru höfð í huga. Vegna góðra trygg­inga sem þegar eru fyrir hendi virð­ist ekki ástæða til þess að leggja í þessum til­gangi til hliðar fjár­hæð sem hleypur á jafn­virði tuga hund­raðs­hluta af vergri lands­fram­leiðslu. 

Þó sé hægt að setja fram laus­legar stærð­argráður þar sem ganga megi út frá því að þörf væri fyrir slíkan sjóð þegar áfall er farið að nema a.m.k. nokkrum tugum millj­arða króna, til dæmis 50 millj­arða króna, umfram það sem kynni að vera borið af öðrum trygg­ing­um. Miðað við þetta og að ein­ungis væri gengið á helm­ing eigna sjóðs­ins hverju sinni er talið skyn­sam­legt að stefnt verði að því að fram­tíð­ar­stærð sjóðs­ins verði nálægt 250 til 300 millj­arða króna eða nærri tíu hund­raðs­hluta af vergri lands­fram­leiðslu. 

Tekur 15 til 20 ár að byggja upp sjóð­inn 

Sam­kvæmt áformunum má ætla að það gæti tekið um fimmtán til tutt­ugu ár að byggja upp slíkan sjóð miðað við var­færnar for­sendur um þá fjár­muni sem gera má ráð fyrir að til hans falli á kom­andi árum og um ávöxtun þeirra. 

„Í þessu sam­bandi má líta til for­dæmis Norð­manna þar sem stjórn­mála­flokk­arnir hafa staðið saman um að láta olíu­sjóð þeirra byggj­ast upp án þess að ganga í hann til að mæta þörfum hins opin­bera fyrr en nú þegar stærð hans er orðin um eða yfir 1 billjón banda­ríkja­dala. Það verður á valdi stjórn­valda í fram­tíð­inni að meta hvenær sjóð­ur­inn verður orð­inn svo stór að tekjum sem honum eru ætl­aðar verði betur ráð­stafað í ann­að.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent